Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 24

Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 24
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 ➜ Auk þess að eiga von á barni og starfa með Nóru er Auður í BA-námi í mannfræði og ætlar að útskrifast í haust. Barnið á að fæðast um miðjan ágúst en þangað til ætlar Nóra að sækja fast á tónleikamarkaðinn. Við Egill bróðir bjuggum í húsi með bílskúr í Vesturbænum þegar við vorum krakkar og fengum bíl-skúrinn til afnota til að glamra og leika okkur með Hrafni vini okkar,“ segir Auður Viðarsdóttir, söngkona og hljómborðsleikari Nóru, um tilurð hljómsveitar innar. „Smám saman fengum við svo kjark til að syngja hvort fyrir annað. Við vorum alls ekkert sísyngjandi frá fæðingu eins og margir halda.“ Samstarfið þróaðist, þau fengu tvo hljóð- færaleikara í viðbót til liðs við sig og hljóm- sveitin Nóra varð til árið 2008. Himinbrim er önnur platan sem sveitin sendir frá sér. Sú fyrri, Er einhver að hlusta?, kom út árið 2010. Himinbrim kom út í lok október á síðasta ári, hvernig stendur á því að útgáfu tónleikarnir eru í lok mars? „Það er góð spurning. Við vorum alltaf á leiðinni að halda tónleika, en ég var nýorðin ólétt og illa haldin af morgunógleði í tvo mánuði og ekki alveg í stuði. Svo er gítar- leikarinn okkar tæknimaður hjá Björk og fór að túra með henni aðeins, þannig að það fannst aldrei tími. Okkur fannst samt að platan ætti það skilið að vera flutt í heild með öllum auka- hljóðfæraleikurunum og bakröddum og það er akkúrat það sem mun gerast á morgun. Þetta verður alveg rosalega flott.“ Auður og Egill bróðir hennar semja alla tón- list og texta Nóru og syngja ýmist sitt í hvoru lagi eða saman. „Það er yfirleitt þannig að annað okkar kemur með hugmynd að lagi og við semjum það saman, svo semjum við sjálf þá texta sem við syngjum hvort fyrir sig.“ Eruð þið óskaplega samrýmd? „Ja, við verðum eigin- lega að vera það, þetta er svo mikil samvinna. Það er nú samt stundum dálítill systkina bragur á okkur, við förum að kýta og svona, en við reynum að halda því í lágmarki.“ Auk þess að starfa með Nóru og eiga von á barni með Hrafni Fritzsyni, bassaleikara sveitar innar, er Auður í BA-námi í mannfræði og ætlar að útskrifast í haust. Barnið á að fæð- ast um miðjan ágúst en þangað til ætlar Nóra að sækja fast á tónleikamarkaðinn. „Það er ein- hvern veginn alltaf þannig að allt gerist í einu. Við erum reyndar búin að sökkva okkur svo mikið í að undirbúa útgáfutónleikana að við erum ekki búin að bóka neitt annað, en stefnum á að nýta tímann áður en barnið fæðist.“ Nóru skipa, auk Auðar, Egils og Hrafns, þeir Óskar Kjartansson og Frank Arthur Blöndahl Cassata. Útgáfutónleikarnir verða í Tjarnarbíói og hefjast klukkan 20.30. HELGIN Himinbrim, barn og BA-próf Hljómsveitin Nóra fagnar útkomu plötu sinnar Himinbrim í Tjarnarbíói annað kvöld. Auður Viðarsdóttir, söngkona og hljómborðsleikari Nóru, lofar rosalega fl ottum tónleikum þar sem öll lög plötunnar verða fl utt. Hún hugsi bara um hljómsveitina núna þótt hún eigi von á barni og sé að ljúka BA-námi. LAUS VIÐ MORGUN- ÓGLEÐINA Ein af ástæðum þess að útgáfu- tónleikarnir frestuðust var morgun- ógleðin sem Auður glímdi við á fyrstu mánuðum meðgöngunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Laugardagur Áhugafólk um íslenska tónlist ætti ekki að láta úrslitakvöld Músíktilrauna fram hjá sér fara. Að þessu sinni keppa til úrslita Aragrúi, CeaseTone, For Colourblind People, Glundroði, Hide Your Kids, In The Company of Men, Kaleo, Kjurr, Skerðing, Vök og Yellow Void. Músíktilraunir hefjast klukkan fimm og fara fram í Silfurbergi í Hörpu. Músíktilraunir 2013 Stjörnur framtíðar Helgin Íslenskar kvikmyndaperlur á borð við Hrafninn flýgur og Sódóma Reykjavík verða sýndar á átján stöðum um land allt um helgina, meðal annars í Háskólabíói og Bíó Paradís. Leikstjórar og aðstandendur verða viðstaddir fjölmargar sýning- anna en ókeypis er inn á þær allar. Nánari upplýsingar á á vef Kvik- myndamiðstöðvar, kvikmynda- midstod.is. Íslensk kvikmyndahelgi Ókeypis í bíó Sunnudagur Kjarvalsstaðir Listasafn Reykjavíkur býður til afmælishátíðar á Kjarvalsstöðum á morgun. Þann dag eru 40 ár liðin frá opnun Kjarvalsstaða. Formleg hátíðarhöld hefjast klukkan tvö og meðal þess sem boðið verður upp á í tilefni dags- ins eru leiðsögn um Kjarvalsstaði, fræðsla um uppbyggingu hverfisins í kringum safnið og leiðsögn um afmælissýninguna Flæði. Afmælishátíð Kjarvalsstaða 40 ár frá opnun SÝNINGIN Síðasta sýningarhelgi sýn- ingarinnar Origami– brot í brot í Gerðubergi er nú um helgina. Á sýningunni sem opin er á laugardag og sunnudag má sjá pappírs- listaverk eftir hjónin Dave og Assiu Brill. Þau hafa hannað fjölda bréfbrota, gefið út bækur, fengist við kennslu og sýnt verk sín víða. HÓFST Í JAPAN Sýningin er samstarfsverk- efni Gerðubergs og félags- ins Origami Ísland þar sem þeir Björn Finnsson og Jón Víðis eru í forsvari. Á morgun klukkan milli eitt og fjögur tekur Björn á móti gestum og leiðir þá í allan sannleikann um leyndardóma Origami. Það á rætur sínar að rekja til Japans sautjándu aldarinnar, þaðan kemur orðið Origami sem þýðir bókstaflega pappírsbrot. TRÖNUR Flestir kannast við trönur í origami-broti, froska, gogga og skutlur en á sýningunni má einnig sjá hestar, flóð- hestar, ljón, gíraffar, kettir og mýs auk blóma, vasa, engla, stjarna, kassa og kubba auk meistarastykkis hjónanna heilagan Georg og drekann og Basiliku- kirkjuna á Rauða torginu í Moskvu. PAPPÍRSBROT Markmið Origami er að búa til verk úr pappír með því að brjóta hann saman eftir kúnstarinnar reglum, að klippa og líma er alveg bannað. En origami höfðar ekki bara til fagurfræðinnar, stærðfræðingar hafa stúderað pappírsbrot og aðferðafræði origami hefur verið nýtt til þess að hanna líknarbelg í bíla og forrit í tölvur. Margbrotin veröld pappírsarkarinnar Á Origami-sýningu í Gerðubergi sem lýkur um helgina er margt að sjá. BARA PAPPÍR Margvíslegar verur búnar til úr pappír má sjá í Gerðubergi nú um helgina. Sylvía Erla Scheving söngkona Til Kefl avíkur Ég er að fara í afmæli og svo ætla ég að verja helginni með kærastanum mínum. Hann býr í Keflavík svo við reynum að nýta helgarnar vel og gera eitthvað saman. Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona Breiðholt er best Um helgina ætla ég að kynna vinum mínum undur Breið- holtsins og í lok dags eiga þeir eftir að sannfærast um að 111 sé eina póstnúmerið sem er hægt að búa í. Benedikt Brynleifsson trommari Æfi r Sögu Eurvision Ég er að spila á árshátíð Bootcamp í kvöld. Svo er ég að fara að æfa fyrir Sögu Eurovision. Ætli ég fari ekki líka í göngutúr með fjölskyld- unni og viðri hana aðeins. Logi Bergmann Eiðsson dagskrárgerðarmaður Veislustjóri hjá Breiðabliki Ég hafði hugsað mér að halda upp á þriggja ára afmæli dóttur minnar um helgina því ég var lasinn um síðustu helgi og þurftum að fresta því, en nú er hún líka orðin veik. Ætli ég taki því ekki bara rólega, fyrir utan að ég verð veislustjóri á Herrakvöldi Breiðabliks, sem verður örugglega gaman. EITTHVAÐ FYRIR ALLA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.