Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 32

Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 32
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Það er rólegt og afslapp-að andrúmsloft í Borga-rleikhúsinu þegar blaðamaður á þar leið um. Erindið er að hitta Magnús Geir Þórðar- son leikhússtjóra. Veturinn hefur verið annasamur hjá Magnúsi, eins og vanalega er fjöldi leik- verka á dagskrá leikhússins og nýafstaðin er frumsýning á viða- mestu uppfærslu í sögu Borgar- leikhússins, Mary Poppins. Róleg- heitin á þessum þriðjudegi eru því ekki lýsandi fyrir starfið í húsinu og þó að Magnús Geir sé mjög afslappaður og ánægður með vel heppnað leikár sem sér fyrir endann á þá er að nógu að huga, dagarnir eru undirlagðir af skipulagi fyrir næsta vetur. „Það er að mörgu að hyggja í verkefnavali þegar dagskrá nýs leikárs er sett saman. Við reyn- um lesa í það hvaða sögur fólk vill sjá á sviði – en ekki síður viljum við finna sögurnar sem áhorfend- ur okkar þurfa að heyra. Leikhús er ekkert án áhorfenda og okkar keppikefli er að laða þá í leikhúsið og segja þeim sögur sem skipta máli. Leikhúsið getur nefnilega, þegar best lætur, veitt okkur nýtt sjónarhorn á lífið. Kúnstin í verkefnavalinu felst líka í sam- setningunni innan leikársins. Við viljum láta heitt og kalt kallast á, bjóða upp á aðgengileg verk í bland við önnur ágengari, íslensk og erlend, hefðbundin og tilrauna- kennd. Svo þarf að stilla þessu öllu upp með tilliti til leikhópsins í húsinu og álags á sviðum, þetta getur verið býsna flókið en er líka mjög skemmtileg vinna. Nú erum við að leggja lokahönd á næsta leikár – sem mér finnst einstak- lega spennandi.“ Sneri vörn í sókn Magnús Geir tók við starfi leik- hússtjóra í Borgarleikhúsinu árið 2008 og aðsóknin að leikhús- inu jókst strax umtalsvert og er nú meiri en nokkru sinni fyrr í íslenskri leikhússögu. Áskriftar- kortasala margfaldaðist einnig frá því sem áður var. Þann sama vetur blasti hins vegar við niður- skurður á opinberu framlagi til leikhússins vegna efnahagshruns- ins. „Búist var við að þetta myndi leiða til niðurskurðar á starfsemi leikhússins. En þess í stað settum við upp áætlun um að auka sýn- ingahald enn frekar, sækja fleiri gesti og auka tekjur. Þau mark- mið gengu eftir og starfsfólk Borgarleikhússins sneri vörn í sókn. Þetta er ágætis dæmi um þann mikla samtakamátt og kraft sem býr í frábærum starfs- mannahópnum. Það er grunnur- inn að velgengni leikhússins. Þegar litið er til baka er ég mjög stoltur af þessum viðbrögðum og ekki síður af því hvað Borgar- leikhúsið brást hratt við hruninu listrænt séð, kallaði til höfunda og sviðsetti verk sem tóku beint á breyttum aðstæðum samfélags- ins. Lestur Rannsóknarskýrslu Alþingis var önnur birtingar- mynd þess. Þannig kappkostar Borgarleikhúsið að eiga í virku samtali við sam félagið.“ Í vetur hafa óvenju margar sýningar af ólíku tagi fallið í kramið og má þar nefna Rautt, Gullregn, Mýs og menn, Tengdó, Ormstungu og Mary Poppins. Allt lagt undir Magnús Geir segir ekki endilega alltaf fyrirsjáanlegt hvað gangi vel í leikhúsinu og mis mikið sé lagt undir þegar verið sé að ákveða hvaða sýningar séu settar upp. „Við reiddum til dæmis mjög hátt til höggs þegar við ákváðum að setja Mary Poppins upp. Sýn- ingin er afar umfangsmikil og flókin í alla staði. Við ákváðum að leggja mikið í hana og því þurfti mikla aðsókn til að dæmið gengi upp. En það gerði það, sýningin er frábærlega heppnuð listrænt séð, viðtökurnar hafa verið einstakar og þegar er uppselt lengra fram í tímann en áður hefur þekkst!“ Magnús Geir, sem er duglegur að fylgjast með leikhúslífi utan Íslands, sá þessa sýningu fyrst í London árið 2004. „Ég hreifst strax af verkinu en áleit hana of stóra og flókna fyrir Ísland – taldi að íslenskt leikhús réði ekki við uppsetninguna. Ég sá hana nokkrum sinnum eftir þetta og var alltaf sama sinnis, þar til í fyrra þegar við ákváðum að slá til og leggja allt í sölurnar. Og það er alveg frábært hvernig til hefur tekist, sýningin er með risastórt hjarta og einstaklega glæsileg,“ segir Magnús Geir. En hvernig er þá tilfinningin fyrir næsta vetri, er pressan meiri eftir vetur þar sem hver metsýningin hefur rekið aðra? „Ég er löngu búinn að læra að það þýðir ekki fyrir leikhús að keppast endalaust við að toppa sjálft sig í aðsókn. Þá yrðum við um leið fangar eigin velgengni. Það eina sem við getum gert er að reyna að vera heiðarleg í því sem við erum að gera, segja sögur sem okkur finnst skipta máli – og reyna að koma fólki á óvart. Þannig viðheldur maður neistan- um,“ segir Magnús Geir. Frumburðurinn í heiminn Magnús sér reyndar fram á tölu- vert ólíkan vetur en undan farin ár. Ástæða þess eru breyttar aðstæður í einkalífinu og fæðing frumburðar hans, Árna Gunn- ars, sem kom í heiminn í janúar á þessu ári. „Ég ætla að vera í fæðingar- orlofi í haust, taka þrjá mánuði þá en ég tók mér reyndar líka mánaðar frí í janúar,“ segir Magn- ús Geir, sem er reyndar ekki bara orðinn faðir heldur líka stjúpfaðir þriggja barna Ingibjargar Aspar Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Hofs, menningarseturs Akureyrar. Þau kynntust þegar þau unnu saman hjá Leikfélagi Akur eyrar á sínum tíma, en svo bankaði ástin upp á fyrir rúmu ári. Ingi- björg Ösp er fædd og uppalin fyrir norðan og halda þau Magn- ús Geir tvö heimili, á æskuslóð- um Ingibjargar í Eyjafirði og í Vesturbæ Reykjavíkur. Þangað liggur leið blaðamanns nokkrum dögum eftir fundinn við Magnús Geir í Borgarleikhúsinu. Ingibjörg Ösp og Árni Gunnar hafa brugðið sér í bæinn en þau, rétt eins og Magnús Geir, eru fastagestir hjá Flugfélagi Íslands. „Ég veit ekki hvað við erum búin að fljúga marga kílómetra, þeir eru ansi margir.“ Heimilishald á tveimur stöðum hljómar frekar flókið, hvernig gengur það fyrir sig? „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Ingibjörg Ösp. „Við erum lánsöm að vera bæði í svona gefandi störfum, þó þau séu hvort í sínum lands- hlutanum. Auðvitað krefst þetta skipulagningar og samveru- Fjölskyldan komin í fyrsta sæti Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Magnúsi Geir Þórðarsyni. Hann eignaðist son í janúar og heldur heimili ásamt konu sinni Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur á tveimur stöðum. Frumsýning Mary Poppins var svo hápunktur á vel heppnuðu leikári. Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is STÓRFJÖLSKYLDAN Magnús Geir og Ingibjörg Ösp ásamt börnum sínum. Árni Gunnar er í fangi Ingibjargar, sem átti fyrir þau Örnu, Andreu og Stefán. MYND/AUÐUNN Lék í Hrafninn flýgur LEIKHÚS- MAÐUR FRÁ UNGA ALDRI Magnús Geir Þórðarson hefur verið viðloðandi leikhús frá barnæsku. Myndin er frá stúdentsárinu 1993, en þá átti Magnús Geir nær tíu ára feril í leikhúsi að baki. Vesturbæingur Magnús Geir Þórðarson er fæddur og uppalinn í Vestur- bænum, sonur hjónanna Þórðar Magnússonar fjár- festis og Mörtu Maríu Odds- dóttur stærðfræðikennara. Hann er miðjubarn; eldri bróðir hans er Árni Oddur, sem fer fyrir fjárfestingar- félaginu Eyrir Invest, og yngri bróðir hans er Jón Gunnar leikstjóri. Magnús Geir stofnaði Gamanleikhúsið þegar hann var 12 ára gamall með krökkum í hverfinu, en meðal þeirra sem þar komu við sögu voru Sigríður Hagalín, Ragnar Kjartansson og Bryndís Ásmundsdóttir. Magnús Geir sté þó sín fyrstu skref í leik í kvikmyndinni Hrafninn flýgur, en þar lék hann aðalpersónuna unga. Hans fyrsta leik- húsreynsla var þegar hann hélt í Þjóðleik- húsið, bað um að fá að taka þátt í einhverju verki og fékk hlutverk í Ríkharði III sem sett var upp 1985. ➜ Leikstýrði Nei ráðherra Hann hefur leikstýrt fjölda leiksýninga. Meðal uppsetninga hans eru Stone Free í Borgarleikhúsinu, Veðmálið, Hedwig og Eldað með Elvis í Loftkastalanum, Stars in the Morning Sky í Edinborg og Vicious Circle í Bristol og London. Í Iðnó setti hann meðal annars upp Stjörnur á morgunhimni og Rúm fyrir einn. Þá leikstýrði hann óperunum Dídó og Eneas og Krýningu Poppeu í Borgar- leikhúsinu og Sweeney Todd í Íslensku óperunni. Hjá Leikfélagi Akureyrar leik- stýrði Magnús meðal annars Svörtum Ketti, Óliver, Litlu Hryllingsbúðinni og Fullkomnu brúðkaupi. Hann leikstýrði Gauragangi í Borgar- leikhúsinu 2010 og Nei ráðherra 2011 en myndin til hægri er úr því verki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.