Fréttablaðið - 23.03.2013, Page 40

Fréttablaðið - 23.03.2013, Page 40
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 Hnignun kaþólsku kirkjunnar 40 prósent kaþólskra í Róm- önsku Ameríku segjast sækja kirkju reglulega og í Argentínu, heimalandi páfans, er þetta hlut- fall komið niður í 20 prósent. Tvö fj ölmennustu ríki kaþ- ólskra í heiminum eru Brasilía og Mexíkó, en í báðum þessum löndum hefur kaþólsk trú verið á undanhaldi síðustu áratugina. Árið 1970 voru 90 prósent íbúa Brasilíu kaþólsk, en þetta hlutfall var árið 2010 komið niður í 65 prósent. Í Mexíkó var hlutfall kaþólskra 88 prósent árið 2000, en komið niður í 83 prósent árið 2010. Haldi þessi þróun áfram verða kaþólskir íbúar í Rómönsku Ameríku innan fárra áratuga orðnir færri en helmingur allra íbúa álfunnar. Í Frakklandi segja aðeins 15 prósent kaþ- ólskra trúna mikilvæga fyrir sig og kirkjusókn hefur dregist saman þar á síðustu árum, rétt eins og fl eiri kaþólskum ríkjum Evrópu. Í Þýskalandi minnkaði kirkjusókn til dæmis úr 23 prósentum í 16 prósent árin 2009 til 2011, og á Spáni minnkaði hún úr 31 prósenti niður í 24 prósent á sama tímabili. Í Belgíu hefur þróunin orðið einna hröðust, eins og sést á því að prestum kaþólsku kirkj- unnar þar í landi hefur fækkað úr 10 þúsund árið 1967 niður í 3.659 árið 2009. Árið 2009 voru einungis 58 prósent nýfæddra barna skírð og einungis 26 prósent gift u sig í kirkju, en 1967 voru þessar tölur 94 prósent fyrir skírnir og 86 prósent fyrir gift ingar. 72% íbúa Rómönsku Ameríku eru kaþólskir, en árið 1910 voru þeir 90 prósent íbúa álfunnar. Mexíkó Brasilía Frakkland Belgía Þýskaland Argentína NORDICPHOTOS/AFP FRANS PÁFI Vonlítið verk að snúa þróun- inni við. GRAFÍK/JÓNAS Aðalfundir deilda KEA verða haldnir sem hér segir: Deildarfundur Út-Eyjafjarðardeildar Verður haldinn þriðjudaginn 2. apríl kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Dalvíkurkirkju Deildarfundur Þingeyjardeildar Verður haldinn miðvikudaginn 3. apríl kl. 20:00 á Veitingahúsinu Sölku á Húsavík Deildarfundur Austur-Eyjafjarðardeildar Verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl kl. 16:00 á Öngulsstöðum Eyjafjarðarsveit Deildarfundur Akureyrardeildar Verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:00 á Hótel KEA Deildarfundur Vestur-Eyjafjarðardeildar Verður haldinn mánudaginn 8. apríl kl. 16:00 í Leikhúsinu á Möðruvöllum Á fundunum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins. Deildarstjórnir Þegar pólski kardínálinn Karol Jozef Wojtila varð páfi árið 1978 margefld-ust Pólverjar í trúnni. Þetta var fyrsti pólski páfinn, og sá fyrsti í meira en 450 ár sem ekki var ítalskur. Pólverjar eru enn stoltir af Jóhannesi Páli II., enda átti seta hans á páfastól sinn þátt í því að efla með Pólverjum styrk í frelsis- baráttunni undan stjórn kommún- ista fyrir tæpum aldarfjórðungi. Svipaðrar þróunar varð vart þegar Þjóðverjinn Joseph Alois Ratzinger var kosinn páfi árið 2005 og tók sér nafnið Benedikt sextándi. Kaþólskir Þjóðverjar fylltust eldmóði, en sá eldmóður entist ekki jafn lengi og hjá Pól- verjum því strax árið eftir voru kaþólskir Þjóðverjar dottnir í sama farið og farnir að dofna í trúnni á ný. Búast má við að Argentínu- menn og Suður-Ameríkumenn fyllist sambærilegum eldmóði nú, þegar þeirra fulltrúi er orðinn páfi. Argentínu maðurinn Jorge Mario Bergoglio er fyrsti fulltrúi Rómönsku Ameríku á páfastóli og raunar fyrsti fulltrúi þriðja heims- ins svonefnda. Umdeildur heima fyrir Hafi kardínálarnir í Róm, sem völdu hinn argentínska Bergoglio til að verða páfi, gert sér vonir um að með því að leita út fyrir Evrópu gæti það átt þátt í að afla kirkj- unni fylgis á ný, að minnsta kosti í Suður-Ameríku ef ekki víðar um heim, þá kemur á móti sú staðreynd að Bergoglio hefur verið nokkuð umdeildur í Argentínu. Forseti Argentínu, Cristina Fernandez de Kirchner, hefur átt í harkalegum deilum við hann, meðal annars út af áformum hennar um að lögleiða hjónabönd samkyn- hneigðra. Bergoglio kardínáli and- mælti þeim áformum harðlega, en hún tók fast á móti og sagði hann vera forngrip sem vekti upp óþægi- leg hugrenningatengsl við miðaldir og rannsóknarrétt kaþólsku kirkj- unnar. Þá hvílir enn skuggi yfir fortíð Bergoglios frá tímum herforingja- stjórnarinnar í Argentínu á áttunda áratugnum. Hann þótti leiðitamur og hefur verið sakaður um að hafa komið til hjálpar þegar hrottar her- foringjastjórnarinnar réðust gegn prestum kirkjunnar, rændu þeim og pyntuðu. Afturhald Æðsta stjórn kaþólsku kirkjunnar, með páfann sjálfan í fararbroddi, hefur jafnan haft mikil áhrif á allan hinn kaþólska heim, og raunar langt út fyrir raðir hans. Orð páfa hafa jafngilt lögum og stjórnvöld í kaþ- ólskum ríkjum hafa forðast að setja lög sem stangast illilega á við kenn- ingar kirkjunnar. Pólitískt hlutverk páfa virðist hins vegar í seinni tíð hafa skroppið saman og einskorðast nú að mestu við óbilgjarna andstöðu gegn getn- aðarvörnum og samkynhneigð. Páfinn stendur vörð um trúarlega helgi kynlífs og neitar að horfast í augu við raunveruleikann, jafnvel þótt hinn nýkjörni Frans hafi ein- hvern tímann viðrað þá skoðun að smokkanotkun geti verið réttlætan- leg – enda tók hann fram að smokk- anotkun gæti einungis verið kirkj- unni þóknanleg ef hún þjónaði þeim tilgangi að koma í veg fyrir smit- sjúkdóma. Hvað varðar hlutverk smokka sem getnaðarvarnar þá hefur hann aldrei hvikað frá stefnu kirkjunnar svo vitað sé. Einstrengingsháttur Þessi einstrengingslega afstaða yfirstjórnar kirkjunnar í kynferðis málum hefur hins vegar gert það að verkum að kirkjan einangrast og fjarlægist almenning, jafnvel í mörgum kaþólsk ustu löndum Evrópu og Suður-Ameríku. Mörg helstu vígi kaþólsku kirkj- unnar í Evrópu, svo sem Írland, Frakkland, Pólland og jafnvel Ítalía, eru farin að láta á sjá. Kirkjusókn minnkar, úrsögnum úr kirkjunni fjölgar og mikilvægi kirkjunnar fyrir þá, sem skráðir eru í hana, minnkar jafnt og þétt í skoðanakönnunum. „Innviðir kirkjunnar eru orðnir mun veikari, hvort sem litið er á tölfræðina eða vitsmunahliðina,“ hefur bandaríska fréttastofan AP eftir belgíska þingmanninum Rik Torfs, sem jafnframt er prófess- or í kirkjulögum við háskólann í Leuven. Hneyksli Linnulít i l l fréttaf lutningur árum saman af kynferðisbrotum kaþólskra presta víða um heim hefur, ásamt tilraunum yfirmanna þeirra til að þagga þau niður, orðið til þess að grafa enn hraðar undan kaþólsku kirkjunni. Hún fjarlægist almenning og einangrast. Á Írlandi er ástandið þannig að innan við þriðjungur landsmanna lítur jákvæðum augum á kaþólsku kirkjuna, og samkvæmt könnun írska skoðanakönnunarfyrirtækis- ins Amarach vega kynferðisbrota- málin þar þyngst ásamt tilraunum yfirstjórnar kirkjunnar til að þagga þau niður. Kaþólikkar í Bandaríkjunum segja sömuleiðis að kynferðisbrot gegn börnum og önnur kynferðis- hneyksli séu stærstu vandamál kaþólsku kirkjunnar nú um stundir. Andóf Jafnt almenningur sem pólitísk- ir ráðamenn í kaþólskum ríkjum ganga í síauknum mæli gegn boð- skap kirkjunnar. Víðast hvar sér almenningur í annars ramm kaþólskum löndum ekkert athugavert við að nota getnaðarvarnir, og hjónabönd samkynhneigðra hafa verið lög- leidd bæði á Spáni og í Portúgal, þrátt fyrir andstöðu kirkjunnar. Sama hefur gerst í Argentínu og fleiri kaþólskum löndum Suður- Ameríku. Í Mexíkóborg tóku yfirvöld sig til árið 2009 og lögleiddu á einu bretti fóstureyðingar, líknardráp, hjónabönd samkynhneigðra og rétt samkynhneigðra hjóna til að ættleiða börn. Allt þetta gengur í berhögg við yfirlýsta stefnu páfakirkjunnar. Og vart er sjáanlegt annað en að þessi þróun haldi áfram þannig að hinn kaþólski heimur fjarlægist æ hraðar kirkju sína. Kaþólskir gegn kirkju páfans Víða um heim hefur kaþólska kirkjan átt í vök að verjast, rétt eins og flest önnur trúarbrögð, Óþrjótandi kynferðisbrotamál og einstrengingsleg afstaða gagnvart getnaðarvörnum og samkynhneigð gerir illt verra. Erfitt verður fyrir nýjan páfa að snúa við þeirri þróun, þótt hann sé fyrsti páfinn frá Suður-Ameríku og þyki bæði ljúfur og lítillátur. KIRKJUSÓKN MINNKAR Kaþólskir á bæn í Frakklandi, þar sem kirkjusókn hefur, rétt eins og víðar í kaþólskum löndum, dregist saman á síðustu árum. NORDICPHOTOS/AFP Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.