Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 45
Margt smátt ...
Páskablað Hjálparstarfs kirkjunnar 2O13
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
20
74
4
Enn á Hjálparstarf kirkjunnar erindi við þig,
lesandi góður, til að kynna þau viðfangsefni sem
að hjálparstarfinu snúa.
Við starfsmennirnir viljum fylgja hér úr hlaði
breytingum á innanlandsstarfinu, nýjum − og að við
teljum, áhrifaríkari leiðum til að hjálpa fólki. Lestu um
það hér sem hefur áunnist, með dyggri aðstoð fjölda
Íslendinga.
Á næstu síðum sérðu víða tilvitnanir í nýútkomið rit,
Farsæld. Þar sést ávöxtur viðamikillar vinnu Hjálpar-
starfs kirkjunnar og Rauða kross Íslands við að kanna
eðli og orsakir fátæktar hér á landi. Með nýrri orðræðu,
nýjum lausnum, er fjallað um farsæld fyrir alla.
Aðaláherslan er lögð á að einstaklingurinn sem höllum
fæti stendur, sé styrktur og efldur með von og vilja til
að leggja allt sitt af mörkum − og þar mæti samfélagið
honum. Hvatning og umbun þurfa að fara saman í slíku
uppbyggingarstarfi. Samábyrgð samfélagsins og
ábyrgð einstaklingsins verður að haldast í hendur.
Starfsfólk Hjálparstarfsins hefur séð margan manninn
koma algerlega niðurbrotinn og eygja litla von en séð
hann, eftir ráðgjöf og hvatningu, ganga hnarreistan og
glaðan aftur til móts við lífið. Þannig viljum við sjá fleiri.
Páskasöfnun Hjálparstarfsins er helguð innanlands-
aðstoð. Þú hefur fengið valgreiðslu senda í heima-
bankann þinn. Við biðjum um liðsinni þitt.
Með þakklæti og ósk um gleðilega páska.
Starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar.
Óttinn – ráðandi afl
í bókhaldi heimilisins
Ein tegund ráðgjafar sem Hjálparstarf kirkjunnar
býður upp á er heldur óvenjuleg fjármálaráðgjöf.
Þar er minna horft til talna, prósenta og mínusútkomu,
meira hugsað um tilfinningar sem tengjast fjármálum.
Það gefur góða raun. Sigurður Erlingsson ráðgjafi
hefur langa reynslu og telur brýnast að ráðast fyrst
að óttanum. „Þegar okkur líður illa, þá leitum við leiða
til að hugga okkur, deyfa sársaukann. Við huggum
okkur og til að létta á samviskunni segjum við: „Ég leyfi
mér aldrei neitt, ég kaupi mér þetta bara núna!“ Það
þarf oft ekki að vera eitthvað stórt, það getur bara
verið nammipoki sem fólk gúffar í sig á leiðinni heim
því það átti ekki nóg til að kaupa handa öllum heima.
Eftir situr samviskubit, sem síðan elur á meiri vanlíðan.“
Sjá alla greinina á bls. 9.
Betri leiðir − meiri árangur
Umræðan um f átækt þarf að vera l ausna-
miðuð. Fátækt er ekki náttúrulögmál en samt
halda því til haga að viðvarandi f átækt rænir
fólk mikilvægum lífsgæðum og er því
óviðunandi.
Farsæld – baráttan gegn fátækt útg. Hk og RKÍ 2O12
Börn s em búa við f átækt eru í hættu á að
skaðast heilsufarslega og félagslega a uk þess
sem greina m á beina fylgni m illi f átæktar á
uppvaxtarárum og lítillar menntunar er fram
líða stundir.
Farsæld – baráttan gegn fátækt útg. Hk og RKÍ 2O12
Starfsmenn Hjálparstarfs kirkjunnar eru sjö alls. Á myndina vantar einn félagsráðgjafa og félagsráðgjafarnema
sem er í starfsþjálfun.