Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 54
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 23. MARS 20134
Dohop er einföld leitarvél á netinu sem auðveldar fólki að finna ódýr flug, hótel og
bílaleigur um allan heim. Dohop.
is leitar hjá fjölda síðna og raðar
niðurstöðum í röð eftir verði. Not-
andinn velur svo þá niðurstöðu
sem honum líst best á og bókar
ferðina á síðu flugfélags eða ferða-
skrifstofu. „Dohop er leitarvél eins
og Google, nema sérsniðin fyrir
flug, hótel og bílaleigubíla,“ segir
Kristján Guðni Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Dohop.
Hvað gerir Dohop?
Margir kannast við að eyða mörg-
um stundum í að finna ódýrt og
gott f lug á áfangastað, einkum
þegar ekki er til beint flug á milli
staða. Hugmyndin að Dohop kom
einmitt upp á slíkri stundu þegar
einn stofnenda þess eyddi kvöld-
stund við að finna heppilegt og
ódýrt f lug frá Suður-Frakklandi
til Íslands. Til að finna góða og
ódýra leið þurfti hann að leita á
fjölmörgum vefsíðum flugfélaga
og ferðaskrifstofa, púsla saman
mögulegum flugleiðum og reikna
út heildarverð í höndunum. Í dag
gerir Dohop þetta á nokkrum sek-
úndum.
Þín eigin ferðaskrifstofa
Sérstaða Dohop er einkum fólgin
í f lugleitarvélinni en hún tengir
saman flugleiðir sem aðrar leitar-
vélar geta ekki. Til dæmis má
nefna ferð til Mallorca á Spáni en
leit á Dohop sýnir samsetta ferð
með easyJet og WOW air. Ferð
sem ekki er að finna annars stað-
ar á netinu og kostar um 54.000
krónur með tveimur aðskildum
bókunum. Aðrar síður myndu
annað hvort segja að ekki væri í
boði að fara frá Íslandi til Mallorca
eða rukka yfir hundrað þúsund
fyrir flugið. Verð á nótt fyrir tvo á
þriggja stjörnu hóteli á Mallorca
er frá 6.000 krónum á Dohop. Því
getur tveggja vikna ferð til Mall-
orca á þriggja stjörnu hóteli verið
undir 100.000 krónum á mann.
Hótel og bílaleigur
Hjá Dohop er einnig auðvelt að finna
hótel og bílaleigubíla. „Við erum líka
með leitarvél fyrir hótel og bílaleigu-
bíla og því geta ferðalangar farið á
einn stað og bókað allt fríið sitt. Við
vitum öll hversu mikill tími getur
farið í að leita til dæmis að ódýru
en jafnframt góðu hóteli. Jafnan
fara einstaklingar á margar vefsíður
og bera saman verð, staðsetningu,
upplifun annarra og svo framvegis.
Þetta getur verið mjög tímafrekt,“
segir Kristján. Hótelleit Dohop nær
í upplýsingar frá yfir tuttugu síðum
og setur saman á einn stað. Upplýs-
ingarnar eru fengnar frá helstu hótel-
leitarsíðum heims, svo sem Booking.
com, Hotels.com og Expedia, og því
nóg að fara á dohop.is. Það sama
gildir þegar leigja þarf bíl.
Dohop sýnir sam-
setta ferð með
easyJet og WOW
air til Mallorca en
hana er ekki að
finna annars staðar
á netinu. Ferðin
kostar um 54.000
krónur með tveimur
aðskildum bókunum.
Aðrar síður myndu
annaðhvort segja
að ekki væri í boði
að fara frá Íslandi til
Mallorca eða rukka
yfir hundrað þúsund
fyrir flugið.
MYND/GVA
Með tilkomu Dohop er hægt að púsla saman mögulegum flugleiðum og reikna út heildarverð á nokkrum sekúndum en áður gat það tekið heila kvöldstund.
Ert þú að borga of mikið fyrir fríið?
Á Dohop er hægt að finna ódýrt flug, bílaleigubíl og hótel á einum stað. Síðan hentar sérstaklega vel þegar ekki er til beint f lug á
milli staða. Sérstaða Dohop er einkum fólgin í því að síðan tengir saman flugleiðir sem aðrar leitarvélar geta ekki.
Arnarker í Ölfusi er stór og mikill
hellir skammt frá Þorlákshöfn.
Hann hentar vel þeim sem eru
vel á sig komnir því hellirinn er
mikið hruninn og þarf að ganga
inn eftir honum nánast öllum
á hvössu stórgrýti. Hellirinn er
um 500 metra langur, hellis-
göngin eru hvergi þröng utan
smá þrengsla rétt fremst en víða
er mjög hátt til lofts og vítt til
veggja. Í hellinum er oft mikill
ís síðla vetrar og fram á vor og
verður því að fara með enn meiri
gát. Nauðsynlegt er að taka með
sér gott ljós til að njóta ískertanna
sem eru í hellinum síðvetrar og
skapa mikla ævintýrastemningu.
Skilti er við veginn (nr. 42,
Krýsuvíkurvegur) og er leiðin að
hellinum stikuð og því auðvelt að
finna hann.
Raufarhólshellir er einn þekkt-
asti hellir á Suðvesturlandi.
Hann er á leiðinni til Þorláks-
hafnar. Varasamt er að fara í
hellinn á veturna og fram eftir
vori vegna ísmyndana sem í
honum eru en þá er hellirinn líka
fallegastur á að líta. Nauðsynlegt
er að hafa góð ljós til að skoða
Raufarhólshelli því hann er stór
og mikill en heildarlengdin er
1.360 metrar. Þá er yfir stórgrýti
að fara mestalla leiðina og mikil-
vægt að menn séu í góðu formi og
vel útbúnir.
Flóki er stærsti hellir í Dauða-
dölum sunnan við Helgafell ofan
Hafnarfjarðar. Hellirinn er um
þúsund metrar að lengd. Flóki
teygir arma sína víða og er einn
sérkennilegasti og flóknasti
hellir landsins og nafn hans af
því dregið enda átti sauðfé það til
að ráfa þangað inn og rata ekki
út aftur. Hellismunnarnir eru
fjölmargir. Hnéhlífar eru þarfur
búnaður þegar Flóki er sóttur
heim því víða þarf að beygja
sig, vera á fjórum fótum og til
að fara um allan hellinn þarf að
leggjast á magann sums staðar.
Auðvelt er fyrir ókunna að villast
í hellinum.
Gjábakkahellir á Þingvöllum er
opinn í báða enda og því óþarfi
að ganga bæði fram og til baka.
Heildarlengd hellisins er 364
metrar. Gjábakkahellir hefur
margt að bjóða hellaförum.
Hellismunnarnir eru örskammt
frá vegi, í hellinum er allajafna
töluvert um ísmyndanir, þar eru
spenar, storkuborð og ýmsar
aðrar hraunmyndanir sem gleðja
augað.
Guðni Gunnarsson og Gunnar
Guðnason tóku myndirnar með
greininni fyrir utan myndina af
hellinum Flóka. Upplýsingar um
fleiri hella er að finna á www.
speleo.is.
Leiðangur inn í iður jarðar
Hellaferðir heilla marga enda skemmtileg upplifun að feta sig eftir dimmum göngum neðanjarðar. Ekki þarf að leita langt eftir
áhugaverðum hellum á höfuðborgarsvæðinu. Hellarannsóknarfélagið bendir á nokkra aðgengilega hella í nágrenni Reykjavíkur á
vefsíðu sinni www.speleo.is. Þar er einnig að finna fréttir og leiðbeiningar um hvernig best sé að bera sig að í hellaleiðöngrum.
NAUÐSYNLEGUR
BÚNAÐUR
Hellaferðir krefjast ekki mikils
útbúnaðar en einhver lágmarks-
búnaður er þó nauðsynlegur.
Ljós: Best er að vera með tvö
ljós. Eitt höfuðljós, en þannig er
auðveldara að nota hendurnar
til að styðja sig, og annað lítið
vasaljós til vara. Nær útilokað er
að komast ljóslaus leiðar sinnar
í myrkum helli. Kerti og kyndlar
eru ótryggt ljós auk þess sem af
þeim hlýst sóðaskapur.
Hjálmur: Best er að vera með
hjálm. Reiðhjólahjálmur dugar
en húfa er betra en ekkert
því auðvelt er að skera sig á
skörpum nibbum.
Vettlingar: Til að forðast
skrámur og meiðsl á höndum.
Skór: Góðir gönguskór með
stuðningi því annars er auðvelt
að misstíga sig.
Mikilvægt er að láta vita af sér
eða skilja eftir einhver ummerki
á yfirborði, eins og yfirhafnir eða
bakpoka. Þá er afar mikilvægt
að ganga vel um og skilja ekki
eftir rusl í hellum eða skemma
myndanir í hellunum.