Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 79

Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 79
HELGIN | FÓLK | 5 STJARNAN ¬ BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR. Í dag klukkan fjögur verður kvikmyndin Algjör Sveppi 3 sýnd í Sláturhúsinu, menningarmið- stöð Egilsstaða. „Sveppi verður viðstaddur sýninguna, ásamt Braga Þór Hinrikssyni leik- stjóra, til að ræða við gesti eftir sýninguna. Þá munum við einnig sýna kvikmyndirnar Hring- inn eftir Friðrik Þór, Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson og Eldfjall eftir Rúnar Rúnars- son. Í gær vorum við með kraftsýningu á Rokki í Reykjavík. Maður fékk bara gæsahúð við að horfa á þetta. Hvar er allt pönkið í dag?“ spyr Halldór Warén sláturhússtjóri. Sýning myndanna er partur af íslenskri kvikmynda- hátíð sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn standa fyrir. Tilefnið er hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð Íslands og sá stuðningur sem greinin hefur fengið í gegnum tíðina. Sýndar verða íslenskar myndir víðs vegar um land og munu aðstandendur myndanna verða viðstaddir sýningar margra þeirra. Sem dæmi mætti nefna að á Akranesi mun Ragnar Bragason vera viðstaddur sýningu á Bjarn- freðarsyni, Gunnar B. Guðmundsson, leikstjóri Gauragangs, á Ólafsvík, Ásdís Thoroddsen, leikstjóri Ingaló, á Ísafirði, Marteinn Þórsson, leikstjóri Roklands, á Kirkjubæjarklaustri og Baltasar Kormákur verður í Bíói Paradís á Haf- inu og Brúðgumanum ásamt fleirum. ÍSLENSK BÍÓHÁTÍÐ Um helgina verða íslenskar kvikmyndir sýndar víða um land og leikstjórar líta í heimsókn. 34 MYNDIR Meðal bæjarfélaga sem verða með sýn- ingar eru Ólafsvík, Akranes, Reykjavík, Patreksfjörður, Ísa- fjörður, Hvamms- tangi, Blönduós, Sauðárkrókur og fleiri. Alls er um 34 mynd- ir að ræða sem sýndar verða á 18 stöðum. Dagskrá hátíðarinn- ar er að finna í heild sinni á www.kvikmynda- midstod.is. Það er um að gera að nýta þetta tæki- færi og sjá íslensk- ar kvikmyndir á breiðtjaldi í betri gæðum en áður. Úrslitakeppnin í körfubolta karla hófst á fimmtudaginn. Átta lið taka þátt og er eftirvæntingin og stemningin mikil meðal stuðnings- manna. Körfuknattleikslið frá smærri bæjarfélögum á landsbyggðinni hafa lengi átt fulltrúa meðal bestu liða lands- ins og hefur velgengni liðanna verið mikil lyftistöng fyrir viðkomandi bæjar- félög. Snæfell frá Stykkishólmi er eitt þeirra liða en íbúar bæjarins eru um 1.100. Lið Snæfells endaði í þriðja sæti deildarinnar en það tók á móti sterku liði Njarðvíkur í gær. Gunnar Svanlaugs- son, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, segir hefðbundið bæjarlíf riðlast mikið þessa dagana og forgangs- röð margra breytast. „Það breytist ansi margt hér í bæjarfélaginu á meðan úrslitakeppnin stendur yfir. Helst má segja að kirkjan haldi sínu nokkurn veginn en aðrir hliðra til svo hægt sé að setja körfuboltann í fyrsta sæti.“ Hann segir mikil forréttindi fyrir svo lítið bæj- arfélag að eiga svo sterkt íþrótta félag. „Fastagestir á leikjum okkar í vetur eru frá eins árs upp í 93 ára. Kjarninn sem mætir á leiki í vetur telur um 200 manns, sem eru nálægt 20% bæjarbúa. Sá fjöldi eykst svo til muna í úrslita- keppninni og þá mæta margir aðfluttir Hólmarar á leiki, auk fólks af Snæfells- nesinu.“ Gunnar segir félagið vera eins og fjöldahreyfingu sem eigi stuðningsmenn um allt land. „Fyrir stuðningsmenn okkar kemst bara tvennt að í lífinu, stórfjölskyldan og svo er það Snæfell. Þetta eru bara trúarbrögð.“ Félagið náði að landa Íslandsmeist- aratitlinum langþráða árið 2010 við mikinn fögnuð heimamanna og stuðn- ingsmanna liðsins. „Stóri titillinn hafði mikið að segja fyrir bæjarbúa, stuðn- ingsmenn og styrktaraðila deildarinnar og raunar alla þá sem koma að rekstri deildarinnar. Starfið verður allt miklu sýnilegra fyrir vikið. Það er gaman að fá rós í hnappagatið fyrir okkur öll. Við grátum hins vegar ekki þótt við fáum ekki titla á hverju ári heldur horfum á hvern leik sem verkefni og gleðjumst yfir hverjum unnum leik.“ BÍÐA EFTIR VEISLUNNI BÆJARSTOLTIÐ Velgengni íþróttaliða á landsbyggðinni skiptir smærri bæi miklu máli. Allt fer á hvolf þegar úrslitakeppnin hefst. STEMNING Á PALLI Bæjarbúar styðja Snæfell. MYND/SUMARLIÐI ÁSGEIRSSON Við hreinsum allar gerðir af gluggatjöldum og þrífum einnig gler og gluggaumgjarðir ef óskað er. Gerum tilboð í öll stærri verk. Eldriborgarar hafa fastan 10% afslátt. Þjónustum: Höfuðborgarsvæðið Akranes og Suðurland. Nýja tæknihreinsunin ehf Nýja tæknihreinsunin ehf. Kjarrmóa 1. • 800 Selfoss. • Sími 897-3634 • dgunnarsson@simnet.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.