Fréttablaðið - 23.03.2013, Qupperneq 79
HELGIN | FÓLK | 5
STJARNAN ¬ BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR.
Í dag klukkan fjögur verður kvikmyndin Algjör
Sveppi 3 sýnd í Sláturhúsinu, menningarmið-
stöð Egilsstaða. „Sveppi verður viðstaddur
sýninguna, ásamt Braga Þór Hinrikssyni leik-
stjóra, til að ræða við gesti eftir sýninguna. Þá
munum við einnig sýna kvikmyndirnar Hring-
inn eftir Friðrik Þór, Hrafninn flýgur eftir Hrafn
Gunnlaugsson og Eldfjall eftir Rúnar Rúnars-
son. Í gær vorum við með kraftsýningu á Rokki
í Reykjavík. Maður fékk bara gæsahúð við
að horfa á þetta. Hvar er allt pönkið í dag?“
spyr Halldór Warén sláturhússtjóri. Sýning
myndanna er partur af íslenskri kvikmynda-
hátíð sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn
standa fyrir. Tilefnið er hækkun framlaga
í Kvikmyndasjóð Íslands og sá stuðningur
sem greinin hefur fengið í gegnum tíðina.
Sýndar verða íslenskar myndir víðs vegar
um land og munu aðstandendur myndanna
verða viðstaddir sýningar margra þeirra. Sem
dæmi mætti nefna að á Akranesi mun Ragnar
Bragason vera viðstaddur sýningu á Bjarn-
freðarsyni, Gunnar B. Guðmundsson, leikstjóri
Gauragangs, á Ólafsvík, Ásdís Thoroddsen,
leikstjóri Ingaló, á Ísafirði, Marteinn Þórsson,
leikstjóri Roklands, á Kirkjubæjarklaustri og
Baltasar Kormákur verður í Bíói Paradís á Haf-
inu og Brúðgumanum ásamt fleirum.
ÍSLENSK BÍÓHÁTÍÐ
Um helgina verða íslenskar kvikmyndir sýndar
víða um land og leikstjórar líta í heimsókn.
34 MYNDIR
Meðal bæjarfélaga
sem verða með sýn-
ingar eru Ólafsvík,
Akranes, Reykjavík,
Patreksfjörður, Ísa-
fjörður, Hvamms-
tangi, Blönduós,
Sauðárkrókur og
fleiri.
Alls er um 34 mynd-
ir að ræða sem
sýndar verða á 18
stöðum.
Dagskrá hátíðarinn-
ar er að finna
í heild sinni á
www.kvikmynda-
midstod.is.
Það er um að gera
að nýta þetta tæki-
færi og sjá íslensk-
ar kvikmyndir á
breiðtjaldi í betri
gæðum en áður.
Úrslitakeppnin í körfubolta karla hófst á fimmtudaginn. Átta lið taka þátt og er eftirvæntingin
og stemningin mikil meðal stuðnings-
manna. Körfuknattleikslið frá smærri
bæjarfélögum á landsbyggðinni hafa
lengi átt fulltrúa meðal bestu liða lands-
ins og hefur velgengni liðanna verið
mikil lyftistöng fyrir viðkomandi bæjar-
félög. Snæfell frá Stykkishólmi er eitt
þeirra liða en íbúar bæjarins eru um
1.100. Lið Snæfells endaði í þriðja sæti
deildarinnar en það tók á móti sterku
liði Njarðvíkur í gær. Gunnar Svanlaugs-
son, formaður körfuknattleiksdeildar
Snæfells, segir hefðbundið bæjarlíf
riðlast mikið þessa dagana og forgangs-
röð margra breytast. „Það breytist ansi
margt hér í bæjarfélaginu á meðan
úrslitakeppnin stendur yfir. Helst má
segja að kirkjan haldi sínu nokkurn
veginn en aðrir hliðra til svo hægt sé að
setja körfuboltann í fyrsta sæti.“ Hann
segir mikil forréttindi fyrir svo lítið bæj-
arfélag að eiga svo sterkt íþrótta félag.
„Fastagestir á leikjum okkar í vetur
eru frá eins árs upp í 93 ára. Kjarninn
sem mætir á leiki í vetur telur um 200
manns, sem eru nálægt 20% bæjarbúa.
Sá fjöldi eykst svo til muna í úrslita-
keppninni og þá mæta margir aðfluttir
Hólmarar á leiki, auk fólks af Snæfells-
nesinu.“
Gunnar segir félagið vera eins og
fjöldahreyfingu sem eigi stuðningsmenn
um allt land. „Fyrir stuðningsmenn
okkar kemst bara tvennt að í lífinu,
stórfjölskyldan og svo er það Snæfell.
Þetta eru bara trúarbrögð.“
Félagið náði að landa Íslandsmeist-
aratitlinum langþráða árið 2010 við
mikinn fögnuð heimamanna og stuðn-
ingsmanna liðsins. „Stóri titillinn hafði
mikið að segja fyrir bæjarbúa, stuðn-
ingsmenn og styrktaraðila deildarinnar
og raunar alla þá sem koma að rekstri
deildarinnar. Starfið verður allt miklu
sýnilegra fyrir vikið. Það er gaman að
fá rós í hnappagatið fyrir okkur öll. Við
grátum hins vegar ekki þótt við fáum
ekki titla á hverju ári heldur horfum á
hvern leik sem verkefni og gleðjumst
yfir hverjum unnum leik.“
BÍÐA EFTIR VEISLUNNI
BÆJARSTOLTIÐ Velgengni íþróttaliða á landsbyggðinni skiptir smærri bæi
miklu máli. Allt fer á hvolf þegar úrslitakeppnin hefst.
STEMNING Á PALLI
Bæjarbúar styðja
Snæfell.
MYND/SUMARLIÐI ÁSGEIRSSON
Við hreinsum allar gerðir af
gluggatjöldum og þrífum
einnig gler og gluggaumgjarðir
ef óskað er.
Gerum tilboð í öll stærri verk.
Eldriborgarar hafa fastan
10% afslátt.
Þjónustum:
Höfuðborgarsvæðið
Akranes og Suðurland.
Nýja
tæknihreinsunin ehf
Nýja tæknihreinsunin ehf.
Kjarrmóa 1. • 800 Selfoss. • Sími 897-3634 • dgunnarsson@simnet.is