Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 84
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 23. MARS 20136
Páskarnir eru mikill ferðatími og
flykkist fólk út um land allt á hina
ýmsu staði. Mjög margir dvelja
í sumarbústöðum, aðrir fara á
skíði og annar hópur fer í fjalla-
og jöklaferðir á jeppum og snjó-
sleðum auk þess sem göngu garpar
leggja land undir fót. „Við erum
ekki með neinn sérstakan viðbún-
að en við tryggjum hins vegar að
fólk sé til staðar hjá öllum björg-
unarsveitum svo þær séu til tækar
ef þörf krefur,“ segir Jónas Guð-
mundsson hjá Landsbjörg.
Margir á ferð
Jónas segir ferðamannastraum
margfaldast yfir páska og að oft
fjölgi útköllum í kjölfarið þótt
ekki sé það gefið. „Þetta fer mjög
eftir veðri. Stundum getur meira
að segja gott veður leitt til f leiri
slysa, einfaldlega vegna þess að
það hvetur f leiri til útivistar og
ferðalaga. Samanborið við venju-
lega viku eru þó oftast fleiri útköll
um páska en venjulega.“
Nesti og teppi
Góð regla er að hafa ávallt með
sér nesti og yfirbreiðslur í bíln-
um sé ætlunin að halda af stað í
langferð. „Við höfum lent svolít-
ið í því í vetur að fólk hefur verið
að festa sig og er ekki með neitt
nesti né yfir hafnir í bílnum. Það
getur verið vont að þurfa að bíða
í nokkra klukkutíma eftir aðstoð
í köldum bíl með ekkert að borða
og ekkert til að hlýja sér. Þetta þarf
ekki að vera meira en teppi eða
svefnpoki og tveir kexpakkar.“
Ferðaáætlun
Ferðaáætlun er gott öryggistæki
og inn á vefnum www.safetravel.
is er hægt að gera slíka. „Það auð-
veldar leitarfólki mikið að leita ef
ferðaáætlun liggur fyrir. Leitin
verður markvissari og það kemur
í veg fyrir að tími fari til spillis við
að leita á röngum stöðum.“
Fjarskiptatæki með í för
Fjarskiptatæki sem virka á svæð-
inu þurfa að vera meðferðis hvort
sem það er farsími, talstöð eða
gervihnattasími. „Ég mæli því
með að fólk kanni hvernig sam-
band er á því svæði sem á að
ferðast um áður en lagt er af stað.
Einnig er mikilvægt að kynna sér
veðurspá og almennar aðstæður
á svæðinu.“
Allt eftir aðstæðum
Útbúnaður þarf að vera eftir að-
stæðum og gott er að fara vel
yfir hann með góðum fyrirvara.
„Hvort sem um er að ræða bifreið,
fatnað, skyndihjálpartösku og
fleira. Allt þarf að vera búið eftir
aðstæðum og gott er að vera við
öllu búin,“ segir Jónas að lokum
og bætir við. „Inni á Safetravel er
líka að finna lista yfir tillögur að
búnaðarlistum fyrir f lestar teg-
undir ferða.“
Förum í
örugga ferð
Um páska leggja margir land undir fót. Jónas
Guðmundsson verkefnastjóri Slysavarnarfélags
Landsbjargar segir mikilvægt að vera með réttan
útbúnað og undirbúa sig vel. Þannig aukist líkur á
góðu ferðalagi og góðum minningum.
Jónas segir allt þurfa að vera búið eftir aðstæðum og að gott sé að vera við öllu búinn
þegar haldið er í ferðalag. MYND/VILHELM
ÁHUGAVERÐ SÖFN Í LONDON
Fjöldi Íslendinga fer til Lundúna árlega. Oxford Street, verslanir og veitingastaðir eru fastir áfangastaðir ferða-
langanna. Þeir sem vilja gerast menningarlegir geta valið úr fjölda safna í stórborginni. Þau helstu eru:
British Museum. Heimsins elsta þjóðminjasafn og einn helsti viðkomustaður ferðamanna enda kostar ekkert
inn. Safnið opnaði árið 1759 og í því er að finna sex milljónir muna frá öllum heimshornum.
National Gallery. Hér má finna listaverk eftir listamenn á borð við Michaelangelo og Van Gogh.
Science Museum. Vísindasafnið er á sjö hæðum og þar er að finna allt um vísindaafrek mannsins allt frá 1829.
National Maritime Museum. Í sjóminjasafninu er til dæmis hægt að sjá blóði drifinn jakka Nelsons aðmíráls
sem hann klæddist á bardaganum við Trafalgar.
Tower of London er að hluta virki frá miðöldum og að hluta safn. Byggingin hefur þjónað mörgum hlut-
verkum, meðal annars sem fangelsi.
Veistu hver
ég var?
Siggi Hlö
Laugardaga
kl. 16 – 18.30
INNBROTUM FÆKKAR
Í nýjustu tölum um afbrotatíðni
frá Ríkislögreglustjóra kemur fram
að innbrotum hefur fækkað úr
2.700 innbrotum í 1.300 á milli ára,
eða um 50 prósent. Þó að svo sé
er þarft að minna fólk á að ganga
vel frá híbýlum
sínum áður en
haldið er í lengra
frí. Á heimasíðu
Sjóvá er ráðlagt
að einhver sé
fenginn til að
fylgjast með
eigninni komi
eitthvað upp á. Þá er gott að taka
rafmagnstæki úr sambandi. Þjófar
leita ummerkja um að enginn sé
heima og því er gott að láta þann
sem fylgist með eigninni fjarlægja
póst sem safnast fyrir. Þá er hægt
að fá tímastilli á ljós sem kveikja
og slökkva og fæla ef til vill frá
þjófa.