Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 86

Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 86
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 23. MARS 20138 PÍSLARGANGAN Hin árlega píslarganga verður gengin kringum Mývatn á föstu- daginn langa, þann 29. mars. Þetta verður nítjánda gangan en sú fyrsta var farin árið 1994 þegar fjórir heimamenn ákváðu að ganga rangsælis kringum vatnið á föstudaginn langa. Síðan þá hefur fjöldi göngufólks aukist jafnt og þétt og verið mest um 250 manns. Hringurinn er alls um 36 kílómetrar. Undanfarin ár hefur gangan hafist við Reykjahlíðar- kirkju þar sem haldin er stutt athöfn í kirkjunni áður en hópur- inn leggur af stað. Á leiðinni gefst einnig tækifæri til að koma við í Skútustaðakirkju og hlusta á upplestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Eftir stranga göngu geta göngugarpar svo látið líða úr sér í heitum jarðböðum og einnig bjóða sum hótel og gististaðir í Mývatnssveit upp á sérstök tilboð yfir páskana. Nánar má forvitnast um Píslargönguna og ferðaþjónustu kringum Mývatn á www. visitmyvatn.is. VIÐBURÐIR Á SIGLUFIRÐI Hollenski myndlistarmaður- inn Joris Rademaker opnar sýningu á verkum sínum í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði í dag. Joris hefur verið búsettur á Akureyri undanfarin 20 ár og kennt við Brekkuskóla samhliða listsköpun. Í Kompunni sýnir hann verk úr fundnum efnum og gúmmíi. Þá verður fimmta sýning leiksýningarinnar Stöngin inn sýnd í kvöld í Tjarnarborg. Verkið fjallar um karlmenn í litlu bæjar- félagi sem settir eru í kynlífsbann af konum sínum vegna of mikils knattspyrnuáhuga. Guðmundur Ólafsson semur og leikstýrir verk- inu en uppsetningin er samstarf allra leikfélaganna í Fjallabyggð. Sjá nánar á www.siglo.is UM ÓBYGGÐIR ÚR SÓFANUM HEIMA Margir hafa eytt drjúgum tíma í að skoða borgir heimsins, götu fyrir götu, í gegnum Google Street View. Þar til nú hefur ekki gefist sama tækifæri til að skoða þjóðgarða heimsins á jafn nákvæman hátt. Því eru gleðitíðindi að áhugasamir ferðalangar geta nú kannað fegurstu náttúruperlur jarðar í gegnum tölvuna, rétt eins og þeir væru þar staddir sjálfir. Google Street View hefur sumsé farið með ljósmyndavélar sínar út í villta náttúruna með Street View Trekker, nýju ljósmyndakerfi sem borið er eins og bakpoki. Með því hafa náðst 360 gráða nærmyndir af ferðalagi um eitt stórbrotnasta náttúruundur veraldar, sjálft Miklagljúfur í Arizona. Það sem fyrir augu ber er hrífandi víðsýni úr bakpokamyndavélum Trekkers; margar af fyrstu myndum sögunnar teknar með þessari nýju tækni. Meðal glæsilegra könnunarleiðangra má nefna rölt yfir Svörtu brúna sem byggð var úr viði yfir Colorado-á árið 1928 og tengir saman norður- og suðurbrún hins hrikalega Miklagljúfurs. NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT. ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Alltaf laus sæti. BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum og kynntu þér áætlunina. Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.