Fréttablaðið - 23.03.2013, Page 86
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 23. MARS 20138
PÍSLARGANGAN
Hin árlega píslarganga verður
gengin kringum Mývatn á föstu-
daginn langa, þann 29. mars.
Þetta verður nítjánda gangan en
sú fyrsta var farin árið 1994 þegar
fjórir heimamenn ákváðu að
ganga rangsælis kringum vatnið
á föstudaginn langa. Síðan þá
hefur fjöldi göngufólks aukist
jafnt og þétt og verið mest um
250 manns.
Hringurinn er alls um 36
kílómetrar. Undanfarin ár hefur
gangan hafist við Reykjahlíðar-
kirkju þar sem haldin er stutt
athöfn í kirkjunni áður en hópur-
inn leggur af stað. Á leiðinni
gefst einnig tækifæri til að koma
við í Skútustaðakirkju og hlusta á
upplestur Passíusálma Hallgríms
Péturssonar.
Eftir stranga göngu geta
göngugarpar svo látið líða úr sér
í heitum jarðböðum og einnig
bjóða sum hótel og gististaðir
í Mývatnssveit upp á sérstök
tilboð yfir páskana.
Nánar má forvitnast um
Píslargönguna og ferðaþjónustu
kringum Mývatn á www.
visitmyvatn.is.
VIÐBURÐIR Á SIGLUFIRÐI
Hollenski myndlistarmaður-
inn Joris Rademaker opnar
sýningu á verkum sínum í
Kompunni, Alþýðuhúsinu á
Siglufirði í dag. Joris hefur verið
búsettur á Akureyri undanfarin
20 ár og kennt við Brekkuskóla
samhliða listsköpun. Í Kompunni
sýnir hann verk úr fundnum
efnum og gúmmíi.
Þá verður fimmta sýning
leiksýningarinnar Stöngin inn
sýnd í kvöld í Tjarnarborg. Verkið
fjallar um karlmenn í litlu bæjar-
félagi sem settir eru í kynlífsbann
af konum sínum vegna of mikils
knattspyrnuáhuga. Guðmundur
Ólafsson semur og leikstýrir verk-
inu en uppsetningin er samstarf
allra leikfélaganna í Fjallabyggð.
Sjá nánar á www.siglo.is
UM ÓBYGGÐIR ÚR SÓFANUM HEIMA
Margir hafa eytt drjúgum tíma í að skoða borgir heimsins, götu fyrir götu,
í gegnum Google Street View. Þar til nú hefur ekki gefist sama tækifæri til
að skoða þjóðgarða heimsins á jafn nákvæman hátt. Því eru gleðitíðindi
að áhugasamir ferðalangar geta nú kannað fegurstu náttúruperlur jarðar í
gegnum tölvuna, rétt eins og þeir væru þar staddir sjálfir. Google Street View
hefur sumsé farið með ljósmyndavélar sínar út í villta náttúruna með Street
View Trekker, nýju ljósmyndakerfi sem borið er eins og bakpoki. Með því hafa
náðst 360 gráða nærmyndir af ferðalagi um eitt stórbrotnasta náttúruundur
veraldar, sjálft Miklagljúfur í Arizona. Það sem fyrir augu ber er hrífandi víðsýni
úr bakpokamyndavélum Trekkers; margar af fyrstu myndum sögunnar teknar
með þessari nýju tækni. Meðal glæsilegra könnunarleiðangra má nefna rölt
yfir Svörtu brúna sem byggð var úr viði yfir Colorado-á árið 1928 og tengir
saman norður- og suðurbrún hins hrikalega Miklagljúfurs.
NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT.
ÞÚ KEMST ÞANGAÐ
MEÐ OKKUR!
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
Kauptu miða núna á www.flugrutan.is
Alltaf laus sæti.
BSÍ - Umferðarmiðstöðin
101 Reykjavík
580 5400
Skannaðu strikamerkið
með snjallsímanum og
kynntu þér áætlunina.
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum