Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.03.2013, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 23.03.2013, Qupperneq 94
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 58 3 Borgen Birgitte Nyborg í túlkun Sidse Babett Knudsen er sennilega ástsælasta persóna í sjónvarpsseríum seinni tíma. Þessi skelegga kona, sem í fyrstu seríunni varð fyrst kvenna til að verða forsætisráðherra Danmerk- ur, nýtur ómældrar aðdáunar og elsku sjónvarpsáhorfenda, jafnt á Íslandi sem í Danmörku. Þættirnir eru líka vel skrifaðir og hlutfallið milli póli- tískra átaka og dramatíkur í einkalífi persónanna í hárfínu jafnvægi. Átökin á fréttastofu sjónvarps- stöðvar, jafnt fagleg sem persónuleg, gefa þáttunum aukna vídd. Hver áhorfandi á sér sína uppáhalds- persónu sem hann stendur með í gegnum þykkt og þunnt og sviptingarnar í pólitíkinni og á fréttastofunni tryggja að þriðja serían, þar sem Nyborg reynir að koma sér á framfæri í póli- tíkinni á ný eftir að hafa tapað í kosningum, er jafnfersk og sú fyrsta. Sunnudagskvöld eru sýningarkvöld RÚV á Borgen og því fylgir að matarboð, bíóferðir, leikhúsferðir og önnur sósíalísering eru ekki lengur til umræðu á Íslandi á sunnudagskvöldum. Við erum öll að horfa á Borgen eins og sunnudagskvöldsstatusar á Facebook bera ljósasta vitnið um. 4 Boss Kelsey Grammer (Frasier) sýnir á sér nýja hlið í þessum mögnuðu þáttum sem hafa hlotið mikið lof gagn- rýnenda. Hann leikur Tom Kane, borgarstjóra Chicago, sem stýrir borginni eins og herforingi. Hann svífst einskis til að halda völdum og ná árangri. En borgarstjórinn á marga óvini sem eru ávallt tilbúnir að koma höggi á hann. Hann berst einnig í laumi við illvígan og ólæknandi hrörnunarsjúkdóm sem veldur minnisleysi og gæti gert út af við stjórnmálaferil hans. Hann getur ekki treyst sínum nánustu samstarfsmönnum og jafnvel ekki sjálfum sér. Grammer á snilldar- leik í hlutverki Kanes og samspilið milli hans og nánustu samstarfs- manna, fjölskyldu, vina og óvina er ógnvekjandi og áhrifaríkt. Boss er sýndur á Stöð 2 á mánudags- kvöldum sem þar með eru einnig úr leik sem annað en sjónvarpskvöld. 1 Já, ráðherra Þættirnir Já, ráðherra og síðar Já, forsætisráðherra eru dálítið sér á parti í flóru pólitískra sjónvarpsþátta. Þeir eru breskir og hinn kaldhæðnis- legi breski húmor er nýttur til hins ýtrasta. Nigel Hawthorne fer á kostum sem ráðuneytisstjórinn Sir Humphrey Appleby sem stjórnar öllu og hefur ráðherrann Jim Hacker, sem Paul Eddington leikur, algjörlega í vasanum. Togstreitan á milli þeirra bitnar helst á ritara ráðherrans, sem leikinn er af Derek Fowlds, og er samleikur þessara þriggja eðalleikara ógleymanlegur. Þættirnir fóru í fram- leiðslu 1980 og voru sýndir á RÚV við miklar vinsældir á níunda og tíunda áratugnum. Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Baktjaldamakk og spilling Borgen og Boss eru meðal vinsælustu sjónvarpsþátta sem sýndir eru í íslensku sjónvarpi þessar vikurnar. Þeir þættir eru þó aðeins angi af stærra trendi, en svo virðist sem pólitíkusar séu hinar nýju stjörnur sjónvarpsþáttanna og hafi tekið við því hlutverki af löggum og alríkisfulltrúum. Við kíktum á nokkra þætti um pólitíkusa sem hafa notið og njóta vinsælda. WEST WING Martin Sheen glansaði í hlutverki forseta Bandaríkjanna. BOSS Kelsey Grammer fékk Golden Globe-verðlaun fyrir túlkun sína á Kane. THE WIRE Þætt- irnir sem Jón Gnarr gerði heimsfræga á Íslandi í síðustu borgarstjórnar- kosningum. BORGEN Við elskum öll Birgitte Nyborg og sam- starfsfólk hennar. HOUSE OF CARDS Kevin Spacey sýnir snilldarleik í hlutverki Francis Underwood. JÁ, RÁÐHERRA Þríeykið í ráðuneytinu er öllum ógleyman- legt. 2 West Wing Aaron Sorkin á heiðurinn af West Wing-þáttunum sem lýsa lífinu í Hvíta húsinu með dramatískum hætti. Martin Sheen leikur forseta BNA og hópur frægra leikara er í hlutverkum starfsfólks Hvíta hússins. Þættirnir voru framleiddir af NBC og sýndir á árunum 1999 til 2006 við fádæma vinsældir. Þeir voru reyndar gagnrýndir fyrir tilfinningasemi og einföldun á valdabaráttunni í bandarískri pólitík, en áhorfendum var slétt sama og þau kvöld sem RÚV sýndi þættina var messufall á mannfögnuðum á Íslandi. 5 The Wire Þættirnir The Wire urðu heimsfrægir á Íslandi eftir þau ummæli Jóns Gnarr í síðustu borgarstjórnarkosningum að hann vildi ekki mynda borgarstjórn með neinum sem ekki hefði séð þættina. Sögusviðið er Baltimore og sjónarhornið víðara en gengur og gerist í slíkum þáttum. Þar koma við sögu pólitíkusar, lögfræðingar, fjölmiðlafólk og kennarar, svo eitthvað sé nefnt. Þættirnir voru gerðir af David Simon á árunum 2002-2008, alls fimm þáttaraðir, og eru þegar orðnir nokkurs konar költ í sjónvarpsþáttageiranum. islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka auglýsir eftir umsóknum um styrki Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir verkefni á sviði umhverfismála með sérstakri áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á þessum sviðum. Heildarupphæð úthlutunar er allt að fimm milljónum króna. Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans má finna á vef Íslandsbanka. Úthlutunardagur er 18. apríl 2013 Sækja skal um á vef bankans til og með 11. apríl 2013: www.islandsbanki.is/frumkvodlasjodur Umsóknum skal fylgja, eftir því sem við á: · Greinargóð lýsing á verkefninu · Verk- og tímaáætlun · Ítarleg fjárhagsáætlun · Upplýsingar um aðra fjármögnun verkefnis · Ársreikningur · Upplýsingar um eignarhald og rekstrarform 6. House of Cards Nýjasta þáttaröðin um pólitíkusa sem fengið hefur áhorfendur til að límast við skjáinn er House of Cards. Þar leikur Kevin Spacey bandarískan þingmann, Francis Underwood, sem stefnir á forsetastólinn. Samkvæmt upplýsingum um þættina er hann einn sá alspilltasti pólitíkus sem ratað hefur á skjáinn og við Íslendingar bíðum spennt eftir að einhver sjónvarpsstöðin taki þættina til sýningar, það er að segja þau okkar sem ekki hafa þegar hlaðið þáttunum niður af Netflix eða iTunes. Ekki spillir fyrir að í öðrum aðalhlutverkum eru þau Robin Wright, Kate Maras og Corey Stoll.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.