Fréttablaðið - 23.03.2013, Page 104

Fréttablaðið - 23.03.2013, Page 104
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 68TÍMAMÓT „Það er rík hefð hér á svæðinu fyrir textíl í margs konar mynd og mark- mið okkar er að gera þá sögu sýni- lega,“ segir Jóhanna E. Pálmadóttir á Akri í Húnavatnssýslu. Hún hefur fengið það hlutverk að byggja upp lista- miðstöð textíllistamanna í Textílsetri Íslands, sem er í Kvennaskólanum, og markaðssetja hana bæði innanlands og utan fyrir sumarið. Þar eiga lista- menn, erlendir og íslenskir, að geta sótt um vist, að lágmarki í mánuð, leigt herbergi á gömlu heimavistinni og haft vinnuaðstöðu í skólanum. Reyndar hófst Jóhanna handa strax upp úr áramótum við að móta lista- miðstöðina og er búin að prufukeyra hana síðan. „Þeir sem hafa prófað eru hrifnir af þessari gömlu heimavistar- stemningu,“ segir hún og upplýsir að sex til sjö geti dvalið þar í einu. „Núna er hér veflistakona frá Kanada, Katarin Laruelle, búin að vera frá því í janúar, ein hollensk, Eveline de Lange, dvaldi hér janúarmánuð og þrír nemar, Kukul- ina, Trine og Pernille, frá textílskóla Håndarbejdes Fremme UCC í Kaup- mannahöfn líka.“ Jóhanna er framhaldsskólakennari að mennt með útsaum sem sérsvið. Er hún að kenna í listamiðstöðinni? „Ég tók þær allar í útsaumsnámskeið eitt kvöld- ið. Sú hollenska var hér bara að nota aðstöðuna. Hún elskaði myrkrið okkar og snjóinn þannig að hún vann mikið með hvítt og svart. Henni fannst æðis- legt í hvert sinn sem hríðaði, það gaf henni innblástur. Sú kanadíska hefur verið í tvenns konar vefverkefnum af ólíkum toga, annars vegar að setja upp nýja heimasíðu fyrir okkur, textilsetur. com og hins vegar að vefa í vefstól. Þar vinnur hún mikið með ljós og skugga. Hún setur upp vefina næstum með ann- arri hendinni, það er ótrúlegt að sjá hana. Við erum með svo marga vefstóla uppi við og hún skottast á milli þeirra.“ Jóhanna er nýlega komin frá Kaup- mannahöfn þar sem hún var, ásamt fleirum, að kynna íslensku ullina í sendiráði Íslands. Hún er framkvæmda- stjóri Textílsetursins í Kvennaskólan- um og þar hefur hún haldið utan um útsaum á refli með myndum úr Vatns- dælu, verkefni sem var sett af stað 2011. Fjórir metrar eru full saumaðir og tveir í viðbót langt komnir. „Verkið gengur mjög vel. Hingað mun koma hver hópur- inn eftir annan í apríl og maí, alls stað- ar að af landinu,“ upp lýsir Jóhanna og tekur fram að fólk borgi fyrir hvern klukkutíma sem það saumar. „Ég segi stundum að það sé ekkert vitlausara að borga fyrir útsaum en inn á golfvöll en sumum, sérstaklega karlmönnum, finnst það mjög slæm samlíking!“ gun@frettabladid.is Gerir sögu þráðlistar í Húnaþingi sýnilega Þekkingarsetrið á Blönduósi hefur ráðið Jóhönnu Pálmadóttur, bónda á Akri, í tímabundið starf vegna uppbyggingar textíllistamiðstöðvar í Kvennaskólanum. ÚTSAUMSKONA MEÐ MEIRU „Ég segi stundum að það sé ekkert vitlausara að borga fyrir útsaum en inn á golfvöll,“ segir Jóhanna á Akri. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu SIGRÍÐAR SALVARSDÓTTUR fyrrum húsfreyju í Vigur. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Hlíf og á öldrunardeild FSÍ, fyrir frábæra umönnun og hlýhug í hennar garð. Hafsteinn Hafliðason Iðunn Óskarsdóttir Björg Baldursdóttir Ragnheiður Baldursdóttir Óskar Óskarsson Bjarni Baldursson Salvar Baldursson Hugrún Magnúsdóttir Björn Baldursson Ingunn Ósk Sturludóttir- barnabörn og barnabarnabörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR BENEDIKTSDÓTTIR Hvassaleiti 58, Reykjavík, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. mars verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 26. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Erla Magnúsdóttir Örn Þórhallsson Guðrún S. Magnúsdóttir Jón Sveinsson Þuríður Magnúsdóttir Björn Árni Ágústsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR Skógarseli 11, Reykjavík, lést fimmtudaginn 21. mars á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 27. mars kl. 13.00. Ólafur Sigurðsson Einar Oddur Ólafsson Guðrún Hanna Ólafsdóttir Gunnar Jensen Sigurður Óli Ólafsson Björg Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA MARGRÉT ÞORGEIRSDÓTTIR lést 20. mars á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Útför fer fram frá Bústaðakirkju 27. mars kl. 13.00. Gunnar Ómar Gunnarsson Bjarndís Árnadóttir Ísabella Margrét Gunnarsdóttir Salóme Huld Gunnarsdóttir Sigurður Haraldsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS INGÓLFS ÁGÚSTSSONAR múrarameistara, Sóleyjarima 3, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Jónsdóttir Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og stuðning í veikindum og við andlát elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, STEINARS ARNAR INGIMUNDARSONAR. Sérstaklega viljum við senda innilegar þakkir til Tómasar Guðbjartssonar læknis og frábærs samstarfsfólks hans á deild 12E á LSH við Hringbraut, starfsfólki hjúkrunarþjónustunnar Karitas og líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir einstaka alúð og umhyggju. Þið eruð yndisleg. Jóna Margrét Sigurðardóttir Þór Steinarsson Hrund Steinarsdóttir Björk Steinarsdóttir Leikstjórinn James Cameron kom, sá og sigraði með Titanic á Óskarsverðlaunahá- tíðinni 1998. Mynd hans um risaskipið ósökkvandi sem sökk í jómfrúarferð sinni hafði malað gull allt árið og orðið fyrsta kvikmyndin í sögunni til þess að græða yfir einn milljarð Bandaríkjadollara í miða- sölunni. Titanic átti möguleika á að slá eitt metið enn þegar kom að Óskarsverðlaun- unum en hún var tilnefnd til fjórtán verðlauna. Metið átti Ben Húr, sem var á sínum tíma tilnefnd til tólf verðlauna og hlaut ellefu. Þar á meðal fékk Charlton Heston styttu fyrir titilhlutverkið, Hugh Griffith sem besti leikari í aukahlutverki og William Wyler fyrir leikstjórn, en auk þess var Ben Húr valin besta myndin og fékk verðlaun fyrir tæknibrellur og klippingu. Titanic fékk einnig verðlaun fyrir bestu tæknibrellur og klippingu en þar fyrir utan hirti myndin verðlaun fyrir bestu tónlistina og besta lagið, My Heart Will Go On. Þá var Titanic valin besta myndin árið 1998 og Cameron var verðlaunaður fyrir leikstjórn. Enginn leikaranna komst þó á blað en bæði Kate Winslet og Gloria Stuart misstu af verðlaunum fyrir bestan leik konu í aðal- og aukahlutverki. Titanic jafnaði því met Ben Húr en það gerði síðan líka lokakafli Hringadróttins- sögu árið 2004 og þær eru því orðnar þrjár stórmyndirnar sem hafa landað ellefu Óskarsverðlaunum. ÞETTA GERÐIST 23. MARS 1998 Titanic jafnar met Ben Húr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.