Fréttablaðið - 23.03.2013, Qupperneq 106
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 70
Fjölbreytt úrval legsteina
Frí áletrun og uppsetning
Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88
Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum)
Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði
www.granithollin.is
Sími 555 38 88
Okkar ástkæri
JÓN MÁR JÓNSSON
Austurströnd 12, Seltjarnarnesi,
andaðist 19. mars á krabbameinsdeild
Landspítalans. Útförin fer fram frá
Akraneskirkju miðvikudaginn 27. mars
kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hans er bent á
krabbameinsdeild 11E, 11B og heimahlynningu LSH.
Sigurlaug María Jónsdóttir Guðmundur Páll Magnússon
Guðrún Sigríður Jónsdóttir
Guðný Steinunn Guðjónsdóttir
Jón Magnús, Óðinn Már og Ingibjörg Guðný Guðmundsbörn
Páll Indriði Pálsson
Helgi Már Pálsson
Móðir mín,
GUÐRÍÐUR INGVARSDÓTTIR
frá Bjalla í Landsveit,
Einholti 7, Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík
fimmtudaginn 21. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ingvar Þór Magnússon
Móðir mín, amma og langamma,
GUÐRÚN HELGA JÓHANNESDÓTTIR
Setbergi 12, Þorlákshöfn,
lést mánudaginn 18. mars. Útför hennar
fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn
26. mars kl. 13.00.
Jóhanna Björg Guðmundsdóttir
Þórunn Kristín Bjarnadóttir
Guðmundur Kristján Bjarnason
Rebekka María Jóhannesdóttir
Örn Ísak Jóhannesson
og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS S. MAGNÚSSON
Lækjasmára 8, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu
Holtsbúð/Vífilsstöðum fimmtudaginn
14. mars. Jarðsungið verður frá Garðakirkju
mánudaginn 25. mars kl. 15.00.
Guðbjörg María Gunnarsdóttir
Gunnar H. Magnússon Elísabet Eyjólfsdóttir
Jón H. Magnússon
Magnús H. Magnússon Sissel S. Magnússon
afa- og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGIBJÖRG S. JÓHANNESDÓTTIR
Hrafnistu, áður Vogalandi 14,
er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Guðfríður G. Jónsdóttir
Gunnar Jónsson
Ásgerður Jóhanna Jónsdóttir Jón Ólafur Karlsson
Ingibjörg Jónsdóttir Vignir Eyþórsson
Svala Jónsdóttir Jóhann Kr. Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SVANDÍS NANNA PÉTURSDÓTTIR
frá Skáleyjum,
andaðist á deild 6B LSH Fossvogi 13. mars.
Útför hennar verður gerð frá Bústaðakirkju
mánudaginn 25. mars og hefst kl. 13.00
Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð
en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartaheill.
Júlíus Gunnar Þorgeirsson
Þorbjörg Júlíusdóttir Sigurfinnur Sigurfinnsson
Guðrún Júlíusdóttir Valdimar Tómasson
Hafsteinn Júlíusson Sigríður Jörundsdóttir
Pétur Júlíusson Anna Ágústa Karlsdóttir
Ástríður Júlíusdóttir Magnús Jónasson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ÓLAFSSON
Fagurgerði 5, Selfossi,
lést sunnudaginn 17. mars. Útförin fer fram
frá Selfosskirkju þriðjudaginn 26. mars
kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á dagdvölina Vinaminni á Selfossi,
reikn.nr. 0152-15-370676 kt. 650598-2029.
Ólöf E. Árnadóttir
Steingerður Jónsdóttir Örlygur Karlsson
Ólafur Jónsson
Skafti Jónsson Bente Nielsen
barnabörn og barnabarnabörn.
„Við höfum alltaf reynt að
taka eitthvert þema fyrir á
vorin og ákváðum að velja
Gúttó núna. Þetta er rosa
stuð,“ segir Steingrímur
Rúnar Guðmundsson, for-
maður Litla leikklúbbsins
á Ísafirði um söngsýningu
sem frumsýnd verður í
Edinborgarhúsinu í kvöld.
Þar er saga Gúttó á Ísafirði
rifjuð upp á fjörugan hátt í
tali og tónum.
„Gúttó er auðvitað gamalt
stúkuhús en edrúmennsk-
an og sukkið réðu þar ríkj-
um til skiptis,“ segir Stein-
grímur. „Lengi vel var það
eini dansstaður bæjarbúa.
Við settumst niður með
fólki sem hafði spilað þar
og sungið, fengum sögur og
fullt af lagalistum sem við
flettum í gegnum og völd-
um úr. Svo var sest niður og
skrifuð leikgerð.“
Sagan gerist að hluta til
á rakarastofu í bænum að
sögn Steingríms. Þar rifja
menn upp fjörið í Gúttó og
slagsmálin í portinu og döm-
unum úr húsmæðraskóla
staðarins bregður fyrir.
Alls standa um 35 manns
á aldrinum 17 til 72 ára að
sýningunni á fjölum Edin-
borgarhússins. Þar er sex
manna hljómsveit, Gúttó-
bandið ásamt söngvurum,
leikurum og dönsurum og
andi hljómsveita eins og BG
og Ingibjörg og Ásgeir og
félagar svífur yfir vötnum.
gun@frettabladid.is
Fjörið í Gúttó og
slagsmálin í portinu
Söngsýningin Gúttó – hlegið dátt og
dansað dátt í 40 ár – er sýnd í Edinborgar-
húsinu á Ísafi rði í kvöld klukkan 21. Hún
verður á fj ölum fram yfi r páska.
ÞAU ERU AÐ FARA Á BALL
Helga Sigríður Hjálmarsdóttir
og Hlöðver Pálsson í hlutverkum
sínum. MYND/BENEDIKT HERMANNSSON
„Það eru um 40 ár frá því bókin um
Emil kom út í íslenskri þýðingu Vil-
borgar Dagbjartsdóttur og Böðv-
ars Guðmundssonar, 35 og 36 ár frá
útkomu platnanna og svo las ég í
Fréttablaðinu að enduruppgert Katt-
holt yrði opnað í Wimmerby á þessu
ári. Það er full ástæða til að fagna og
skemmta sér með því að rifja upp kynn-
in við Emil og Ídu systur hans, pabba
Emils og mömmu, Alfreð vinnumann
og Línu vinnukonu og síðast en ekki
síst öll skammarstrikin hans Emils,“
segir Helga E. Jónsdóttir leikstjóri.
Hún stjórnar fjölskylduskemmtun í
Hannesar holti við Grundarstíg í dag.
Helga leikstýrði báðum plötunum um
Emil á sínum tíma og var líka sögu-
maður á þeim. „Plöturnar hafa selst í
mörg þúsund eintökum og eru því gull-
plötur. Því ætlum við að afhenda átta
gullplötuskildi í dag,“ lýsir hún.
Vilborg Dagbjartsdóttir mun segja
nokkur orð á samkomunni og auk henn-
ar koma að dagskránni þau Arnar Jóns-
son, Árni Tryggvason, Helgi Hjörv-
ar, Margrét Örnólfsdóttir, Sigrún
Hjálmtýs dóttir og Þóra Friðriksdóttir,
sem öll léku og sungu á fyrstu plötunni.
Þá taka Guðrún Alfreðsdóttir, sem var
Lína, vinnukona, á seinni plötunni og
Þórhallur Sigurðsson, sem leikstýrði
Emil í Kattholti í Þjóðleikhúsinu, þátt.
Halldór Arnarson, tónlistarmaður sér
um undirleik. Tvö börn, Helga Finn-
borg Oddsdóttir og Hringur Oddsson,
lesa og syngja hlutverk Emils og Ídu
og Margrét Friðriksdóttir verður hífð
upp í flaggstöngina, þau eru öll barna-
börn Helgu. „Ég er með fjölskylduna
í þessu,“ segir hún glaðlega. „Uppi á
gamla þurrkloftinu í Hannesarholti
verður svo leynigestur sem krakkarnir
gætu haft gaman af að kynnast.“
Allir krakkar, pabbar og mömmur,
afar og ömmur, frændur og frænkur á
öllum aldri eru hjartanlega velkomin
en sætafjöldi er takmarkaður, að sögn
Helgu. Aðgangseyrir er 2000 fyrir full-
orðna en ókeypis er fyrir börn.
gun@frettabladid.is
Emil í Kattholti á
Íslandi í fj örutíu ár
Hátíð til heiðurs Emil í Kattholti verður í haldin í menningarhúsinu Hannesarholti að
Grundarstíg 10 í dag klukkan 15. Þar verða átta gullplötur afh entar.
SAMLESTUR Arnar Jónsson flaggstöng sem Margrét Friðriksdóttir hefur verið hífð upp í. Hringur og Finnborg Oddsbörn lesa hlutverk Emils og
Ídu, aftan við þau eru móðir þeirra Margrét Örnólfsdóttir sem lék Ídu á plötunum og Helgi Hjörvar sem fór með hlutverk Emils á fyrri plötunni.
Þórhallur Sigurðsson leikstjóri fylgist með. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI
HELGA JÓNSDÓTTIR Plöturnar um Emil
hafa selst í þúsundum eintaka og eru löngu
orðnar gullplötur.