Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 136
Ég fór að hafa áhuga á þessum frænda
mínum þegar hann fór að hafa áhuga á
leiklist, hef fylgst með honum og reynt
að vera honum innan handar alla tíð.
Þetta er harður heimur sem hann er í en
hann er metnaðarfullur og fullur af orku.
Svo kynntist hann yndislegri
konu og nú eiga þau von
á barni svo það er mikill
spenningur.
Herdís Þorvalds-
dóttir, leikkona og
ömmusystir
Ég var búinn að vera einkabarn í sex ár
þegar Darri kom til sögunnar, síbrosandi
og kátur, og tók alla athyglina. Ég var ekk-
ert alveg að kaupa hann í byrjun, fannst
hann svolítið eins og kúkurinn í lauginni.
Hann erfði allt önnur gen en ég. Ég var
alltaf að smíða en hann var í
listunum og vissi ekki hvern-
ig hamar átti að snúa. Svo
urðum við mjög góðir vinir.
Ingólfur Már, húsasmiður,
lögreglumaður og eldri
bróðir
Snævar Darri
Ingólfsson
leikari
UNNUSTA Michelle Darlene.
Þau eiga von á sínu fyrsta barni.
FORELDRAR Ingólfur Sigurðsson
og María Erla Másdóttir.
SYSTKINI Ingólfur Már Ingólfsson
og Kara Ingólfsdóttir.
Darri býr í Bandaríkjunum og starfar þar
við leiklist. Hann mun á næstunni takast á
við nokkuð stórt hlutverk í áttundu seríu
sjónvarpsþáttanna Dexter, en talið er að
hann muni leika forngripasala sem verður
kærasti nágranna Dexters.
Við Darri höfum þekkst frá eins árs aldri
og fiktuðum við ýmislegt í æsku; flugelda,
túttubyssur og fleira. Darri hefur elju og
metnað til að láta hluti gerast og taka þá
skrefinu lengra en margir aðrir. Það
gilti líka um tónlist. Ég var
búinn að læra á gítar í þrjú
ár en þegar hann byrjaði að
spila varð hann betri en ég á
einum degi.
Bergsteinn Þorsteins-
son, húsasmiður og
æskuvinur
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
NÆRMYND
Margt smátt ...
fylgir blaðinu
í dag!