Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 1

Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 18 Sérblaðið Fólk tekur þátt í átakinu Grænn apríl. Markmiðið er að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálf- bæra framtíð á Íslandi. Lumar þú á grænni þjónustu, vöru og/eða þekkingu, sem allt of fáir vita um? Þá er Grænn apríl eitthvað fyrir þig. Vinsælu Lindon buxurnar komnar aftur. Margir litir Tvær síddir Stærði 34 TILBOÐ – TILBOÐ – TILBOÐ – TILBOÐ Teg CORNELIA - áður kr. 8.680,- NÚ KR. 5.900,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.Laugardaga frá kl. 10-14 ER Í VELÚR SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 4. apríl 2013 78. tölublað 13. árgangur Smáforrit fyrir smáfólk Tvær konur í fæðingarorlofi hafa hannað smáforrit sem eflir þroska barna og skemmtir þeim um leið. Hægt er að nota forritin á netinu og í snjallsímum. 2 Vilja kanna kosti tálbeitu Nefnd á vegum Alþingis leggur til að lögreglan fái meira fé til rannsókna á kynferðis- brotum gegn börnum. Þá verði lagt mat á kosti og galla tálbeita við rann- sókn kynferðisbrota. 4 Ákveða sig seint Nær helmingur kjósenda ákvað hvað hann ætlaði að kjósa viku fyrir síðustu kosningar. 6 Undirbúningur fyrir skjálfta Mikilvægt er að ganga frá heimilum þannig að sem fæst geti hrunið í jarðskjálfta. 12 SKOÐUN Daglega eru 39 þúsund stúlkur gefnar í hjónaband, skrifar Inga Dóra Pétursdóttir hjá UN Women. 22 MENNING Fjölbreytni er styrkleiki Listahátíðar, segir Hanna Styrmis- dóttir, listrænn stjórnandi. 36 SPORT Strákarnir okkar unnu magn- aðan sigur á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í gær. 48 útsalaVor 3.–9. apríl Opið til 21 í kvöld STJÓRNSÝSLA „Mér líður stundum eins og ég sé að ganga inn í forn- öld þegar ég kem í vinnuna,“ segir hún. „Við erum alltaf að átta okkur betur á því hversu mikið verk við eigum fyrir höndum,“ segir Sólveig J. Guðmundsdóttir, forstöðumaður Þjóðskrár Íslands. Tölvukerfi þjóðskrár byggja á tölvukerfi frá árinu 1986 sem gerir það að verkum að breytingar innan kerfisins eru illmögulegar, seinvirkar og dýrar. Sólveig segir stofnunina vart geta sinnt lög- bundnu hlutverki sínu lengur þar sem samfélagsgerðin hafi breyst svo mjög síðan tölvukerfið var sett á fyrir tæpum þrjátíu árum. „Það tölvukerfi rúmaði til að mynda einungis 31 stafabil í nafni og þannig er staðan enn í dag,“ segir hún. „Það hefur ekkert gerst síðan þá. Við getum til að mynda ekki staðist kröfur Hagstofunn- ar og þurfum oft að láta hana fá frumrit af gögnum sem liggja hér í hrúgum. Auðvitað ættum við að vera að senda þeim töflur á tölvu- tæku formi.“ Sólveig segir nýja heildarlöggjöf vanta um skrána miðað við sam- félagið í dag. „Lögheimilislögin þurfa algjöra endurskoðun út frá samfélaginu sem við búum í. Þá þarf að taka mið af breyttu fjöl- skyldumynstri, taka inn skráningu blóðforeldra og forsjármanna út frá öðrum forsendum en lögheim- ilinu eingöngu.“ Verkefnið sem stofnunin stendur frammi fyrir er dýrt og fjármagn af skornum skammti. Án þess að nákvæm kostnaðargreining liggi fyrir sé ljóst að nýtt kerfi kosti mörg hundruð milljónir króna. „Við getum ekkert gert við núver- andi kerfi, það er fullreynt.“ Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segist hafa fullan skilning á vanda þjóðskrár og ætlar að beita sér fyrir auknu fé til stofnunar- innar á næsta kjörtímabili. „Það hefur ekki verið alltaf sá skilningur sem við hefðum viljað frá fjárveitingavaldinu, því við skulum ekki gleyma því að þegar þjóðskrá er annars vegar þá bygg- ir hún sínar tekjur á alls kyns not- endagjöldum sem þó eru háð sam- þykki ríkisvaldsins,“ segir hann. Ráðherra bætir við að nauðsyn- legt sé að horfa til margra Evrópu- landa þar sem gífurlegum fjár- munum sé varið í tölvukerfi til að auka sparnað og öryggi notenda. - sv / sjá síðu 10 Þjóðskráin aftan úr fornöld Forstöðumanni þjóðskrár finnst hún ganga inn í fornöld þegar hún kemur til vinnu á morgnana. Brýnt sé að skipta út 30 ára tölvukerfi svo stofnunin geti sinnt hlutverki sínu. Innanríkisráðherra ætlar að beita sér í málinu. ■ Nafn fólks getur ekki rúmað meira en 31 stafabil ■ Blóðtengsl barna og lífforeldra eru ekki skráð ■ Vensl við lögforeldra eru ekki skráð ■ Forsjá barna er ekki skráð ■ Skráning fólks niður á íbúðir í fjölbýlishúsum er ekki fyrir hendi ■ Upplýsingar um hjónavígslur, andlát og forsjá þarf að færa inn handvirkt ENDURSPEGLAR EKKI RAUNVERULEIKANN Bolungarvík 5° A 4 Akureyri 3° NA 3 Egilsstaðir 4° NA 2 Kirkjubæjarkl. 6° N 2 Reykjavík 8° SA 3 HÆGVIÐRI Í dag verður yfirleitt hæglætis veður. Skýjað og slydda eða él norðan til en bjart syðra. Hiti 0-10 stig, en kólnar smám saman. 4 LEIKLIST „Ég verð staðgengill móður minnar í þeim sýning- um sem eftir eru á leikritinu Karma fyrir fugla,“ segir Tinna Gunnlaugs dóttir þjóðleikhússtjóri, en móðir hennar, Herdís Þorvalds- dóttir leikkona, sem féll frá um síðustu helgi, fór með hlutverk í því verki. Það er sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu, og þar stóð Her- dís sína plikt á sviðinu aðeins viku fyrir andlátið. Tinna kveðst hafa gert samning áður en sýningar á Karma fyrir fugla hófust, bæði við leik stjórann Kristínu Jóhannesdóttur og við móður sína, um að vera staðgengill ef til þess kæmi að móðir hennar forfallaðist af einhverjum orsök- um á sýningartímanum. „Ég gaf loforð sem ég get ekki svikið,“ segir hún. Karma fyrir fugla er íslenskt verk, í senn ljóðrænt og sálfræðilegt. Það fjallar um afleiðingar ofbeldis, heljartök fortíðarinnar á sálinni, rang- læti og fegurð. Þar koma fram nokkrar konur á ýmsum aldri og var Her- dís þeirra elst, en hún var á nítugasta aldurs- ári þegar hún lést. - gun MÆÐGUR Tinna Gunnlaugs dóttir tekur við hlutverki móður sinnar, Herdísar Þorvalds dóttur, í Karma fyrir fugla. Tinna þjóðleikhússtjóri hét Herdísi Þorvaldsdóttur að hlaupa í skarðið: Stígur á svið fyrir móður sína SAMFÉLAGSMÁL Alls leituðu 22 til Stígamóta í fyrra eftir að hafa verið byrlað ólyfjan og verið nauðgað í kjölfarið. Það eru fleiri tilvik en nokkru sinni fyrr. Þetta kemur fram í nýrri árs- skýrslu Stíga- móta, sem kynnt var í gær. „Við erum að tala um mjög gróft ofbeldi þegar menn eru farnir að skipu- leggja verkn- aðinn líkt og í þessum brotum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Ég einangraði mig og er enn að vinna úr mínum málum í dag. Það er verst að vita ekki neitt. Heldur hafa bara á tilfinning- unni að eitthvað hræðilegt hafi gerst,“ segir kona sem varð fyrir lyfjanauðgun í samtali við Frétta- blaðið. - mlþ / sjá síðu 8 Met hjá Stígamótum: 22 urðu fyrir lyfjanauðgun GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Á HEIMLEIÐ „Við keyptum tvær svona kerrur notaðar á Bland.is,“ segir Eva-Charlotte Hänsel, dagmamma á gæsluvellinum við Njálsgötu, sem notast við stórar kerrur þegar fara þarf með krakkana í göngutúra og koma þeim til og frá leikvöllum. „Við erum nefnilega með svo lítinn leikvöll á Njálsgötunni. Krökkunum finnst þessi ferðalög mjög skemmtileg,“ segir Eva. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.