Fréttablaðið - 04.04.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.04.2013, Blaðsíða 48
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING TÓNLIST | 40 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. 28.3.2013 ➜ 3.4.2013 LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Lag 1 Pink / Nate Ruess Just Give Me a Reason 2 Philip Phillips Gone, Gone, Gone 3 Ragnar Bjarnason / Lay Low Þannig týnist tíminn 4 Sin Fang Young Boys 5 Bastille Pompeii 6 Sálin hans Jóns míns Fetum nýja slóð 7 Justin Timberlake Mirrors 8 Ásgeir Trausti Nýfallið regn 9 Jónas Sigurðsson Fortíðarþrá 10 Christina Ag. / Blake Shelton Just a Fool Sæti Flytjandi Plata 1 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 2 John Grant Pale Green Ghosts 3 Retro Stefson Retro Stefson 4 David Bowie The Next Day 5 Jónas Sigurðsson Þar sem himin ber við haf 6 Of Monsters and Men My Head Is an Animal 7 Raggi Bjarna Dúettar 8 Valdimar Um stund 9 Skálmöld Börn Loka 10 Hjaltalín Enter 4 Sigur Rós - Valtari Film Experiment Grúska Babúska - Grúska Babúska Justin Timberlake - The 20/20 Experience Í spilaranum Sænski elektródúettinn The Knife gefur út sína fyrstu plötu í sjö ár, Shaking the Habitual, eftir helgi. Tónlistaráhugamenn hafa marg- ir hverjir beðið hennar með mikilli eftirvæntingu, enda hlaut sú síð- asta, Silent Shout, frábæra dóma og vefsíðan Pitchfork setti hana í efsta sæti yfir plötur ársins 2006. The Knife var stofnuð í Gauta- borg árið 1999 og er skipuð systk- inunum Karin Dreijer Andersson og Olof Dreijer. Hljómsveitin vakti fyrst alþjóðlega athygli eftir að José González bjó til eigin útgáfu af lagi þeirra Heartbeats og setti á plötu sína Veneer árið 2003. Ábreið- an var notuð í auglýsingu frá Sony. Þrátt fyrir að vera á móti alls kyns auglýsingamennsku réttlættu systkinin sölu lagsins með því að þau þurftu á upphæðinni að halda til að smíða sitt eigið hljóðver. Núna reka þau sitt eigið útgáfu fyrirtæki, Rabid Records. Karin og Olof eru feimin með afbrigðum og spiluðu ekki opin- berlega á tónleikum fyrr en 2006 Engar málamiðlanir Systkinadúettinn The Knife gefur út sína fyrstu plötu í sjö ár eft ir helgi. Á TÓNLEIKUM Karin Dreijer á tónleikum í Þýskalandi árið 2009 ásamt norsku hljómsveitinni Röyksopp. NORDICPHOTOS/GETTY Eitt af því sem Hróarskeldufarar þessa árs verða sviknir um eru tónleikar með Kaliforníudúóinu Foxygen og líklegt að einhver hluti téðs tónlistar- áhugafólks hafi rekið upp harmakvein þegar eftirfarandi fréttatilkynning barst frá bandinu í vikunni. „Við verðum að aflýsa öllum tónleikum okkar í Evrópu í maí og júní, þar á meðal festivölum. Við biðjum aðdáendur okkar og stuðningsfólk í Evrópu afsökunar. Við vitum að þessi ákvörðun pirrar þá sem ætluðu að halda tónleikana og kaupa miða á þá. Við fullvissum ykkur þó um að þegar öllu er á botninn hvolft verður þetta til að efla þroska og heilsu hljómsveitar- innar.“ Burtséð frá miður skáldlegum klifunum verðum við að vonast til að ekki sé um mjög alvarleg vandamál að ræða hjá þeim Jonathan Rado og Sam France, sem stofnuðu Foxygen sem táningar (aldurinn útskýrir kannski hroðalegt hljómsveitarnafnið) í Westlake fyrir átta árum. Fyrsta „alvöru“ platan þeirra, Take the Kids Off Broadway, sem kom út síðasta sumar, vakti á þeim væga athygli. Sú nýjasta, hin nokkurra vikna gamla We Are the 21st Century Ambassadors of Peace & Magic, hefur hins vegar farið eins og eldur í sinu um indíheiminn og er þess eðlis að Rás 2, Bylgjan, X-ið og FM957 gætu allar sameinast um að spila hana í drep. Hljóðheimur Foxygen byggir að langmestu leyti á vandlega íhuguðum áhrifum frá sjöunda áratugnum (sem ætti undir venjulegum kringum- stæðum að nægja til þess að fjöldinn allur af pælurum, minnugir síðari tíma Oasis, grípi til bareflis) en tvíeykinu tekst á einhvern hrífandi hátt að fá Bítla-, Kinks- og Zombies-tilvísanirnar til að ganga upp og sneiða hjá lúðaskap. Afar hressandi, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, svona í blásumarbyrjun. Áhugasamir gætu gert margt vitlausara en að hlýða á fyrsta smáskífulagið Shuggie, hinn dáleiðandi slagara San Francisco eða Stóns-skotna óðinn No Destruction og fjárfesta svo í gripnum, sem verður örugglega með þeim eigulegustu sem koma út árið 2013. Sólþurrkuð sixtísáhrif TÓNNINN GEFINN Kjartan Guðmundsson til að kynna Silent Shout. Fram að því hafði þeim fundist erfitt að koma rafrænni tónlistinni til skila á áhugaverðan hátt uppi á sviði. Systkinin koma yfirhöfuð sjald- an fram opinberlega og á flestum kynningarljósmyndum sínum eru þau með grímu fyrir andlitun- um. The Knife hefur unnið fjölda sænskra tónlistarverðlauna en aldrei mætt til að veita þeim við- töku. Auk fjögurra hljómplata The Knife hafa systkinin gefið út hvort í sínu lagi. Karin gaf árið 2009 út sólóplötu sem Fever Ray og Olof bjó til nokkrar EP-plötur um svip- að leyti undir nafninu Oni Ahyun. Fyrsta smáskífulag Shaking the Habitual var hið níu mínútna langa, myrka og taktfasta Full of Fire. Yfirbragðið á smáskífulagi númer tvö, A Tooth for an Eye, er öllu létt- ara. Dómar um plötuna hafa verið jákvæðir. Uncut gefur henni 9 af 10 í einkunn og Clash 8 af 10. Gagnrýnandi BBC er einnig yfir sig hrifinn: „Plötur verða ekki meira ögrandi, grimmar og lausar við málamiðlanir eins og Shaking the Habitual,“ segir hann og bætir við að það muni taka langan tíma að melta hana. „Shaking the Habitual er öðruvísi en allt annað en það er erfitt að finna eitthvað eins svaka- lega hressandi.“ freyr@frettabladid.is Feimni The Knife við tónleikahald virðist vera úr sögunni því fjöldi tónleika víða um heim er fyrirhugaður til að fylgja nýju plötunni eftir. Þeir fyrstu verða í Bremen í Þýskalandi 26. apríl. Í sumar og haust spilar sveitin svo á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal Øya-hátíðinni í Noregi og á Bestival í Bretlandi. Fjöldi tónleika fram undan Kortið gildir í líkamsrækt, hóptíma og sund í Sundlaug Kópavogs og líkamsrækt og sund í Salalaug. Sundlaug Kópavogs / sími 570 0470 Íþróttamiðstöð Versalir / sími 570 0480 www.acticgym.is Aðgangur að hóptímum er innfalinn í verði korts Í LÍKA MSRÆ KT O G SU ND Á AÐ EINS 33.9 90 K R.ÁRS KORT Dans og fjör með Zumba kennurum Spinning Jóga Core Flotta kr onur Morgunpuð Hádegispuð Morgunhressing Stöðvarþjálfun Nýtt! Hóptímar í Sundlaug Kópavogs Tækjakennsla með þjálfara innifalin í verði korts Tilboðshelgi 4.-7. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.