Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 58

Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 58
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50 FÓTBOLTI Þó svo að David James sé orðinn 42 ára gamall og kom- inn af léttasta skeiðinu sem knattspyrnumaður er koma hans til ÍBV einhver merkustu tíðindi í íslensku knattspyrnulífi í mörg ár. James hefur verið einn þekkt- asti knattspyrnumaður Breta undanfarin ár enda á hann að baki 25 ára atvinnumannaferil og meira en 50 leiki með enska landsliðinu. Ekki eru nema þrjú ár síðan að James varð aðal- markvörður enska landsliðins á HM í Suður-Afríku. „Þetta er flott fyrir okkur og fyrir íslenskan fótbolta,“ sagði Óskar Örn Ólafsson, formað- ur meistaraflokksráðs ÍBV, við Fréttablaðið í gær. Hann sagði að það hefði ekki þurft mikið til að fá James hingað til lands, né heldur væri félagið að borga honum ofurlaun. „Hann var alla tíð jákvæð- ur gagnvart því að koma. Hann þurfti bara að ganga frá sínum málum fyrst í Englandi áður en hann gat samið við okkur. Hann heillaðist strax af landinu og var spenntur fyrir því að koma,“ segir Óskar. Tengsl James við ÍBV eru fyrst og síðast tilkomin vegna Hermanns Hreiðarssonar, þjálf- ara ÍBV. Hermann var samherji James hjá Portsmouth á sínum tíma og saman urðu þeir enskir bikarmeistarar árið 2008. Óskar segir að ævintýraþrá James hafi ráðið mestu um að hann ákvað að koma. „Hann kemur ekki hing- að vegna launanna og ég vildi reyndar óska þess að allir leik- menn væru á sömu launum og hann. Þá værum við í góðum málum.“ Auk þess að eiga langan og gæfuríkan knattspyrnuferil að baki hefur James tekið að sér fyrirsætustörf, til að mynda fyrir Giorgio Armani og H&M, sem og að sinna hinum ýmsum góðgerðarmálefnum. Fyrir það fékk hann MBE-tign bresku krúnunnar árið 2012. eirikur@frettabladid.is David James í aldarfj órðung David James spilaði með enska landsliðinu á HM fyrir aðeins þremur árum síðan. Hann er nú kominn í ÍBV og spilar hér á landi í sumar. Hann á 25 ára feril að baki og er næstleikjahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi . ASTON VILLA 1999-2001 Stoppaði við í tvö ár í Birmingham og átti stóran þátt í því að liðið komst í úrslit ensku bikarkeppninnar árið 2000, þar sem Aston Villa tapaði fyrir Chelsea. James gerði mistök í sigurmarki þeirra blá- klæddu og ári síðar var hann seldur til West Ham fyrir 3,5 milljónir punda. WEST HAM 2001-04 James féll með West Ham úr ensku úrvalsdeildinni árið 2003 en hélt tryggð við liðið og spilaði með liðinu í B-deildinni ári síðar. Hann hélt engu að síður sæti sínu í enska landsliðinu sem þótti óalgengt en í janúar árið 2004 var hann seldur til Manchester City þar sem hann gerðist arftaki David Seaman. Kaupverðið var óuppgefið. MANCHESTER CITY 2004-06 Kom við í Manchester í tvö ár en óskaði þess að fara til að vera nær börnum sínum sem bjuggu í Lundúnum. Hann var svo seldur til Portsmouth fyrir 1,2 milljónir punda í ágúst árið 2006. PORTSMOUTH 2006-10 Hátindur dvalarinnar hjá Portsmouth var enski bikarmeistaratitillinn sem félagið vann árið 2008. Þar voru hann og Hermann Hreiðarsson samherjar en ávöxtur þess samstarfs er koma James til ÍBV nú. Árið 2007 varð hann sá markvörður sem hefur oftast haldið hreinu í ensku úrvalsdeildinni en það gerði hans alls 170 sinnum á ferlinum og stendur met hans enn í dag. James bætti svo met Gary Speed og varð leikjahæsti leikmaður ensku úrvals deildarinnar frá upphafi árið 2009. Síðan þá hefur Ryan Giggs tekið fram úr honum og er James næstleikjahæstur frá upphafi með 572 leiki. BOURNEMOUTH 2012-13 James samdi við félagið í lok september síðastliðins og spilaði alls nítjan leiki með liðinu. Hann samdi um starfslok í síðasta mánuði til að geta gengið til liðs við ÍBV. BRISTOL CITY 2010-12 James samdi við enska B-deildarliðið Bristol City á 37 ára afmælis- degi sínum og endaði á því að spila alls 81 leik með liðinu. Þar spilaði hann sinn 900. leik á ferlinum. HM 2010 David James spilaði alls 53 A-landsleiki fyrir England og var aðal- markvörður liðsins á bæði EM 2004 og HM 2010. Hann byrjaði reyndar á bekknum á HM í Suður-Afríku en vann sér sæti í byrjunarliðinu á kostnað Robert Green, sem gerði slæm mistök í fyrsta leik Englands í keppninni. James hélt hreinu gegn Alsír þann 18. júní 2010, en það var hans fyrsti leikur á HM. James var þá 39 ára gamall og varð þar með elsti leikmaður sögunnar til að þreyta frumraun sína á HM. Eng- land féll svo úr leik eftir 4-1 tap fyrir Þýskalandi í 16 liða úrslitum. ÓFEIMINN VIÐ MYNDAVÉLINA James árið 1990 en þá er hann að stíga sín fyrstu skref með Watford. Hann hefur reglulega sinnt fyrirsætustörfum sam- hliða boltasparkinu, til að mynda fyrir H&M og Giorgio Armani. WATFORD 1988-92 James hóf atvinnu- mannaferilinn hja æskufélaginu Wat- ford fyrir 25 árum og spilaði sinn fyrsta deildarleik í upphafi leiktíðarinnar 1990. Hann hélt sæti sínu allt tímabilið og var valinn leikmaður ársins hjá Watford. Hann vakti athygli stórliðsins Liverpool sem keypti hann á 1,25 milljónir punda. LIVERPOOL 1992-99 James spilaði meira en 200 leiki með Liverpool og var lengst af aðalmarkvörður liðsins í sjö ár. Hann var þó oft mistækur og var seldur til Aston Villa sumarið 1999 fyrir 1,8 milljón punda. James vann enska deildarbikarinn með Liverpool árið 1995 en tapaði fyrir Manchester United í úrslitum ensku bikar- keppninnar ári síðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.