Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 40
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og bróður,
SIGURÐAR KONRÁÐS HAUKSSONAR
sem lést á líknardeild LSH sunnudaginn
24. mars fer fram frá Bústaðakirkju
á morgun, föstudaginn 5. apríl kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björk Helgadóttir
Arna Björk Sigurðardóttir Aron Morthens
Magnús Haukur Sigurðarson
og systkini hins látna.
Elskulegur sonur okkar, bróðir,
mágur og frændi,
ÞRÖSTUR ÞÓRISSON
Hafnarstræti 8,
Ísafirði,
sem lést sunnudaginn 24. mars, verður
jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
6. apríl kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Björgunarfélag Ísafjarðar. Þökkum auðsýnda samúð.
Þórir Þrastarson Ragnheiður H. Davíðsson
Hulda Ösp Þórisdóttir Kristinn Óli Hallsson
og börn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐBJÖRG LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR
DÚDDÝ
Kleppsvegi 2, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
í Reykjavík föstudaginn 5. apríl kl. 13.00.
Bragi Guðmundur Kristjánsson Erna Eiríksdóttir
María Anna Kristjánsdóttir Jesús S.H. Potenciano
barnabörn og barnabarnabörn.
Fjölbreytt úrval legsteina
Frí áletrun og uppsetning
Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88
Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum)
Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði
www.granithollin.is
Sími 555 38 88
Elsku mamma, tengdamóðir og amma,
UNNUR MARÍA HJÁLMARSDÓTTIR
Klettaborg 12, Akureyri,
lést mánudaginn 1. apríl á Sjúkrahúsinu
á Akureyri. Útförin verður frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 12. apríl kl. 13.30. Þeim sem
vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð
Sjúkrahússins á Akureyri.
Tryggvi Jóhannsson
Hafdís Jóhannsdóttir Jósef G. Kristjánsson
Heiðrún Jóhannsdóttir Skarphéðinn Leifsson
Helgi Jóhannsson
Daníel Jóhannsson Kristín Hjálmarsdóttir
Sólveig Eyfeld
og barnabörn.
Okkar ástkæri faðir,
HANNES GUÐMUNDSSON
fv. sendifulltrúi,
Hæðargarði 33 (áður Laugarásvegi 64),
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 27. mars sl., verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 5. apríl kl. 15.00.
Edda Hannesdóttir
Gerður Hannesdóttir
Guðrún Hannesdóttir
Ragnhildur Hannesdóttir
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SÓLVEIG MARÍA BJÖRNSDÓTTIR
lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
26. mars síðastliðinn. Útför hennar fer fram
frá Hveragerðiskirkju í dag fimmtudaginn
4. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði.
Lúðvík Duke Wdowiak
Barbara Wdowiak Einar Pálmi Jóhannsson
Terry Wdowiak Juan Marquez
Gunnar Bill Björnsson Sigrún Guðmundsdóttir
Þorgeir Sigurður Þorgeirsson Karina (Chaika) Þorgeirsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir,
afi og langafi,
KRISTINN ÞORLEIFSSON
áður Bárugötu 6, Dalvík,
lést á dvalarheimili aldraðra Dalbæ
þann 1. apríl. Útför auglýst síðar.
Össur Kristinsson Berglind Andrésdóttir
Birgir, Björg og Sigrún Össurarbörn og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA ÓSKARSDÓTTIR
Þórðarsveig 1, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 2. apríl. Útför hennar fer
fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn
10. apríl kl. 13.00.
Guðbjörg Sigríður Pétursdóttir Guðjón Gunnlaugsson
Berglind Rós Pétursdóttir Eyjólfur Björgmundsson
Margrét Lára Pétursdóttir
Þorsteinn Pétursson Sveinfríður Ólafsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
SJÓNRÆN SÝNING Gler og speglar mynda umgjörð fuglasýningar sem verður opnuð í Safnhúsi Borgarfjarðar á morgun. MYNDIR/ÚR EINKAEIGN
„Á sýningunni viljum við
leggja áherslu á mikilvægi
verndunarbúsvæða fugla í
alþjóðlegu samhengi, því fugl-
arnir tengja jú saman heim-
inn,“ segir Guðrún Jónsdótt-
ir, forstöðumaður í Safnhúsi
Borgarfjarðar í Borgarnesi.
Sýningin Ævintýri fuglanna
verður opnuð þar á morgun,
en um er að ræða óvenjulega
sýningu þar sem þemað er farflugið
en efniviðurinn kemur úr Náttúru-
gripasafni Borgarfjarðar. „Það safn er
alveg stórmerkilegt í heild sinni. Þar
eru til um 350 uppstoppaðir fuglar og
eru þeir aðallega eftir tvo uppstopp-
ara sem voru mikið virkir á síðustu
öld. Það eru þeir Jón Guðmundsson og
Kristján Geirmundsson sem báðir eru
annálaðir fyrir að vera vandaðir verk-
menn og listamenn miklir,“ segir Guð-
rún. Elsti gripur safnsins er egg sem
var tekið í Grímsey árið 1906 og elsti
fuglinn er frá 1940.
Það er Snorri Freyr Hilm-
arsson sem hannar útlitið
á sýningunni og segir Guð-
rún hann hafa fengið algjör-
lega frjálsar hendur við það.
„Snorri er algjör fagmaður og
mikill listamaður. Hann vinn-
ur mikið með það sjónræna og
notar það til að vekja þá sem
á sýninguna koma. Um leið og
gengið er inn er sú krafa gerð á
gestinn að hann þurfi að skerpa skiln-
ingarvitin og átta sig á umhverfi sínu,“
segir Guðrún en umgjörð sýningarinn-
ar er úr speglum og gleri, sem eykur
upplifunina og kallar fram hugsun um
töfra víðáttunnar.
Það var Steingrímur Þorvaldsson
leiktjaldamálari sem sá um mynd-
skreytingu, en veggir sýningarinnar
eru handmálaðir til að skapa ævintýra-
legt yfirbragð. „Þar er að finna mikla
fræðslu líka. Til dæmis er þar hægt
að fræðast um ferðir kríunnar. Hún
vegur 100 grömm og þær kríur sem
ná þrítugsaldri, sem margar þeirra ná,
fljúga jafn mikið á lífsleiðinni og sam-
svarar ferðinni til tunglsins þrisvar
sinnum, fram og til baka. Svona ævin-
týralegar upplýsingar eru til dæmis
líklegar til að vekja áhuga krakka sem
hingað koma,“ segir Guðrún að lokum.
tinna@frettabladid.is
Kalla fram hugsun um
töfra víðáttunnar
Sýningin Ævintýri fuglanna verður opnuð í Safnhúsi Borgarfj arðar á morgun. Elsti
gripurinn á sýningunni er egg frá árinu 1906 og elsti fuglinn frá árinu 1940.
Sýningin er helguð minningu
Sigfúsar Sumarliðasonar sem lést
árið 2001, þá 69 ára gamall. Sigfús
var fyrrverandi sparisjóðsstjóri í
Borgarnesi og lengi í stjórn Nátt-
úrugripasafnsins. Hann vann mikið
starf fyrir safnið og sinnti því af
miklum heilindum og áhuga. Hann
var enn fremur formaður stjórnar
Byggðasafns Borgarfjarðar í þrettán
ár og þá jafnframt Safnahússstjórnar.
Helguð Sigfúsi
Sumarliðasyni
GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR