Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 52

Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 52
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 Á hverju mánudagskvöldi er ég með útvarpsþátt um kynlíf. Í þáttunum er ákveðið efni tekið fyrir og fenginn gestur sem er sérfræðingur á því sviði til að ræða um það. Undanfarna þrjá mánudaga hefur þemað verið typpi og sæði. Til að hnýta hnút á þá umræðu þá fjallaði ég um ófrjósemi. Ég fékk í heimsókn til mín kvensjúkdómalækni sem starfar hjá Art Medica og vinnur við marga anga er snerta ófrjó- semi einstaklinga. Við fórum um víðan völl og ræddum allt frá sæðisskilum í bolla til skipulagn- ingar og hagræðingar samfara, auk frystingar sæðis og eggja. Margt virkilega áhugavert koma fram í spjalli okkar og vonandi birtist nýr vinkill á umræðu sem enn er mörgum hulin og þykir erfið og viðkvæm. Í meistararitgerð minni fjallaði ég um ófrjósemi karla og áhrif þess á þá tilfinningalega, kyn- ferðislega og félagslega. Ég fékk sex karlmenn til að spjalla við mig um þeirra reynslu af ófrjó- semi og var óhjákvæmilegur hluti af því ferli sæðisskilin, eða að rúnka sér í bolla eins og einn orðaði það svo vel. Þetta er eitt af fyrstu skrefunum í greiningar- ferli á frjósemi hjá karl mönnum. Þessari reynslu hefur verið lýst á bæði pínlegan og kómískan hátt en er óneitanlega eitthvað sem flestir eru tilbúnir að leggja á sig fyrir hið æðra markmið, að eignast barn. Þegar ég ræddi við gest minn um þetta ferli komst ég að því að á Íslandi er ekki hægt að gefa sæði. Það er kannski ekki rétt til orða tekið þar sem margur fer ansi frjálslega með sæði sitt og dreifir því um allar trissur, en hér er ekki hægt að fá greitt fyrir sæðisgjöf. Ef konu eða par vantar sæði er það gjarnan fengið nafn- laust frá Danmörku, eða nánum vini eða ættingja. Ýmsar pæling- ar um skyldleika og annað hamla því að hér sé sæðisbanki. Nú velti ég því fyrir mér af hverju við seljum ekki sæði íslenskra karlmanna til útlanda? Íslenskir karlmenn eru marglofaðir fyrir fegurð, styrk og gáfur svo sæði þeirra hlýtur að vera eftirsóknar- vert á erlendum markaði. Svo er ekki verra að fá smá pening fyrir góðverk sem er í senn gefandi fyrir sál og líkama. Ég er hrifin af nýjum viðskiptatækifærum sem fela í sér betri lífsgæði og nýtingu tækninnar og finnst alveg sjálfsagt að þetta ætti að vera hægt. Er það ekki annars? Og fyrir aðra viðskiptaþenkjandi frumkvöðla, þá langar mig líka að fá brjóstamjólkurbanka. Þær eru ansi margar lausmjólkandi mömmurnar sem myndu með glöðu geði gefa af sér þennan lífs- vökva til þeirra barna sem hann þurfa. Einhver bjartsýnn hlýtur að verða við óskum mínum áður en langt um líður. KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Sæði til sölu Shruthi Basappa flutti ásamt íslenskum manni sínum til Íslands í júlí í fyrra. Shruthi er arkitekt að mennt en eftir komuna hing- að varð hún fljótt vör við mikinn áhuga heimamanna á indverskri matargerð og nú heldur hún mat- reiðslunámskeið fyrir hópa í hús- næði veitingaþjónustunnar Mensa við Baldursgötu. „Við komuna hingað fann ég strax fyrir miklum áhuga fólks á indverskri matargerð. Ég bauðst til þess að kenna ættingjum manns- ins mín handtökin í eldhúsinu heima. Þetta vatt svo upp á sig og nú er ég farin að taka á móti hópum,“ útskýrir Shruthi sem kynntist manni sínum er þau voru bæði við nám í Barcelona. Sjálf er Shruthi ættuð frá borginni Banga- lore í suður hluta Indlands. „Ég er frá Suður-Indlandi og við borðum rétti sem eru ólíkir þeim sem fólk í Norður-Indlandi borðar. Á nám- skeiðinu kenni ég fólki að elda rétti frá ólíkum svæðum landsins. Yfir- leitt samanstendur matseðillinn af grænmetisréttum, hrísgrjónarétti og einum kjötrétti og svo segi ég frá hinum ólíku kryddblöndum og kryddum líka.“ Aðspurð segir Shruthi það algengan misskilning að indversk matreiðsla sé tímafrek. „Það eina sem hún krefst er svolítið skipulag. Ef þú marinerar kjötið kvöldið áður tekur eldamennskan enga stund.“ Shruthi viðurkennir að lífið og tilveran á Íslandi sé töluvert frá- brugðin því sem hún á að venj- ast frá Indlandi. „Hitastigið er sérstaklega ólíkt á milli land- anna og matarmenningin líka. Heima borðaði ég til dæmis sjald- an lambakjöt en tengdafjölskyld- an mín lét mig ekki komast upp með að smakka ekki íslenska lambakjötið,“ segir hún og hlær. „Mamma mín gerir þó mjög góða lambarétti. Ég er hindúi og sam- kvæmt trúnni má ég hvorki borða nauta- eða svínakjöt, þess vegna borða Indverjar mikið lambakjöt. Ég reyndar borða allt sem mig langar til,“ viðurkennir hún. Matreiðslunámskeiðið tekur um fjórar klukkustundir og saman- stendur hver hópur af sex til átta manns. Shruthi segir námskeiðið sérstaklega vinsælt meðal vina- hópa en einnig sé mikið um að pör bóki sig saman. Hægt er að nálg- ast nánari upplýsingar á Facebook undir nafninu Whole Spice. sara@frettabladid.is Kennir Íslendingum indverska matargerð Shruthi Basappa fl utti til Íslands síðasta sumar. Hún fann fl jótt fyrir miklum áhuga heimamanna á indverskri matargerð og heldur nú matreiðslunámskeið. KENNIR RÉTTU TÖKIN Shruthi Basappa kennir Íslendingum hvernig megi elda indverska rétti. Hún flutti hingað til lands ásamt manni sínum í júlí í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eingöngu selt á hársnyrtistofum Tíska Courtney Love og Marilyn Manson eru andlit haust- og vetrarlínu franska tískuhússins Saint Laurent. Það var yfirhönnuðurinn Hedi Slimane sem stóð fyrir valinu og var á bak við myndavélina er auglýsingaherferðin var tekin. Valið á fyrirsætunum þykir ansi óvanalegt fyrir þetta hefðbundna franska tískuhús. Það virðist vera að breyta stefnu sinni yfir í rokk og ról með tilkomu Slimane við stjórnvölinn en hann tók við í fyrra. Þá breytti tískuhúsið nafn sínu frá Yves Saint Laurent yfir í Saint Laurent og voru höfuðstöðvar tískuhússins fluttar frá París til Los Angeles. Love og Manson eru bæði þekkt ólíkindatól sem hafa verið nokkuð utan sviðsljóssins undanfarin ár. Bæði eru þau þó að vinna að nýjum tónlistarverkefnum. Ný andlit Saint Laurent Tískuhúsið fer óhefðbundnar leiðir í vali sínu á fyrirsætum í ár. Í TÍSKU- BRANSANN Marilyn Manson og Courtney Love eru ný andlit franska tískuhússins Saint Laurent. MARILYN MANSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.