Fréttablaðið - 04.04.2013, Blaðsíða 26
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26
Undanfarin ár hefur
grimmt verið skorið niður
í heilbrigðismálum, jafnt
í höfuðborginni sem á
landsbyggðinni. Víðast
hvar, svo sem í heilsu-
gæslunni og á Landspítal-
anum, lætur nærri að nið-
urskurður fjárveitinga sé
um 20% síðastliðin fjögur
ár.
En hvaða áhrif hefur
þetta haft? Mikill niður-
skurður á fjárframlög-
um hefur leitt til þess
að starfsmönnum hefur fækk-
að, sjúkrarúmum hefur fækk-
að, sjúkradeildum og stofnunum
hefur verið lokað eða þær sam-
einaðar. Þetta hefur leitt til verri
þjónustu, lengri biðtíma, hærri
kostnaðar, óhagræðis og óöryggis
fyrir þá sem þjónustu heilbrigðis-
kerfisins hafa þurft að njóta.
Biðlistar hafa lengst
Biðlistar eftir ýmsum aðgerðum
og rannsóknum hafa lengst (tölur
frá Embætti landlæknis), rann-
sóknir hafa sýnt að endurinnlögn-
um á lyflækninga- og skurðlækn-
ingadeildir Landspítalans hefur
fjölgað og sjúklingar hafa kvartað
yfir óhóflegri bið eftir þjónustu,
ekki síst á bráðadeild spítalans.
Ekki má heldur gleyma að tækja-
mál Landspítalans hafa verið í
ólestri vegna of lítilla fjárveit-
inga mörg undanfarin ár. Í janú-
ar og febrúar herjaði árleg inflú-
ensa, RS- og nóroveirufaraldrar á
landsmenn með þeim afleiðingum
að spítalinn yfirfylltist af sjúk-
lingum. Álag á starfsfólk jókst
og spítalinn var á köflum settur á
svonefnt viðbragðsstig. Svona var
ástandið ekki fyrir fáum árum, um
það eru flestir sammála.
Í heilsugæslunni er ástandið
með líkum brag. Skortur er á
heimilislæknum og árum saman
hefur reynst erfitt að manna stöð-
ur þeirra, ekki síst á landsbyggð-
inni. Þótt námsstöðum í heimilis-
lækningum hafi fjölgað er það enn
ekki farið að skila sér í nægi legum
fjölda fullmenntaðra heimilis-
lækna. Þúsundir manna hafa ekki
sinn eigin heimilislækni og fyrir-
heit ráðamanna um að heilsugæsl-
an eigi að vera fyrsti viðkomu-
staðurinn virkar ekki sem skyldi.
Svona má áfram telja. Mikið
hefur verið rætt um vaxandi álag,
bág launakjör og flótta starfs-
manna úr heilbrigðisgeiranum.
Hvað lækna snertir hefur
þeim fækkað um 10% frá
hruni og meðaldur þeirra hefur
hækkað. Starfandi læknum á
aldrinum 60-69 ára fjölgaði hlut-
fallslega úr 16,5% árið 2007 í 24%
árið 2011, eða um 45%. Fjöl margir
ungir sérfræðilæknar sem lokið
hafa sérnámi erlendis treysta sér
ekki til að flytja til Íslands vegna
bágra starfsaðstæðna og lélegra
launakjara. Margir eldri sérfræði-
læknar sem búsettir hafa verið á
Íslandi árum og áratugum saman
hafa flutt til útlanda eða tekið að
sér hlutastörf erlendis þannig að
starfskraftar þeirra nýtast ekki til
fulls á Íslandi. Þetta eru allt breyt-
ingar til hins verra fyrir íslenskt
heilbrigðiskerfi. Við þessu þarf að
bregðast.
Krafa kjósenda
Ummæli ýmissa ráðamanna um
að heilbrigðiskerfinu hafi verið
sérstaklega hlíft í niðurskurði
undanfarinna ára eru á skjön við
upplifun starfsmanna. Margir,
líklega flestir, sem að heilbrigðis-
málum starfa telja þvert á móti
að heilbrigðiskerfinu hafi hnign-
að og þjónustan versnað umtals-
vert undanfarin ár. Almennt mat
er að alltof langt hafi verið gengið
í niðurskurðinum undanfarin ár.
Við því þarf að bregðast.
Nú er að koma vor og alþingis-
kosningar nálgast óðum. Aldrei
hafa fleiri flokkar og samtök boðið
fram krafta sína. Fyrir skömmu
fór ég inn á heima síður framboð-
anna og þar var ekki alltaf um
auðugan garð að gresja þegar
kom að umfjöllun um heilbrigðis-
mál. Það hlýtur að vera skýlaus
krafa kjósenda að þeir sem bjóða
fram til Alþingis hafi skýra stefnu
í heilbrigðismálum ekki síður en
öðrum þjóðfélagsmálum. Hvernig
hyggjast stjórnmálaflokkarnir
bregðast við vandamálum heil-
brigðiskerfisins á næsta kjör-
tímabili?
Heilbrigðismál í
aðdraganda kosninga
Fyrir nokkru vöruðum við sem
þetta ritum við áformum um olíu-
vinnslu á Drekasvæðinu meðan
ekki hefðu fundist raunhæfar
mótvægisaðgerðir við þeirri lofts-
lagsvá sem að jarðarbúum steðjar
(Fréttabl. 14. 2. sl.). Hér er um að
ræða málefni sem varðar náunga-
kærleika og umhyggju fyrir sköp-
un Guðs.
Við erum meðvituð um að þessi
stefna getur haft þær afleiðingar
fyrir þjóðarbúið að við verðum
fremur að stefna að samdrætti en
vexti. Af þeim sökum hljótum við
að rökstyðja mál okkar nánar.
Mesta prófraun mannkyns
Alþjóðaloftslagsnefnd Sameinuðu
þjóðanna spáir að verði ekkert að
gert nú þegar muni hitastig árið
2100 hafa hækkað verulega frá
því sem nú er. Því er spáð að eftir
þessi tæplega níutíu ár hafi hita-
stigið hækkað um 1,8-4°C. Enn
svartari spár benda til þess að
hlýnunin geti farið yfir 6°C.
Hlýnunin mun leiða til þess
að hitabylgjur verða tíðari.
Útbreiðsla skordýra mun aukast
og þurrkasvæði jarðar stækka.
Skert aðgengi að vatni mun valda
landeyðingu og dauða búpenings.
Úrhelli og steypiregn verða jafn-
framt algengari með tilheyrandi
rofi og jarðvegsruðningi. Felli-
byljum mun fjölga og þeir ásamt
hlýnuninni valda flóðbylgjum
og hækkun sjávar með aukinni
seltu. Þá er því spáð að innan tíu
ára geti landbúnaðaruppskera í
Afríku hafa dregist saman um
helming með tilheyrandi hung-
ursneyð. Innan fimmtíu ára gætu
fisk veiðar líka verið hrundar ef
núverandi sókn heldur áfram.
Alþjóðanefnd um framtíð mat-
væla og landbúnaðar undir for-
ystu baráttukonunnar Vandana
Shiva hefur enda látið svo um
mælt að loftslagsvandinn sé
stærsta prófraun sem mannkyn
hefur nokkurn tímann staðið
frammi fyrir, enda munu örlög
milljóna manna ráðast af hvort
samfélög heimsins grípa nú þegar
til sameiginlegra aðgerða eða
ekki. Viljum við ranglæti?
Sívaxandi orkuþörf samfélaga
á borð við það íslenska er hvorki
náttúrulögmál né hagfræðilög-
mál. Hér er einvörðungu um póli-
tíska ákvörðun að ræða. Afleið-
ingar sífellt meiri orkunotkunar
móta lífskjör fólks á fjarlægum
slóðum sem í engu mun njóta góðs
af ávinningnum. Áður en ákvarð-
anir um orkuöflun og orkunýt-
ingu eru teknar ber því að grafast
fyrir um áhrif þeirra — ekki ein-
vörðungu á íslenskt þjóðarbú til
skamms tíma heldur á lífsskilyrði
mannkyns alls til lengri tíma litið.
Með olíuleit og olíuvinnslu á
nýjum svæðum erum við ekki
að leita varanlegra lausna á
sameigin legri orkuþörf mann-
kyns. Með því er fyrst og fremst
verið að standa vörð um óbreytt
lífskjör okkar og þeirra þjóða
annarra sem best eru settar.
Sama máli gegnir um stórfellda
ræktun jurta sem nýta má til
framleiðslu lífefnaeldsneytis í
stað þess að rækta korn, maís
eða hrísgrjón til matar og fóðurs.
Framleiðsla lífefnaeldsneytis við-
heldur ranglætinu í heiminum
frekar en að draga úr því. Á þetta
bendir Alþjóðanefnd um fram-
tíð matvæla og landbúnaðar er
hún segir í skýrslu sinni: „Meira
en 850 milljónir manna í heimin-
um búa við hungursneyð og enn
fleiri líða næringarskort. Því
meir sem lönd eru nýtt til rækt-
unar fyrir lífefnaeldsneyti í stað
matar … þeim mun minna verður
matvælaöryggið og hungrið eykst.
Öflun nægi legrar fæðu er réttlæt-
ismál og eins konar prófsteinn á
manngæsku okkar; að matur sé
látinn víkja fyrir eldsneyti svo
unnt sé að viðhalda iðnvæddum
og neyslufrekum lífsstíl hinna
fáu er einfaldlega siðlaust.“ (Ákall
til mannkyns, 2011. Reykjavík,
Salka, bls. 95).
Aukin framleiðsla elds neytis
eftir hvorri leiðinni sem farin
er tryggir fyrst og fremst betur
settum íbúum heims möguleika á
óbreyttu lífsformi á kostnað þeirra
sem skortir lífsnauðsynjar. — Við
hljótum að spyrja hvort við Íslend-
ingar viljum viðhalda því ranglæti.
Vissulega eru þetta dökkar spár
sem erfitt er að horfast í augu við.
Því miður er um að ræða ískaldan
raunveruleika og sífellt fleiri farin
að átta sig á að um raunverulega
sviðsmynd er að ræða.
Fólk á flótta
Þar sem loftslagsváin er einkum
sprottin af ranglátri skiptingu
jarðargæða verðum við að vera
við því búin að hún leiði til efna-
hagslegs, félagslegs og pólitísks
óstöðug leika þegar þeir hlutar
mannkyns sem verst verða úti
taka að krefjast — ef ekki rétt-
lætis — þá a.m.k. réttar síns til að
lifa af. En það gefur augaleið að
allar hugmyndir um olíuvinnslu
leiða til þess að við sem betur
erum sett verjum núverandi lífs-
form okkar sem byggist á rang-
látri skiptingu jarðargæða.
Afleiðingar þess ranglætis sem
hér hefur verið rætt eru þegar
farnar að koma í ljós. Síaukinn
fjöldi flóttamanna, m.a. hingað
til lands, ber glöggt vitni um það.
Þar er ekki alltaf um að ræða fólk
á flótta undan óréttlátum yfir-
völdum eða hernaðarátökum.
Sífellt fleiri eygja ekki von um líf
í heimahögum sínum vegna breyt-
inga á veðurfari eða sökum þess
að hefðbundin ræktarlönd þeirra
hafa verið tekin til annarra nota.
Í komandi grein munum við
fjalla um ábyrgð okkar gagn-
vart þeim sem knýja á dyr
okkar Íslendinga og annarra
Vesturlanda búa í leit að betri lífs-
skilyrðum.
Olían og ranglætið
OLÍULEIT
Baldur Kristjánsson
Hjalti Hugason
Pétur Pétursson
Sigrún Óskarsdóttir
Sólveig Anna Bóasdóttir
guðfræðingar
➜ Með olíuleit og olíu-
vinnslu á nýjum svæðum
erum við ekki að leita
varanlegra lausna á sam-
eiginlegri orkuþörf mann-
kyns. Með því er fyrst og
fremst verið að standa vörð
um óbreytt lífskjör okkar og
þeirra þjóða annarra sem
best eru settar.
➜ Það hlýtur að
vera skýlaus krafa
kjósenda að þeir sem
bjóða fram til Alþing-
is hafi skýra stefnu
í heilbrigðismálum
ekki síður en öðrum
þjóðfélagsmálum.
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Þorbjörn
Jónsson
formaður
Læknafélags Íslands
GUÐRÚN BERGMANN þekkir af eigin reynslu hversu mikilvægt það er að
takast á við bólguþáttinn í líkamanum. Á stuttu en skilvirku námskeiði
sýnir hún einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að takast á við þessa kvilla.
Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5,
kl. 18:30 - 21:00. Námsgögn með víðtækum
upplýsingum innifalin. Verð 4.900 kr.
Nánari upplýsingar og skráning á
ung@gudrunbergmann.is
og www.ungaollumaldri.is
Guðrún Bergmann
hefur haldið fjölda
fyrirlestra og námskeiða,
og skrifað bækur um heilsu,
náttúrulækningar
og umhverfisvitund
Á námskeiðinu verður farið yfir:
• Hvernig þekkja má bólgueinkennin og finna leiðir til bata
• Hvaða fæðutegundir valda bólgueinkennum í líkamanum.
• Hvaða fæðu, krydd og bætiefni má nota til að draga úr bólgum.
Fimmtudaginn 11. apríl