Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 44

Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 44
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36MENNING Gjörningar Magnúsar Pálssonar, flutningur á Vorblóti Stravinskís og tónleikar óperu-söngkonunnar Diönu Damrau eru meðal viðburða á Listahátíð í Reykjavík sem sett verður föstudaginn 17. maí. Þetta eru fjölbreytilegir atburðir sem Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykja- vík, segir endurspegla þá sögu hátíðarinnar að vera einn megin- vettvangur listviðburða landsins. Ber merki lítilla listahátíða „Listahátíð ber ýmis merki listahátíða í litlum samfélögum sem hafa það að markmiði að bjóða upp á sem fjölbreytileg- asta menningardagskrá. Stórar listahátíðir erlendis sérhæfa sig yfirleitt í einhverri listgrein en Listahátíð í Reykjavík hefur hald- ið í fjölbreytnina, þó að menning- arlandslagið sé gjörbreytt í dag frá því sem var árið 1970. Fjöl- breytnin er hins vegar styrkleiki, ekki veikleiki að mínu mati. Hún gerir það að verkum að það er auðvelt að tefla saman listgrein- um og virkja hið skapandi rými þar sem listgreinarnar mætast.“ Hanna segir smæð íslensks samfélags reyndar hafa orðið til þess að íslenskir listamenn séu ekki fastir innan múra listgreina eins og sums staðar sé raunin. „Erlendir listamenn taka gjarnan eftir þessu og því hversu auðvelt er að leiða saman ólíka listamenn hér. Ég vil virkja þessa hefð og taka lengra þannig að samstarf listgreina verði ein af áherslum Listahátíðar í Reykjavík.“ Meðal skrefa sem Hanna hyggst taka í þessa átt er að skil- greina listræn markmið Lista- hátíðar hverju sinni þannig að stefna hátíðarinnar um hvers konar verkefnum hún sækist eftir verði skýrari og umsóknir listamanna þar af leiðandi mark- vissari. „Verkefni Listahátíðar hafa ætíð verið bæði að frumkvæði stjórnenda hátíðarinnar og komið til hennar eftir öðrum leiðum. Ég vil leggja áherslu á frumkvæði hátíðarinnar að tilurð nýrra verka sem og framkvæmd verk- efna sem gætu ekki átt sér stað á öðrum vettvangi,“ segir Hanna og bætir við að eins og oftast er þegar stjórnendaskipti verða, hafi ýmis verkefni verið komin í gang þegar hún tók við stjórnar- taumunum. „Listahátíð 2014 verð- ur þess vegna fyrsta hátíðin sem ég skipulegg frá grunni.“ Gjörningar Magnúsar Pálssonar Eitt umfangsmesta atriði á Listahátíð í ár er flutningur Vor- blótsins eftir Stravinskí sem er samstarfsverkefni Listahátíðar, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslenska dansflokksins. 100 ár eru síðan verkið var flutt fyrst og tímamótin eru tilefni þess að verkið verður sett á svið hér í fyrsta sinn. Hanna segir áhuga- vert að líta öld aftur í tímann, þá hafi verið miklir umbrota- tímar í listum sem mörkuðu mikil tímamót. „1913 var svo merki- legt ár. Þá gerist það í fyrsta sinn að listamenn skapa verk þar sem hugmyndin kemur fyrst og verkið svo, við erum alvön því í dag en á þessum tíma var þessi aðferð fullkomlega róttæk. Það er athyglisvert að líta aftur til þessa tíma af ýmsum ástæðum. Verk eins og danstónverkið Vor- blótið hangir líka mjög vel saman við þær áherslur mínar að blanda listgreinum saman. Annað mjög umfangsmikið og merkilegt verk- efni á Listahátíð í ár er yfirlits- sýning yfir gjörninga Magnúsar Pálssonar, sem var og er frum- kvöðull á hinum skapandi vett- vangi þar sem listgreinarnar mætast. Við fáum listamenn úr öllum greinum til að endur- gera og í sumum tilfellum útfæra nokkra af helstu gjörningum hans,“ segir Hanna. Listahátíð í Reykjavík verður sett 17. maí og stendur til 2. júní. sigridur@frettabladid.is Fjölbreytni er styrkleiki Listahátíðar Listahátíð í Reykjavík er skapandi rými þar sem listgreinarnar mætast segir Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar sem í ár verður sett föstudaginn 17. maí. Hanna tók við stjórnartaumum Listahátíðar í Reykjavík síðastliðið haust. STÝRIR LISTAHÁTÍÐ Hanna Styrmisdóttir er listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík sem sett verður 17. maí næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR Hanna Styrmisdóttir tók við stjórnartaumum Listahátíðar í Reykjavík síðastliðið haust. Hún hefur starfað við listræna stjórn menningarviðburða síðastliðin 14 ár. Meðal þeirra eru Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, sem hún vann með Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni, og Lóan er komin, sem hún vann með Steingrími Eyfjörð fyrir Íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum 2007 og Matthew Barney í Nýlistasafninu (2003). Áður gegndi Hanna meðal annars störfum upplýsinga- og verkefnastjóra og fræðslufulltrúa í Norræna húsinu og Listasafni Reykjavíkur. Hanna hefur BFA-próf í myndlist frá Parsons School of Design í París og New York, MA frá Chelsea College of Art and Design í London og framhaldsgráðu í Critical Studies frá Malmö Art Academy. Tók við síðastliðið haust Þýsk-bandaríski stjórnmála- heimspekingurinn Hannah Arendt er til umfjöllunar í fyrirlestrar- röðinni Kvenheimspekingar koma í kaffi sem haldin er í Árnagarði í dag. Sigríður Þorgeirsdóttir og Páll Skúlason, prófessorar í heim- speki við Háskóla Íslands, ræða erindi Hönnuh við samtímann og setja í samhengi við stjórnmála- kreppu nútímans og aðrar sam- félagslegar kreppur. Rannsóknir á skrifum kven- heimspekinga frá öndverðu til samtímans hafa stóraukist undan- farin ár, sem varpað hefur ljósi á hve lítið konurnar hafi verið kynntar og hve vanmetið framlag þeirra er í sögu heimspekinnar, að sögn Sigríðar Þorgeirsdóttur. „Að bjóða völdum kvenheimspek- ingum í kaffi með áhugasömum er ein viðleitni til að rétta við þann skarða hlut og velta fyrir sér hvort þeirra sýn á veruleikann er frábrugðin sýn karlheimspeking- anna.“ Hannah Arendt er með þekkt- ustu kvenheimspekingum 20. ald- arinnar. Hún tókst á við vanda stjórnmála, alræðiskerfi nasism- ans og stalínismans og aðsteðj- andi hættur sem lýðræðinu eru búnar. Arendt lést árið 1975 en fjöldamargt sem hún skrifaði er talið eiga ríkt erindi við samtím- ann. Þess má geta að kvikmynd um Hönnuh Arendt er til sýningar í Bíó Paradís þessa dagana. Kaffisamsætið með Arendt er ekki síst ætlað heimspekinemum. Það verður haldið í Árnagarði 201, Háskóla Íslands, og hefst klukkan 15. Hannah Arendt í heimspekikaffi Heimspekingarnir Páll Skúlason og Sigríður Þorgeirs- dóttir fj alla um Hönnuh Arendt í Árnagarði í dag. HANNAH ARENDT Arendt er einn þekktasti heimspekingur 20. aldarinnar. Hún fékkst við stjórnmálaheimspeki. Ýsuflök og þorskflök (roðlaus beinlaus) Þorskhnakkar . . . . . . . . 1390 kr.kg Ýsuflök rl/bl . . . . . . . . . 1390 kr.kg Þorsksteikur rl/bl . . . . . . 1390 kr.kg Kinnar (Nýjar og léttsaltaðar) . . . . 590 kr.kg Fiskur í sósu . . . . . . . . 1390 kr.kg KarrýKósó sósa, Sinneps og graslaukssósa, Hunangs sinnepssósa, Hvítlaukssósa. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 Hótel, veitingastaðir og mötuneyti. Vinsamlegast pantið í síma 777 2002 Meðan fiskur er ódýr þá komið þið til með að njóta þess hjá mér. Vonandi styðjið þið þann fisksala sem er að gera mest fyrir ykkur. Þetta snýst jú alltaf um krónur og aura og að sjálfsögðu um þjónustuna og gott hráefni. Við höfum þetta allt saman. Sjáumst eldhress á eftir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.