Fréttablaðið - 04.04.2013, Blaðsíða 16
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 16
EFNAHAGSMÁL Af löndum Efnahags-
og framfarastofnunarinnar OECD
var 12 mánaða verðbólga í febrúar
síðastliðnum næstmest á Íslandi,
tæp 4,9 prósent. Einungis í Tyrk-
landi var verðbólgan meiri, 7,0 pró-
sent.
Tölur fyrir febrúar frá Ástralíu
og Nýja-Sjálandi liggja ekki fyrir
en síðustu mælingar þar sýndu 2,2
og rúmlega eins prósents verðbólgu.
Í Japan mældist 0,6 prósenta verð-
hjöðnun í febrúar og verðlag í Sviss,
Svíþjóð og Portúgal stendur í stað.
Í öllum löndum OECD var meðal-
verðbólga 1,8 prósent í febrúar, en
var 1,7 prósent í mánuðinum þar á
undan. Hér jókst verðbólgan um 0,7
prósentustig á sama tíma, en hefur
farið hjaðnandi síðan því tölur frá
því í mars sýna hér 3,9 prósenta
verðbólgu.
Í tilkynningu sem fylgir neyslu-
verðsvísitölu OECD segir að í með-
altalstölunum jafni sig út 1,6 pró-
sentustiga hækkun á orkuverði og
0,3 prósentustiga lækkun matar-
verðs. - óká
Tólf mánaða meðalverðbólga í löndum OECD jókst lítillega í febrúar og var 1,8 prósent:
Á Íslandi mælist verðbólgan næstmest
Gengi krónunnar styrktist um 6,6
prósent frá áramótum til marsloka
í ár. Fram kemur hjá Grein-
ingu Íslandsbanka að þessi
þróun skeri sig úr þegar
horft er til sama tímabils
síðustu ár.
Bent er á að í fyrra
hafi krónan veikst um
5,7 prósent á sama
tímabili og árið 2011
hafi veikingin numið
3,6 prósentum. „Krónan
er nú á svipuðum slóðum
og um miðjan september síðast-
liðinn og er því gengisveikingin
sem varð á síðasta fjórðungi árs-
ins 2012 að fullu gengin til baka,“
segir í umfjöllun Grein-
ingar. „Skýringar á
ólíkri þróun krónu nú
miðað við síðustu ár
liggja að mati okkar
í aðgerðum Seðla-
bankans, betra jafn-
vægi á þjónustuviðskipt-
um yfir vetrartímann og
líklega einnig í tilfærslu árs-
tíðarsveiflunnar sem einkennt
hefur krónuna síðustu árin.“ - óká
Viðsnúningur í gengisþróun á fyrsta fjórðungi:
Krónan hefur styrkst á árinu
Land Verðbólga í febrúar 2013
ÁRSVERÐBÓLGA
Í VÖLDUM
LÖNDUM/SVÆÐUM
Frakkland 1,0%
Þýskaland 1,5%
Meðaltal OECD landa 1,8%
Meðaltal ESB landa 1,8%
Ítalía 1,9%
Meðaltal evrulanda 2,0%
Bandaríkin 2,0%
Bretland 2,8%
Ísland 4,9%
Heimild: Neysluverðsvísitala Efnahags-
og framfarastofnunarinnar OECD
Hugbúnaðarhúsið Maritech ehf.
hefur breytt nafni sínu í Wise
lausnir ehf. „Kennitalan helst
óbreytt og nafnbreytingin kemur
ekki til með að hafa áhrif á dag-
legan rekstur,“ segir í tilkynningu.
Breytingin er fyrst og fremst sögð
gerð til að styrkja vörumerkið Wise
og samræma markaðsstefnuna við
dótturfyrirtækið Wise Dynamics í
Kanada.
Starfsmenn Wise lausna eru um
80 talsins. Sjötíu starfa á Íslandi og
tíu í Halifax í Kanada. - óká
Maritech verður að Wise:
Sami rekstur
með nýtt nafn
ÁTVR hagnaðist um 1,34 milljarða
króna í fyrra. Til samanburðar var
hagnaður ársins 2011 1,2 milljarð-
ar. Í fyrra jókst sala á áfengi um
0,54% í lítrum talið en selt magn
dróst saman á árunum 2009 til
2011.
Sala á tóbaki dróst hins vegar
saman hjá Vínbúðunum í fyrra, að
reyktóbaki undanskildu. Sala nef-
tóbaks minnkaði um 4,9% og sala
á sígarettum um tæp 3%.
Heildartekjur ÁTVR voru 26,6
milljarðar króna í fyrra en þar
af voru tekjur af sölu áfengis 17,8
milljarðar og tekjur af sölu tóbaks
8,7 milljarðar. Gjöld námu alls 25,2
milljörðum. ÁTVR greiddi 1.050
milljónir króna í arð til ríkissjóðs.
Þótt sala áfengis hafi aukist í
fyrra er hún enn nokkru minni en
á metárinu 2008 þegar seldir voru
20,4 milljón lítrar. Í fyrra voru
hins vegar seldir 18,5 milljón lítr-
ar, eða rúmlega 9% færri en árið
2008. - mþl
ÁTVR skilaði 1,34 milljarða króna hagnaði í fyrra:
Sala ÁTVR á áfengi
jókst á árinu 2012
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Re
ks
tra
rv
ör
ur
- v
inn
a m
eð
þé
r
Stærstu lífeyrissjóðir lands-
ins verða helstu eigendur Skipta,
móður félags Símans, verði hug-
myndir um fjárhagslega endur-
skipulagningu félagsins að veru-
leika. Samkvæmt tillögunum lækka
skuldir félagsins
úr 62 milljörðum
króna í 27 millj-
arða.
„Þetta þýðir
auðvitað að fjár-
magnskostnaður
félagsins, sem
hefur verið því
þungur í skauti,
lækkar mikið.
Skuldirnar
lækka mikið en þar að auki verða
kjörin hagstæðari,“ segir Steinn
Logi Björnsson, forstjóri Skipta.
Í janúar tilkynntu Skipti að
ákveðið hefði verið að hefja fjár-
hagslega endurskipulagningu.
Fyrir hana eru Skipti í raun
stærsta fyrirtæki landsins sem
ekki hefur farið í endurskipulagn-
ingu eftir að hafa lent í skulda-
vanda eftir bankahrunið.
Markaður F réttablaðsins
hefur áður greint frá því að
endurskoðunar fyrirtækið KPMG
hafi verið fengið til að vinna til-
lögur að endurskipulagningu árið
2011 en ákveðið var þá um haustið
að nýta þær ekki og fresta endur-
skipulagningu um sinn. Frem-
ur var ákveðið að fylgja þriggja
ára áætlun í rekstri félagsins
sem miðað hefur að því að bæta
rekstur félagsins. Sú áætlun hefur
gengið ágætlega og hefur afkoma
þess batnað til muna. Rekstrar-
hagnaður fyrir afskriftir, skatta og
fjármagns liði var um átta milljarð-
ar í fyrra en til samanburðar var
sama tala 5,4 milljarðar árið 2010.
Skuldastaða félagsins er hins
vegar sem fyrr erfið. Alls námu
skuldir samstæðunnar um 62 millj-
örðum um áramótin. Um helming
þeirra má rekja til sambankaláns
sem veitt var vegna kaupa á Sím-
anum við einkavæðingu hans árið
2005. Skuldir vegna sambanka-
lánsins eru á gjalddaga í desember
og þá er 22 milljarða skuldabréfa-
flokkur félagsins á gjalddaga í
apríl 2014.
Bankarnir að baki sambanka-
láninu, Arion banki þeirra stærst-
ur, hafa veð í eignum Skipta. Að
baki skuldabréfunum eru engin
veð. Stærstu eigendur þeirra eru
Lífeyrissjóður verzlunarmanna,
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis-
ins, Gildi lífeyrissjóður og Almenni
lífeyrissjóðurinn.
Á þriðjudag voru kynntar til-
lögur að skilmálum endurskipu-
lagningarinnar. Klakki ehf., áður
Exista, er fyrir hana eini eigandi
Skipta en ljóst er að við hana mun
eign Klakka þynnast út og verða
óveruleg. Klakki hefur samþykkt
tillögurnar.
Tillögurnar kveða á um að
öllum skuldabréfunum verði
breytt í eða skipt fyrir hlutafé.
Í öðru lagi verður öllum kröfum
Arion banka, sem ekki eru hluti
af sambankaláninu eða öðrum
veðlánum, breytt í eða skipt fyrir
hlutafé. Í fjórða lagi verður sam-
bankalánið endurfjármagnað að
fullu með annars vegar 19 millj-
arða láni frá Arion banka og hins
vegar annarri fjármögnun upp á
átta milljarða en nýju lánin verða
tryggð með fyrsta veðrétti í eign-
um Skipta.
Eigendur skuldabréfanna þurfa
nú að veita samþykki sitt fyrir
endurskipulagningunni en þeir
munu samkvæmt því fá á bilinu
72,3% til 78,7% upp í kröfur sínar.
Steinn Logi segist ekki eiga von á
öðru en að endurskipulagningin
hljóti samþykki enda hafa tillög-
urnar verið unnar í samvinnu við
alla stærstu kröfuhafa.
magnusl@frettabladid.is
Skipti brátt í hendur
stóru lífeyrissjóðanna
Tillögur að endurskipulagningu Skipta voru kynntar á þriðjudag. Samkvæmt þeim
verða skuldir félagsins lækkaðar um 35 milljarða króna og fá lánardrottnar og eigendur
skuldabréfa Skipta hlutafé á móti. Klakki, eigandi Skipta, tapar nær öllu sínu.
Skipti og stærsta dótturfélag þess, Síminn, hafa ítrekað
verið til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum á síðustu
árum. Nú síðast voru Skipti sektuð um 300 milljónir
króna í febrúar vegna samkeppnisbrota. Þetta var þó
ekki í eina skiptið sem samkeppnisyfirvöld hafa sektað
annað þessara félaga því samanlagt hafa þau þurft að
greiða 1,2 milljarða króna í sektir vegna samkeppnisbrota
frá árinu 2010. Í tengslum við sektargreiðsluna í febrúar
var hins vegar gerð heildarsátt um að ljúka þeim málum
Skipta og Símans sem Samkeppniseftirlitið hefur haft til
rannsóknar.
Samkvæmt sáttinni viðurkenna Skipti ekki brot á
samkeppnislögum en samþykkja þó, auk þess að greiða
sektina, að grípa til ákveðinna breytinga á skipulagi sam-
stæðunnar til að efla samkeppni. Nánar tiltekið verður
nú gerður skýr aðskilnaður á milli annars vegar grunn-
kerfa samstæðunnar, sem Míla rekur, og hins vegar
smásölustarfsemi Símans. Þetta er gert til að tryggja
að keppinautar Símans sitji við sama borð þegar
kemur að aðgangi að grunnfjarskiptakerfum og kaupum
á fjarskiptaþjónustu af samstæðunni á heildsölustigi.
Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, segir að skipu-
lagsbreytingarnar eigi ekki að hafa veruleg neikvæð áhrif
á rekstur samstæðunnar. „Á síðustu árum hefur orðið
gríðarlegur rekstrarbati sem hefur byggst á aðgerðum í
rekstri og hagræðingu. Það var lykilatriði hjá okkur við
gerð þessarar sáttar að hún myndi ekki snúa við þeim
hagræðingar aðgerðum sem við höfum ráðist í. Á þá kröfu
var fallist þannig að við eigum ekki von á því að þetta
muni hafa verulega neikvæð áhrif á rekstrarafkomuna þó
þetta gæti minnkað möguleika á frekari hagræðingu en
við höfum þegar gert ráð fyrir því. Þá má bæta við að ég
held að það felist ákveðin tækifæri í þessari sátt,“ segir
Steinn Logi.
Breytingar á samsteypunni vegna samkeppnisbrota
SÍMINN Síminn er langstærsta dótturfélag Skipta en það á einnig Skjáinn, Mílu, Senu og Trackwell, svo nokkur félög séu nefnd.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STEINN LOGI
BJÖRNSSON