Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 30

Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 30
FÓLK| Holtagörðum, s. 553-1800 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 www.facebook.com/fondurlist fermingunaFöndur Úrvalið er hjá okkur Skipholti 29b • S. 551 0770 NÝ SENDING AF YFIRHÖFNUM! 15% AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM ÞESSA VIKUNA SUÐURLANDSBRAUT 24 | 108 REYKJAVÍK SÍMI 516 0100 | WWW.HEIMILIOGSKOLI.IS AÐALFUNDUR HEIMILIS OG SKÓLA Aðalfundur Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl kl.18:00. Fundurinn verður að Suðurlandsbraut 24, í fundarsal á þriðju hæð. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundar- störf og eru félagsmenn hvattir til að mæta. Hlökkum til að sjá ykkur! Save the Children á Íslandi TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Þessi nýja lína á því að vera um-hverfisvæn og sjálfbær. Hönnuðir höfða til nýstúdenta og brúðkaups- gesta en fallegir kjólar og dragtir eru meðal þess sem ber hæst í kvenfötun- um. Þá eru jakkaföt fyrir herra, auk fylgi- hluta fyrir bæði kynin. Ann-Sofie Johansson, yfirhönnuður hjá H&M, segist vera afar hrifin af þessar nýju línu sem sé full af kvenleika, glamúr og hönnun sem einkennist af gömlum Hollywood-stíl. „Þessi fatnaður er eleg- ant og fullkominn fyrir hvers kyns fagn- aði. Herrafötin eru í anda rokks og róls og flott fyrir alla karla. Hvítur litur og drappaður er áberandi í þessari nýju hönnun og hentar því vel árstímanum.“ UMHVERFISVÆN FATALÍNA HJÁ H&M GRÆNT Verslunarrisinn H&M setur á markað í dag nýja vörulínu, Conscious Exclusive-kollektion, en þetta er sparifatalína þar sem eingöngu eru notuð líf- rænt ræktuð bómull og 100% endurnýtt pólýester. GRÆN LÍNA Nýja fatalínan hjá H&M þykir ákaflega glæsileg. Fallegur kven- og karlmannafatnaður. Þessi föt koma í verslanir H&M í dag og á netið. fróðlegt að vita hvort einhver sem þetta les viti meira um hann.“ Hafdís notar kjólinn töluvert, sér- staklega á tónleikum. „Ég samdi verk fyrir kórinn Hljómeyki og hef verið að spila með honum víða. Ég er þá yfirleitt í kjólnum.” EITT ÚT, ANNAÐ INN En lýsir þessi kjóll hennar stíl? „Já, til dæmis er ég með dellu fyrir velúri og flaueli og er búin að vera í svoleiðis kasti undanfarið. Ég keypti mér slá í Aft- ur úr þessu efni og er að safna mér fyrir kjól í Kronkron úr svipuðu efni,“ segir Hafdís sem annars reynir að blanda saman gömlu og nýju í sínum fatastíl. „Ég á ýmislegt eftir ömmu sem ég fékk meðan hún lifði. Amma spáði mikið í föt og var svolítil pæja. Þegar hún var að endurnýja fengum við frænkurnar að gramsa í gömlu fötunum,“ segir Hafdís, sem segist afar veik fyrir fallegum fötum og sér í lagi íslenskri hönnun. Eyðir hún þá miklu í föt? „Nei, eigin- lega ekki. Sérstaklega ekki núna því ég er í átaki sem ég vona að ég haldi út árið,“ svarar Hafdís. Hún stefnir á að eyða engu í föt nema hún selji önnur föt á móti. „Það sem af er þessu ári hef ég keypt mér flotta Camper-skó og slá í Aftur án þess að taka af matarpening- unum. Ég hef selt á netinu gömul föt og dót úr geymslunni,“ segir Hafdís og ætlar í anda átaksins að vera með bás í Kolaportinu á laugardaginn þar sem hún mun selja föt af sér og syninum. „Fjölskyldan öll var nefnilega pínd með mér í átakið,“ segir hún glettin. PRJÓNATÁKN VERÐA AÐ NÓTUM Í umfjöllun Telepraph segir frá tón- verki sem Hafdís skrifaði upp úr prjónauppskrift. Hún er innt nánar út í verkefnið. „Það er bók sem heitir Þríhyrnur og langsjöl eftir Sigríði Hall- dórsdóttur en í henni eru uppskriftir og mynstur að gamaldags íslenskum sjölum. Ég hef verið að prjóna upp úr þessari bók alveg frá því að ég var unglingur. Þegar ég var í masters- námi í tónsmíðum í Kaupmannahöfn rakst ég á nótur að verki eftir Ligeti sem heitir Atmosphères og mér fannst ein blaðsíðan alveg eins og blaðsíða í prjónabókinni,“ útskýrir Hafdís sem fannst eins og hún þyrfti að gera eitt- hvað með þessa uppgötvun. „Ég ákvað því að reyna að þýða prjónatáknin yfir í nótur og notaði þetta sem masters- verkefni í skólanum og hlaut fyrir hæstu einkunn, svo ég monti mig,“ segir hún glaðlega. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur spilað verkið og hluti úr því hefur einnig verið spilaður á BBC. Hafdís kláraði fyrsta verkið árið 2009 en það var þó aðeins einn bútur af sjalinu. „Ég gerði nokkra sentímetra af sjali fyrir píanó og á eftir fimm hluta af uppskriftinni í viðbót,“ segir Hafdís sem er þó ekki að flýta sér að klára. „Ég áætla að vera að þessu þar til ég fer á eftirlaun,“ segir hún hlæjandi. ■ solveig@365.is TIL SÖLU Í KOLAPORTINU Hafdís ætlar að selja föt af sjálfri sér og syninum í Kolaportinu á laug- ardaginn. Ágóðann ætlar hún að nota til að kaupa ný föt á fjölskylduna enda er hún í átaki sem miðar að því að eyða engu í föt nema ná að selja annað á móti. KJÓLLINN HENNAR ÖMMU Hafdís heillast af velúr og flaueli og því passar gamli kjóllinn af ömmu hennar sérlega vel inn í fataskápinn. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.