Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 56
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48
Á skalanum einn til
tíu er þetta tíu plús.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari
visir.is
Meira um leiki
gærkvöldsins
ÚRSLIT
UNDANKEPPNI EM
SLÓVENÍA - ÍSLAND 28-29 (13-9)
Slóvenía - Mörk (skot): Sebastian Skube 5 (8),
Vid Kavticnik 5/3 (8/4), Uroš Zorman 4 (4), Jure
Dolenec 4/1 (8/2), Miha Žvižej 3 (5), Luka Žvižej
2/1 (2/1), Borut Mackovšek 2 (4), Blaz Blagotinsek
1 (1), Marko Bezjak 1 (2), Gašper Marguc 1 (3),
Varin skot: Gorazd Škof 18/1 (41/2, 44%), Prošt
Primož (6/1, 0%),
Hraðaupphlaup: 3 (Skube, Blagotinsek, Marguc)
Fiskuð víti: 7 ( Zorman, Dolenec, M. Žvižej, Luka
Žvižej 2, Blagotinsek, Marguc)
Utan vallar: 4 mínútur.
Ísland - Mörk (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 9/2
(11/3), Alexander Petersson 6 (9), Snorri Steinn
Guðjónsson 4 (7), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (2),
Kári Kristján Kristjánsson 2 (3), Ólafur Bjarki
Ragnarsson 2 (3), Aron Pálmarsson 2 (8), Þórir
Ólafsson 1 (1), Ingimundur Ingimundarson 1 (2),
Ólafur Gústafsson (2),
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 14/2 (35/5,
40%), Björgvin Páll Gústavsson 1 (8/2, 13%),
Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón Valur 2, Snorri Steinn
2, Ásgeir Örn 2, Ingimundur )
Fiskuð víti: 3 (Guðjón, Kári, Ingimundur)
Utan vallar: 6 mínútur.
MEISTARADEILD EVRÓPU
REAL MADRID - GALATASARAY 3-0
1-0 Cristiano Ronaldo (8.), 2-0 Karim Benzema
(29.), 3-0 Gonzalo Higuain (72.)
Þetta var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum.
MALAGA - DORTMUND 0-0
Þetta var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum.
DOMINOS-DEILD KVENNA
SNÆFELL - KR 52-61
Snæfell: Kiarrah Marlow 15, HIldur Björg Kjart-
ansdóttir 12, Hildur Sigurðardóttir 11, Berglind
Gunnarsdóttir 8, Helga Björgvinsdóttir 6.
KR: Shannon Mcallum 25, Helga Einarsdóttir
15, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10, Guðrún Gróa
Þorsteinsdóttir 7, Anna Ævarsdóttir 2, Hafrún
Hálfdánardóttir 2.
KEFLAVÍK - VALUR 54-64
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 21/6 fráköst,
Bryndís Guðmundsdóttir 8, Jessica Ann Jenkins
8/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 7/4 fráköst,
Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 6/7 fráköst/4 varin
skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 3/6 fráköst,
Sandra Lind Þrastardóttir 1/5 fráköst.
Valur: Hallveig Jónsdóttir 17/4 fráköst, Jaleesa
Butler 14/19 fráköst/5 stoðsendingar/7 varin
skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 11/11 fráköst,
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/11 fráköst,
Ragnheiður Benónísdóttir 8/5 fráköst, Unnur Lára
Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst/6 stoðsendingar, Þórunn
Bjarnadóttir 3/5 stoðsendingar.
FÓTBOLTI „Við erum búnir að taka tvær æfing-
ar með þessum bolta og þetta er bara eitthvað
djók,“ segir Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörn-
unnar, en hann er ekki par sáttur við boltann
sem notaður verður í Pepsi-deildinni í sumar.
Boltinn er frá Adidas og leysir Nike-bolta af
hólmi sem hefur verið notaður síðustu tvö ár.
„Það er mjög skrítið að þessi bolti hafi
verið valinn þar sem það er hægt að fá betri
bolta á svipuðu verði. Þessi bolti er bara
lélegt rusl. Nike-boltinn í fyrra var mun
skárri. Við nennum ekki að spila með þessum
bolta. Ef gæðin eiga að verða betri í deild-
inni þá er lágmark að við fáum almennilegan
bolta.“
Það eru samtök félaga í efstu deild, Íslensk-
ur toppfótbolti, sem tekur ákvörðun um hvaða
bolta skal nota hverju sinni.
„Þessi bolti hefur verið í gangi í einhvern
tíma. Þessi bolti er í næsthæsta gæðaflokki
hjá Adidas rétt eins og Nike-boltinn sem var
notaður. Íslensk félög eru því miður ekki nógu
fjáð til þess að fara í dýrustu boltana,“ segir
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Íslensks
toppfótbolta og knattspyrnudeildar FH.
„Við erum kannski ekki nógu vísindalegir í
okkar vali en við erum að prófa okkur áfram.
Adidas er samt gott merki og ég efast um
að fyrirtækið láti frá sér bolta í næsthæsta
gæðaflokki sem ekkert er varið í.“
Samtökin leita eftir tilboðum frá bolta-
framleiðendum áður en ákvörðun er tekin.
Liðin vilja æfa með sama bolta og spilað er
með. Þess vegna er ekki óalgengt að þau
kaupi 30-50 bolta.
„Þá skiptir máli hvort boltinn kostar
5-6.000 eða 11-12.000 kr. Það munar um það.
Við erum að reyna að velja meiri gæði. Það er
líka oft trúarbragðaskoðun hvort menn vilja
Adidas eða Nike. Svo man ég að einhverjir
voru líka ósáttir þegar við ákváðum að nota
Nike-boltann. Þannig er þetta bara.“ - hbg
Lágmark að við fáum almennilegan bolta
Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, er mjög ósáttur við boltann sem á að nota í Pepsi-deildinni í sumar.
ÓSÆTTI Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, og Jón
Rúnar Halldórsson, formaður Íslensks toppfótbolta.
HANDBOLTI Deildar- og bikar-
meistarar Vals áttu fjóra leikmenn
í úrvalsliði N1-deildar kvenna fyrir
seinni hluta tímabilsins sem var
tilkynnt í gær. Þar af markvörðinn
Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur
sem var valin besti leikmaðurinn.
Þá var Stefán Arnarson, þjálfari Vals,
valinn bestur.
„Jenný hefur verið frábær í vetur
og á þetta fyllilega skilið,“ sagði
Stefán við Fréttablaðið í gær. „Hún
hætti auðvitað á sínum tíma og æfði
ekkert í fjögur ár. Svo kom hún til
okkar árið 2010 sem þriðji mark-
vörður en keppnisskap hennar hefur
fleytt henni í langt. Í dag er hún besti
markvörður landsins.“
Úrslitakeppni N1-deildar kvenna
hefst í kvöld en þá hefjast fjórðungs-
úrslit. Valur tekur þá á móti Haukum,
Fram mætir Gróttu, ÍBV leikur gegn
FH og Stjarnan við HK.
Flestir reikna með að mesta
spennan verði í síðastnefndu rimm-
unni en að Valur, Fram og ÍBV eigi
fremur greiða leið áfram í undanúr-
slitin. Stefán varar þó við vanmati.
„Í úrslitakeppninni byrja öll lið
með hreint borð og það getur því allt
gerst. Haukar eru með ungt lið sem
hefur bætt sig mikið. Við höfum sýnt
að við getum spilað illa og því höfum
við ekki efni á neinu vanmati.“ - esá
Jenný á þetta fyllilega skilið
BEST Guðný Jenný með Stefáni, þjálfara
sínum hjá Val. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Stella Sigurðardóttir ætlar að ákveða á allra
næstu dögum hvort hún tekur tilboði sem hún fékk
fyrr í vetur frá danska liðinu SönderjyskE. Ágúst Þór
Jóhannsson landsliðsþjálfari mun taka við þjálfun
liðsins í sumar.
„Þetta er spennandi tilboð enda skemmti-
legur staður og gott lið. Ég hef reyndar ekki farið
sjálf til að skoða aðstæður en Gústa líst mjög
vel á þetta allt saman. Ég á ekki von á öðru en
að þetta sé allt 100 prósent,“ sagði Stella við
Fréttablaðið í gær.
Stella hefur leikið með Fram alla sína tíð og
hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu
þar að auki. Fram mætir Gróttu í úrslitakeppni
N1-deildar kvenna sem hefst í kvöld. - esá
Stella ákveður sig fl jótt
HANDBOLTI „Á skalanum einn til
tíu er þetta tíu plús. Þetta var frá-
bær sigur á einum erfiðasta úti-
velli í Evrópu,“ sagði glaðbeitt-
ur þjálfari íslenska liðsins, Aron
Kristjánsson, eftir sigurinn góða
í Maribor í gær.
Strákarnir voru undir frá upp-
hafi. Fyrri hálfleikur var í heild-
ina illa leikinn. Hvorki Alexand-
er Petersson né Aron Pálmarsson
komst á blað. Markverðir liðs-
ins vörðu þess utan aðeins fjögur
skot á meðan markvörður Slóvena,
Skof, varði 15 skot og var með 65
prósent markvörslu í fyrri hálf-
leik. Þrátt fyrir það var munurinn
aðeins fjögur mörk, 13-9, í hálfleik
og möguleiki að rífa sig upp í þeim
seinni.
Það er nákvæmlega það sem
strákarnir gerðu. Alexander hrökk
i gírinn og fór að raða inn mörk-
um. Aron Rafn varð öflugri með
hverri mínútu rétt eins og fyrir-
liðinn Guðjón Valur sem skoraði
lykilmörk.
Íslenska liðið jafnaði metin um
miðjan hálfleikinn og lokakaflinn
var æsilegur. Ísland komst yfir
í fyrsta skipti er rúmlega ein og
hálf mínúta var eftir. Guðjón Valur
skoraði lokamarkið 30 sekúndum
fyrir leikslok. Lokasókn heima-
manna misfórst og leikurinn fjar-
aði út.
Magnaður sigur í Maribor og
strákarnir búnir að næla í tvö stig
á erfiðasta útivelli sem þeir eiga
eftir að spila á.
Guðjón Valur átti magnaðan leik
og fór fyrir sínum mönnum sem
hafa oft leikið betur. Að ná samt
sigri er styrkleikamerki. Alex-
ander var frábær í síðari hálfleik,
Aron einnig í markinu. Snorri og
Ólafur Bjarki átti fína spretti.
„Þetta var gríðarlega erfiður
leikur enda er Slóvenía með frá-
bært lið sem er mjög samstillt
í sókninni. Þeir eru líka sterkir
maður á mann. Það er erfitt að
eiga við þetta lið. Mér fannst þeir
komast upp með grófan leik í upp-
hafi og svo varði Skof alveg stór-
kostlega. Það dró aðeins úr okkur
tennurnar. Við vorum samt ekki að
vinna nógu vel fyrir hvorn annan í
fyrri hálfleik,“ sagði Aron en það
var allt annað að sjá íslenska liðið
í síðari hálfleik en það þurfti þá að
vinna upp fjögurra marka forskot
heimamanna.
„Þá byrjum við að vinna miklu
betur fyrir hvorn annan. Þá kemur
upp miklu betra flæði í sókninni
og við vorum hættulegri í öllum
árásum einn á móti einum. Þá
fáum við fleiri góð færi.“
Þjálfarinn segir að fleiri þætt-
ir hafi gert það að verkum að liðið
komst inn í leikinn í síðari hálfleik
og kláraði hann síðan undir lokin.
„Aron kemur af krafti í mark-
ið og ver vel. Það gefur vörninni
víst öryggi. Alexander kom sterk-
ur upp og Ólafur Bjarki var einn-
ig með mikilvæga innkomu. Við
vorum því að fá frá bekknum sem
var mjög mikilvægt. Það var gríð-
arlegur karakter í þessu hjá strák-
unum sem gáfu allt í þetta. Kári
kom inn undir lokin á öðrum fæt-
inum, skoraði og lagði upp mikil-
væg mörk.“
Strákarnir eru komnir í ansi
góða stöðu í riðlinum eftir þennan
leik en tvö lið fara áfram á EM í
Danmörku.
„Þetta voru tvö frábær stig og
þessi sigur var mikilvægur í leið
okkar til Danmerkur. Þessi sigur
gerir það að verkum að við höld-
um pressu á riðlinum allt til loka,“
sagði Aron en hans menn taka á
móti Slóvenum á sunnudag. Sigur
þar kemur liðinu langleiðina á EM.
„Slóvenarnir munu mæta mjög
grimmir í þann leik. Vilja bæta
fyrir þennan leik og þurfa sár-
lega á sigri að halda. Það verður
gríðar lega erfitt og við þurfum því
að koma okkur fljótt aftur niður á
jörðina.“
henry@frettabladid.is
Á hraðleið til Danmerkur
Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að Evrópumeistaramótinu í Danmörku á næsta ári þegar liðið vann
frækinn sigur, 28-29, á Slóveníu í Maribor í gær. Það var á brattann að sækja nær allan leikinn hjá okkar
mönnum en þeir sigu fram úr undir lokin og fögnuðu sigri. Strákarnir eru með fullt hús eft ir þrjá leiki.
MAGNAÐUR Alexander Petersson snéri aftur í íslenska landsliðið í gær og hann fór á kostum í síðari hálfleik. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SKORÐAI Cristiano Ronaldo fagnar hér
marki sínu í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
SPORT