Fréttablaðið - 04.04.2013, Blaðsíða 12
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 12
Átakið Grænn apríl hófst í
gær, en því er ætlað að auka
umhverfis vitund almennings hér
á landi. Þetta er þriðja árið í röð
sem Grænn apríl er haldinn.
Átakinu var hrundið af stað
á Reykjavík Natura hótelinu í
gær af fulltrúum átaksins og
bakhjörlum þess. Bakhjarlarn-
ir skrifuðu undir yfirlýsinguna
„Smart að vera umhverfisvænn“,
þar sem fram kemur að þeir vilji
sem einstaklingar, fyrirtæki
og samfélag vera í fararbroddi
þegar kemur að umhverfis-
málum.
Ætlun verkefnisins er að hvetja
framleiðendur og seljendur
umhverfisvænna hluta til þess
að auglýsa og kynna þá, svo að
almennir neytendur geti valið þá
vöru og þjónustu umfram annað.
Icelandair Hotel Reykjavík
Natura, Tryggingamiðstöðin,
Olís, 365 miðlar, umhverfisráðu-
neytið og Reykjavíkurborg styðja
við Grænan apríl. „Við erum afar
þakklátar fyrir að hafa fengið
góða og trausta bakhjarla með
okkur í Grænan apríl í ár. Eink-
um og sér í lagi að fá sterk og
framsækin fyrirtæki í lið með
okkur sem skilja hversu mikil-
vægt það er að sinna umhverf-
inu,“ segir Guðrún Bergmann,
annar verkefnastjóri Græns
apríl. Hún segir einnig mikilvægt
að bæði umhverfisráðuneytið og
Reykjavíkurborg hafi stutt verk-
efnið frá upphafi, það sýni að
stefna stjórnvalda sé í samræmi
við markmið Græns apríl. - þeb
Átakið Grænn apríl hófst í þriðja sinn í gær:
Þykir smart að vera
umhverfisvænn
HRUNDIÐ AF STAÐ Sólborg Steinþórsdóttir frá Hotel Reykjavík Natura, Kjartan
Vilhjálms son frá Tryggingamiðstöðinni, Guðrún Bergmann hjá Grænum apríl,
Guðrún Jónsdóttir hjá Olís, Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, og Ingibjörg Gréta Gísla-
dóttir hjá Grænum apríl skrifuðu undir yfirlýsinguna í gær. MYND/HELENA STEFÁNSDÓTTIR
SHIFT_
NISSAN
QASHQAI
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Bílahúsið
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
421 8808
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
FJÓRHJÓLADRIFINN QASHQAI
DÍSIL FRÁ 5.090 ÞÚS. KR.
ENGIN FURÐA AÐ QASHQAI ER SVONA VINSÆLL
Flestir sem hafa keypt sér nýjan jeppling á árinu 2012 hafa valið Nissan Qashqai.
Þeir sem kaupa Qashqai eru að leita að fallegum fjórhjóladrifnum bíl, sem er
hagkvæmur í rekstri og góður í endursölu.
Eldsneytisnotkun einungis frá 4,6l/100km.
· 20 cm veghæð
· Litaðar rúður
· Tölvustýrð loftkæling
· 5 stjörnu einkunn í EURO Ncap
· Fjórhjóladrif með LOCK stillingum
· Handfrjáls Bluetooth símabúnaður
· Bakkskynjari
· 17“ álfelgur og margt fleira
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
9
4
0
Ekki er nóg að vera í vel byggðu
húsi sem getur staðið af sér jarð-
skjálfta heldur ættu þeir sem búa
á jarðskjálftasvæðum að gæta
þess að ganga vel frá innanstokks-
munum svo þeir valdi ekki skaða
ríði stór skjálfti yfir.
„Það er mikilvægt að fólk gangi
þannig frá heimilum sínum að það
sé sem minnst hrunhætta,“ segir
Magnús Tumi Guðmundsson, pró-
fessor í jarðeðlisfræði við Háskóla
Íslands.
Hann segir íslensk hús sem upp-
fylla reglugerðir sem settar voru á
sjöunda áratug síðustu aldar eiga
að standa af sér jarðskjálfta. Hætt-
an sé því mest á því að lenda undir
hlutum sem fari á hreyfingu í jarð-
skjálfta.
Hillur og skápa ætti að festa við
veggi með þar til gerðum festing-
um. Til að forðast óþarfa eignatjón
er gott að geyma brothætta innan-
stokksmuni ekki þar sem þeir geta
dottið auðveldlega.
Nánari upplýsingar um viðbrögð
við jarðskjálftum má finna í síma-
skránni og á vef Almannavarna.
brjann@frettabladid.is
Mikilvægt að búa
sig undir skjálftann
Íbúar jarðskjálftasvæða ættu að gera allt sem hægt er til að verja sjálfa sig og eigur
sínar fyrir tjóni. Ganga ætti frá heimilum þannig að sem fæst geti hrunið í skjálfta.
HÆTTA Íslensk hús eru flest byggð til að þola jarðskjálfta. Fólki stafar því yfirleitt
mest hætta af innanstokksmunum sem detta í jarðskjálftum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HVAÐ SKAL GERA?
■ Leita skjóls, til dæmis í dyragætt, í horni þar sem tveir burðarveggir koma
saman eða undir borði.
■ Krjúpa, skýla höfði og halda sér.
■ Halda ró sinni.
■ Ef fólk er úti er best að fara ekki inn fyrr en hættan er liðin hjá og forðast
að vera nærri húsum þar sem eitthvað gæti hrunið.
HVAÐ BER AÐ VARAST?
■ Að hafa hillur og skápa upp við veggi sem ekki eru festar við veggina.
■ Að vera með þungar myndir og myndir í glerrömmum hangandi yfir
rúmum.
■ Að vera með vasa og aðra þunga hluti hátt uppi í hillum.
■ Að vera með eitthvað sem getur dottið yfir rúmi.
Í JARÐSKJÁLFTA
Það er mikilvægt að
fólk gangi þannig frá
heimilum sínum að það sé
sem minnst hrunhætta.
Magnús Tumi Guðmundsson prófessor