Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 39
FIMMTUDAGUR 4. apríl 2013 | SKOÐUN | 31
Eitt brýnasta viðfangsefnið er að
lækka skuldir heimilanna í land-
inu. Þær stökkbreyttust og hækk-
uðu með verðbólgunni og á sama
tíma lækkaði markaðsverð hús-
næðis. Þær ráðstafanir sem grip-
ið hefur verið til duga skammt.
Þess vegna er svo mikilvægt
að ráðast til atlögu við skulda-
vandann. Ekki með ímynduðum
hókus pókus aðgerðum. Heldur
með raunverulegum aðgerðum,
sem búið er að reikna út til hlítar
og við vitum að muni virka fyrir
almenning.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
lagt fram tillögur, sem við höfum
undirbúið vel og fela í sér 20%
lækkun á skuldum. Þetta eru
útfærðar og raunhæfar tillögur
sem hægt er að hrinda í fram-
kvæmd mjög hratt. Tillögur sem
fela í sér að fimmta hver króna
af skuldum fólks falli brott, eru
tillögur sem munu hafa gríðarleg
áhrif á hag heimilanna í landinu.
Það er ómótmælanlegt.
Út á hvað ganga tillögurnar
En hvernig virka þessar tillögur?
Þær eru í rauninni tvíþættar:
1. Einstaklingar fá allt að 40
þúsund krónur á mánuði í sér-
stakan skattaafslátt vegna
afborgana af íbúðaláni. Skatta-
afslátturinn fer beint inn á höf-
uðstól lánsins til lækkunar. Öllum
stendur þessi leið til boða. Þetta
lækkar skuldir fólks þar sem
þessi skattalegi ávinningur sem
fólk fær, fer til þess að greiða inn
á lánið, sem lækkar það og dreg-
ur þess vegna úr skuldabyrðinni
strax, varanlega og til frambúðar.
2. Hitt atriðið skiptir líka mjög
miklu máli. Við leggjum til að
opnað verði fyrir fólk að greiða
séreignasparnað sem það aflar
sér, bæði launþegaframlagið og
atvinnurekendaframlagið, beint
inn á lánin sín. Þetta hefur sömu
áhrif. Lánið lækkar strax og
varan lega til frambúðar. Þarna
er mikinn ávinning að hafa. Fjár-
munir sem greiddir eru í dag inn
á séreignalíf-
eyrissparnað,
eru skattfrjálsir
þegar þeir eru
greiddir inn.
Þegar þeir eru
teknir út, greið-
ast af þeim full-
ir skattar. Með
því að ráðstafa
þeim inn á hús-
eignina til lækk-
unar á lánum,
losna menn í
rauninni við þessa skatta, en búa
sér til eign í húsnæðinu. Það er
það sem við almennt höfum flest
gert í gegnum tíðina og þarna er
verið að búa okkur til möguleika
í því með þessum hætti.
Gagnast skuldugum heimilum
og eru framkvæmanlegar strax.
En hverjum gagnast þess-
ar ráðstafanir? Svarið er öllum
skuldugum heimilum. En hlut-
fallslega munar mestu fyrir þá
sem hafa tiltölulega lægri tekjur
og ekki ofurskuldir, vegna þess
að við höfum rætt um að skatta-
afslátturinn geti ekki orðið
umfram 40 þúsund krónur. Þetta
er þess vegna tekjujafnandi
aðgerð, þvert á það sem einstaka
pólitískir andstæðingar hafa sagt.
En hversu framkvæmanlegar
eru þessar tillögur? Þær eru mjög
vel framkvæmanlegar. Kostnaður
fyrir ríkissjóð verður ekki meiri
en svo að við það verður vel ráðið.
Þetta eru ekki óraunhæf gylliboð,
enda sjá aðrir um þá pakka. Við
höfum lagt áherslu á að reikna
áhrifin fyrir almenning til hlítar
og skoða hvort þessar tillögur skili
árangri og séu framkvæmanlegar
tafarlaust. Við vitum að þessar til-
lögur skila umtalsverðum ávinn-
ingi fyrir almenning; 20% skulda-
lækkun er hlutur sem um munar.
Og við vitum að þær eru fram-
kvæmanlegar og það strax.
20% skuldalækkun
FJÁRMÁL
Einar K.
Guðfi nnsson
alþingismaður
➜ Við leggjum til að opnað
verði fyrir fólk að greiða
séreignasparnað sem það
afl ar sér, bæði launþega-
framlagið og atvinnurek-
endaframlagið, beint inn á
lánin sín. Þetta hefur sömu
áhrif. Lánið lækkar strax og
varanlega til frambúðar.
advania.is/fermingar
Verið velkomin í verslun okkar að Guðrúnartúni 10.
Hvort sem þú ert tónlistarunnandi, tölvunörd,
námshestur, ljósmyndari eða hefur bara gaman
af góðum græjum, þá er fermingargjöfin hjá okkur.
Fullt hús af
og svo kennum við
græjurnar!ykkur á
fermingargjöfum
Win 8
ÖRNÁMSKEIÐ
FYLGIR FRÍTT
11 - 15
Laugardaga
8 - 17
Opið virka daga
Verð: 99.990 kr.
Inspiron 15 (3521)
Öflug fartölva, falleg
og endist og endist.
Verð: 39.990 kr.
Canon Ixus 240HS
Alvöru myndavél á
skuggalega flou verði.
Verð: 127.990 kr.
iPhone 5
Einn vinsælasti sími
í heimi á frábæru verði.
Verð frá 11.990 kr.
Urbanears Plaan heyrnartól
Töff útlit og frábær hljómur.
Win 8
ÖRNÁMSKEIÐ
FYLGIR FRÍTT
Verð frá 5.999 kr.
X-mini II ferðahátalarar
Litlir og neir með ótrúlegum
hljómburði. Margir litir.
Verð: 69.990 kr.
Nexus 7 spjaldtölva
Ne og kröug með 3G.
Verð frá 149.990 kr.
Inspiron 15R (5521)
Þessi hefur hlotið mjög góða dóma. Er með
stórum og björtum skjá, aragðs vinnslugetu og
endingargóðri ralöðu. Fæst í nokkrum litum.
Lesandi góður.
Hver yrðu
fyrstu verk þín,
ef þú hygðist
tryggja þér ein-
ræði í einhverju
landi?
Jú, vitaskuld
myndir þú fyrst
af öllu tryggja
þér yfirráð
yfir hernum,
dómsvaldinu,
lögreglu og
fjármálunum. Þannig gætir þú
trónað sem einvaldur.
Hvernig hefur þetta verið á
Íslandi á umliðnum áratugum?
Ísland er að vísu herlaust land.
Þegar litið er til baka og sagan
rifjuð upp kemur á daginn að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ætíð lagt á það megináherslu í
stjórnarmyndunum með öðrum
flokkum að hafa sín megin ráðu-
neyti dómsmála og þar með yfir-
stjórn lögreglu, fjármálaráðu-
neytið og forsætisráðuneytið.
Þessu fylgir vitaskuld sú við-
leitni að koma „sínum mönnum“
til valda í hinum ýmsu stofn-
unum og það hefur verið gert
svikalaust.
Hin ráðuneytin, sem nær
engu máli skipta í þessu sam-
hengi, hafa gjarnan mátt vera
í höndum samstarfsflokksins,
s.s. heilbrigðismál, menntamál,
félagsmál, umhverfismál, utan-
ríkismál og fleiri.
Styður þú þessa einræðis-
tilburði Sjálfstæðisflokksins í
komandi kosningum, lesandi
góður?
Vilt þú
einræði
á Íslandi?
STJÓRNMÁL
Björn Ólafur
Hallgrímsson
hæstaréttar-
lögmaður