Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 4

Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 4
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Rangt var farið með nafn Hólmfríðar Lilju Bjarkar í blaði gærdagsins. STJÓRNSÝSLA Undirnefnd á vegum allsherjar- og menntamála nefndar Alþingis um kynferðisbrot gegn börnum vill að metið verði hvort auka megi heimildir lögreglu til að forða börnum frá kynferðis- ofbeldi og hafa uppi á kynferðis- brotamönnum. Þá yrði lagt mat á kosti þess og galla að auka heim- ildir lögreglu til að nota tálbeitur við störf sín til að ná til þeirra sem gerst hafa sekir um kynferðisbrot eða eru grunaðir um slíkan verkn- að. Þetta var meðal þess er kom fram á blaðamannafundi nefndar- innar í gær. Nefndin vill að metið verði í samstarfi við sveitarfélögin hvort æskilegt sé að stofna gagnagrunn með upplýsingum um dæmda kyn- ferðisbrotamenn sem yrði aðgengi- legur fyrir vinnuveitendur sem ráða fólk til starfa með börnum og ungmennum. Einnig leggur nefnd- in til að fjárveitingar til rannsókn- ardeilda lögreglunnar um allt land og embættis ríkissaksóknara verði auknar meðal annars vegna mik- illar fjölgunar kynferðisafbrota- mála sem tilkynnt hafa verið til lögreglunnar. Lögð er áhersla á mikilvægi Barnahúss og vill nefndin að Barnahús verði eflt með auknum fjárveitingum. Vill nefndin hvetja dómara til að nýta sér þjónustu Barnahúss án þess að hlutast til um sjálfstæði þeirra, en athygli vekur að dómarar nota þjónustuna mismikið eftir landshlutum. Dóm- arar við Héraðsdóm Reykjavíkur nýta þjónustu Barnahúss minnst. Til greina komi að skikka dóm- ara til að nota Barnahús í slíkum málum. Að sögn Skúla Helgasonar er frumvarp þess efnis til skoðun- ar í innanríkisráðuneytinu. Um fjórföld aukning hefur orðið á málum sem tilkynnt voru lög- reglu og tengjast kynferðisbrotum gegn börnum á fyrstu mánuðum ársins. Samkvæmt bráðabirgða- tölum úr málaskrá lögreglu voru 42 slík mál tilkynnt í janúar 2013 miðað við um tíu mál að meðaltali í hverjum mánuði á árunum 2007 til 2012. Í nefndinni sitja Skúli Helgason, Þorgerður Katrín Gunnars dóttir, Siv Friðleifsdóttir og Þuríður Backman og er hlutverk hennar að vinna að tillögum til úrbóta varð- andi meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum. hanna@frettabladid.is Vilja kanna hvort eigi að skikka dómara í barnahús Nefnd á vegum Alþingis vill að lagt verði mat á kosti og galla tálbeita við rannsókn kynferðisbrota gegn börnum. Lagt er til að fjárveitingar lögreglu og verði auknar og fræðsla um kynferðisofbeldi í skólum verði efld. 1 Fjárveitingar til rannsóknardeilda lögreglu og embættis saksóknara verði auknar. 2 Metið hvort auka eigi heimildir lögreglu og lagt verði mat á kosti og galla á notkun tálbeita. 3 Fylgt verði eftir vitundarvakningu stjórnvalda í grunnskólum til að auka fræðslu barna um kyn- ferðisofbeldi. 4 Metið verði hvort æskilegt væri að stofna gagnagrunn með upp- lýsingum um dæmda kynferðis- brotamenn. 5 Alvarleg kynferðisbrot gegn börnum verði alltaf tilgreind í sakavottorðum. 6 Forvarnir og meðferðarúrræði fyrir gerendur verði efld. 7 Stutt verði við frjáls félaga- samtök sem hlúa að þolendum kynferðisbrota. 8 Barnahús verði eflt með auknum fjárveitingum. Hugað verði að því að bjóða sérstaka þjónustu fyrir börn á aldrinum 15 til 17 ára. 9 Metið verði hvort gera þurfi breytingar á aðkomu barnaverndar nefnda að börnum sem orðið hafa fyrir kynferðis- ofbeldi, til að flýta fyrir máli á rannsóknarstigi. Kannað hvort æskilegt sé að koma á beinu sambandi á milli Neyðarmóttöku LSH, lögreglu og Barnahúss. 10 Barnaverndarnefndir verði efldar faglega. Metið verði hvort ráðlegt sé að stækka umdæmi þeirra. NEFNDIN LEGGUR FRAM 10 ATRIÐI TIL NÁNARI SKOÐUNAR NEFNDIN Skúli Helgason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Þuríður Backman eru í nefnd á vegum Alþingis sem vann að tillögum til úrbóta varðandi meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lögð var áhersla á mikilvægi Barnahúss og vill nefndin að Barnahús verði eflt með auknum fjárveitingum. Skúli Helgason formaður nefndarinnar LEIÐRÉTT Í umfjöllun Markaðsins um Þorstein Víglundsson, nýjan framkvæmdastjóra SA, í gær misritaðist fornafn Þorsteins í ummælum Rannveigar Rist, forstjóra ÍSAL. 217,3055 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,4 123,98 186,52 187,42 158,13 159,01 21,211 21,335 21,223 21,347 18,989 19,101 1,3190 1,3268 184,92 186,02 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 03.04.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur 5-13 m/s. KÓLNANDI VEÐUR Hiti verður að 10°C á sunnan- og suðvestanverðu landinu í dag en fer kólnandi á landinu í kvöld. Næstu daga má búast við vægu frostu norðan og austan til en 0-6 stiga hita sunnan- og vestanlands. 5° 4 m/s 7° 3 m/s 8° 3 m/s 8° 2 m/s Á morgun 3-10 m/s. Gildistími korta er um hádegi 6° -1° 2° -3° -3° Alicante Basel Berlín 20° 11° 4° Billund Frankfurt Friedrichshafen 5° 10° 14° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 4° 4° 23° London Mallorca New York 4° 20° 11° Orlando Ósló París 24° 2° 7° San Francisco Stokkhólmur 15° 5° 6° 2 m/s 6° 2 m/s 4° 2 m/s 2° 4 m/s 3° 3 m/s 4° 3 m/s 2° 2 m/s 5° 0° 2° -2° -3° Telpan sem lést þegar fjórhjól, sem hún var farþegi á, valt í Breiðdal á páskadag hét Lilja Rán Björns- dóttir. Hún var þriggja ára, fædd 2. febrúar 2010, dóttir Björns Jónssonar frá Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og Sig- rúnar Rögnu Rafnsdóttur frá Skjöldólfsstöðum í Breiðdal. Lilja Rán átti heima að Tjarnarlöndum 22 á Egils- stöðum. Systur hennar heita Sunneva Rós og Guðný Ósk. Lét lífið í fjórhjólaslysi DANMÖRK Lyfjaeftirlitið í Dan- mörku (ADD), sem vinnur gegn steranotkun meðal annars með virku eftirliti á fjölda einkarekinna líkamsræktarstöðva, fær almennt ekki aðgang að æfingastöðvum lög- reglumanna. Þetta segir í Politiken. Síðustu ár hafa komið upp nokk- ur mál þar sem lögregluþjónar hafa orðið uppvísir að neyslu og sölu á sterum og vaxtarhormónum, en óljóst er með umfang þar sem lítið sem ekkert eftirlit er í gangi. Politiken hefur eftir Peter Ibsen, formanni landssambands lögreglu- manna, að þessi staða komi honum á óvart. Hann hvetur til nánari samvinnu milli lögreglu og ADD. „Í hvert sinn sem slík dæmi koma upp skaðar það ímynd okkar meðal almennings, þannig að ef við getum komið okkur saman um lausn á málinu gerum við það gjarna.“ Ibsen leggur þó áherslu á að hann þekki ekki til þess að stera- neysla sé almennt vandamál í lög- reglunni. - þj Líkamsræktarstöðvar dönsku lögreglunnar standa utan eftirlits: Ekkert lyfjaeftirlit hjá löggunni KEMUR Á ÓVART Formanni lands- samtaka danskra lögreglumanna kemur á óvart að lögreglan taki ekki þátt í eftirliti ADD með líkamsræktarstöðvum. NORDICPHOTOS/GETTY Lyfjaeftirlitsstofnun Danmerkur, Anti Doping Danmark (ADD), er sjálfs- eignarstofnun sem var sett á laggirnar í byrjun árs 2005. Á meðal verkefna ADD er eftirlit með líkamsræktarstöðvum sem hafa gert samning um vottun þar að lútandi. Samkvæmt frétt Politiken hafa aðeins tvær æfingastöðvar hjá lögreglunni fengið þessa vottun. ➜ Votta almennar æfingastöðvar FASTEIGNIR Veltan á fasteigna- markaði á höfuðborgar svæðinu í síðustu viku var minni en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vef Þjóðskrár Íslands. Þinglýstum kaupsamningum fækkaði úr 114 samningum í 85 og veltan fór úr 4,2 milljörðum í 2,5. Hins vegar er meðalvelta síðustu tólf vikna mun meiri nú en á sama tíma á síðasta ári. Hún er nú 3,6 milljarðar en var 2,7 í fyrra. - þj Fasteignamarkaðurinn: Minni velta á markaðnum nú

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.