Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 31

Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 31
TÍSKA | FÓLK | 3 Konum hefur lengi þótt eftirsókn-arvert að skarta löngum augn-hárum. Margar setja upp gervi- augnhár við sérstök tilefni til að gera þau lengri og umfangsmeiri en síðustu ár hafa sífellt fleiri farið í augnhára- lengingu. Þá eru augnhár úr trefjahárum límd á augnhárin sem fyrir eru. Einungis eitt augnhár er límt á í einu og yfirleitt 40 til 60 hár á hvert auga. Hárin eru svört og uppbrett og þarf ekki að nota maskara eða augnhárabrettara á eftir. Lengingin endist í þrjár til sjö vikur. „Þetta hefur lengi verið vinsælt hjá stórstjörnum úti í heimi en verður sífellt vinsælla hér á landi,“ segir Ósk Ágústs- dóttir hjá snyrtistofunni Heilsu og fegurð í Turninum. Hún hefur starfað við fagið í níu ár. „Ég byrjaði að bjóða upp á augn- háralengingar árið 2007 og hef orðið vör við mikla aukningu síðustu ár. Þetta er með því allra heitasta í snyrtigeiranum og finnst nútímakonum augljóslega frábært að vakna með fallega augnumgjörð dag hvern.“ En hvaða konur nýta sér þetta helst? „Til mín koma konur á öllum aldri þó flestar séu á aldrinum 25 til 60 ára. Þetta er tilvalið fyrir konur með stutt augnhár og þær sem hafa lítinn tíma á morgnana enda óþarfi að nota maskara þótt það sé vissulega hægt, vilji konur gera enn meira úr augnhárunum. Þetta er þó ekki síður fyrir þær sem vilja einfaldlega skarta sínu allra fegursta.“ Ósk segir lenginguna haldast frá þrem- ur upp í sjö vikur en það fer allt eftir því hversu hraður vöxtur eigin augnhára er. „Margar koma í fulla lengingu fyrst en svo er hægt að koma í hálfa og eins er gott að koma reglulega í lagfæringu til að hárin haldist alltaf fín. Full lenging tekur um það bil eina og hálfa klukkustund. Kon- urnar eru með lokuð augu á meðan og margar sofna á meðan á meðferð stendur. En fer lengingin illa með augnhárin? „Nei, ekki ef þetta er rétt gert. Það hafa verið alls kyns gróusögur í gangi og umræður hér og þar um að konur missi augnhárin. Ég vil árétta að svo er alls ekki. Þær sem hafa lent í vandræðum hafa því miður ekki fengið rétta meðhöndlun. Þá er verið að nota of mikið lím sem veldur því að augnhárin fara í klessu sem myndar of mikið álag á augnhárin sem fyrir eru. Eins getur það valdið því að konan fer að nudda augun óhóflega mikið og jafnvel að reyna að slíta hárin af og þar með eigin hár í leiðinni. Sé þetta hins veg- ar vel gert og af varkárni og vel hugsað um lengingarnar er engin hætta. Fyrir þær sem eru ekki tilbúnar í augnháralenginu en eru með veik, stutt eða léleg augnhár mælir Ósk með Uber- lash-augnháranæringunni sem skilar að hennar sögn undraverðum árangri. „Hún byggir upp hárvöxtinn á mettíma og verða augnhárin lengri og þykkari. Hana má líka nota á augabrúnir og hefur reynst hún reynst konum sem hafa verið að reyna að safna augabrúnum án árangurs mjög vel.“ Nánari upplýsingar er að finna á augnhar.is. ■ vera@365.is ÓMÓTSTÆÐILEG AUGNUMGJÖRÐ LENGRI AUGNHÁR Augnháralenging verður sífellt vinsælli en þá er eitt og eitt gerviaugnhár límt á augnhárin sem fyrir eru og dugar lengingin í allt að sjö vikur. Augnhárin verða þéttari og lengri og augnumgjörðin opnari. MIKILL MUNUR Augnháralenging hentar meðal annars þeim sem eru með stutt og ljós augnhár. MYND/VALLI Á DÖFINNI Ósk er að fara af stað með nám- skeið í augnháralengingu á snyrtistofunni Heilsu og fegurð. Hún er á annarri hæð í Turninum á Smáratorgi. FYRIR EFTIR EFTIR Fallegur vorfatnaður Eigum flottar buxnaleggings á kr. 6.900.og 7.900.- 6.900 kr. - fleiri litir 4.900 kr. - fleiri litir og munstur Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Við erum á Facebook Belladonna á Facebook Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Við eigum allt frá undirkjólum til yfirhafna Stærðir 40-58 Vertu þú sjálf- vertu BELLA DONNA Aprílsprengja í Flash 25% afsl. af öllum vÖrum fimm -laugardag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.