Fréttablaðið - 04.04.2013, Blaðsíða 2
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Halldór Sævar, þú ert ekki
hræddur við að renna blint í
sjóinn?
„Nei, það er ég ekki hræddur við. En
ég fór einu sinni næstum í sjóinn í
kajakferð við Vestur-Grænland.“
Halldór Sævar Guðbergsson, sem er blindur
og fyrrverandi formaður bæði Blindra-
félagsins og Öryrkjabandalagsins, hefur vakið
athygli fyrir að nota bæði reiðhjól og skíði.
NÝSKÖPUN Nú er hægt að nálgast
á íslensku þroskaleiki fyrir unga-
börn sem spila má í snjallsímum
og á netinu. Leikina má spila á vef-
síðunni www.soffia.net, eða sækja
sem „app“ (smáforrit) í Android-
snjallsíma á smáforritavefnum
Google Play. Aðgangur að leikjun-
um og smáforritunum er án endur-
gjalds.
Soffía Gísladóttir, annar
aðstandenda vefsins, segist hafa
farið að stað með verkefnið eftir
að hún eignaðist stúlku fyrir þrem-
ur árum. „Þegar hún var svona níu
mánaða til eins árs þá vorum við
að leita að afþreyingu á Youtube
og fundum ekkert íslenskt efni,“
segir hún. Þegar stúlkan var síðar
farin að söngla stafrófsþuluna upp
á enska vísu sá Soffía að hún yrði
að taka til sinna ráða. „Og fyrst
ekkert efni var til á íslensku, þá
bjó ég það bara til.“
Þegar Soffía fór ekki alls fyrir
löngu aftur í fæðingarorlof langaði
hana til að halda vinnunni áfram
og búa til fleiri leiki. „Og ég aug-
lýsti eftir samstarfi frá einhverj-
um sem hugsanlega væri líka í
fæðingarorlofi.“ Þá hafði Helga
Einarsdóttir samband, sem líkt og
Soffía hafði lokið námi frá Marg-
miðlunarskólanum.
„Hún var til í að koma í þetta
með mér og síðan þá erum við búin
að búa til tölustafa-app og setja
upp vefsíðu.“
Fyrsta kastið segir Soffía að um
hálfgert hugsjónastarf að ræða
við að búa til stafrænt þroska-
efni fyrir ungabörn. Í framhald-
inu standi hins vegar til að hafa af
verkefninu tekjur og í því augna-
miði hafi þær stöllur stofnað fyrir-
tækið Lean Laundry.
„Við erum svona að skoða
möguleikana til framtíðar þegar
fleiri öpp verða til,“ segir hún,
en af smáforritunum eru til bæði
íslenskar og enskar útgáfur. „Og
við myndum kannski frekar selja
ensku öppin, eða gætum mögulega
selt aðgang að flóknari útfærslum
á leikjum, en haft aðrar opnar.“
Núna vinna Soffía og Helga að
því að búa til flóknari stafaleiki
og aðrar tegundir þroskaleikja þar
sem börn geta lært á form, árstíðir
og hvað eina skemmtilegt. Þá segir
Soffía unnið að því að útbúa útgáfu
af smáforritunum sem þegar eru
til, sem hlaða megi í iPhone-síma
úr Apple Store á netinu.
olikr@frettabladid.is
Bjuggu til smáforrit
sem efla þroska barna
Íslenskir þroskaleikir fyrir ung börn eru nú til í snjallsíma og á netinu. Tvær konur
í fæðingarorlofi eiga fyrirtækið Lean Laundry og búa til smáforrit sem efla eiga
þroska barna og skemmta um leið. Hagnaðarvonin er á stærri markaði erlendis.
SOFFÍA OG HELGA MEÐ UNGVIÐIÐ Í loftið er komin vefsíðan www.soffia.net þar sem
er að finna stafrófs- og tölustafaleiki fyrir börn frá eins árs aldri og upp í fimm ára.
Leikina er líka hægt að fá fyrir snjallsíma og meira er á leiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL Ákæra ríkis saksóknara
gegn barnaníðingnum Karli
Vigni Þorsteinssyni var þingfest
í Héraðs dómi Reykjavíkur í gær.
Fram kom á Vísi í gær að Karl
Vignir væri ákærður fyrir brot
gegn fjórum einstaklingum og að
hann hefði ekki tekið afstöðu til
sakarefnisins við þingfestinguna
í gær.
Málefni Karls Vignis komust í
brennidepil í janúar þegar Kast-
ljós fjallaði um áratugalangan
brotaferil hans. Hann gekkst við
því í Kastljósþættinum að hafa
níðst á tugum barna. Flest málin
eru fyrnd, en þau sem hann er
ákærður fyrir núna eru hins vegar
nýleg.
Umræðan um mál Karls Vignis
hefur síðan getið af sér öldu kyn-
ferðisbrotamála hjá lögreglu-
umdæmum á landinu öllu. - sh
Mál barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar komið fyrir dóm:
Ákærður fyrir brot gegn fjórum
JÁTAÐI TUGI BROTA Karl Vignir gekkst
við því í Kastljósi að hafa misnotað tugi
barna um áratugalangt skeið.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SVÍÞJÓÐ Tveir afganskir drengir
hafa fundist í Uppsölum í Svíþjóð
á undanförnum dögum, og virðist
sem þeir hafi verið yfirgefnir.
Um helgina fannst tíu ára
drengur fyrir utan aðallestar-
stöðina í borginni. Hann var grát-
andi og talaði ekki sænsku. Með
hjálp vegfaranda tókst lögreglu
að komast að því að drengurinn
var frá Afganistan. Hann vissi
ekki hvar hann var staddur en
sagðist hafa verið skilinn eftir.
Á þriðjudag fannst svo þrettán
ára drengur á svipuðum slóðum.
Hann gat gert grein fyrir því
hvaðan hann var.
Lögregla hefur nú hafið rann-
sókn á málunum, og því hvort
þeim hafi verið smyglað til lands-
ins. - þeb
Fundust yfirgefin í Svíþjóð:
Afgönsk börn
skilin eftir
FJARSKIPTI Póst- og fjarskipta-
stofnun hefur gefið út sjö tíðni-
heimildir fyrir 4G-þjónustu á
Íslandi.
Fjarskiptafyrirtækin Vodafone
og Nova fengu tvær tíðnir hvort,
til tíu ára og Síminn fékk eina, til
tíu ára.
Þá fékk 365, móðurfyrirtæki
Fréttablaðsins, úthlutað tveimur
heimildum, annarri til tíu ára og
hinni til 25 ára.
Heildarupphæð tilboða í heim-
ildirnar nemur 226 milljónum
króna. - þj
Nýjung á fjarskiptamarkaði:
Fjögur fengu
úthlutað 4G
HÁHRAÐI Fjögur fyrirtæki hafa fengið
úthlutað heimildum fyrir 4G-þjónustu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DÓMSMÁL Saksóknari í Danmörku
hefur gefið út ákæru á hendur ell-
efu manns, þar af átta Íslendingum,
fyrir að smygla samtals 66 kílóum
af amfetamíni frá
Hollandi til Dan-
merkur í þremur
ferðum frá því í
nóvember 2011
og fram í septem-
ber 2012.
RÚV greindi
fyrst frá ákær-
unni í gær og
sagði hana vera í
átta liðum. Þrír varði amfetamíns-
myglið og fimm þeirra minni brot.
Tveir menn eru taldir vera höfuð-
paurar smyglhringsins. Annar
þeirra er Íslendingur, Guðmund-
ur Ingi Þóroddsson að nafni. Hann
er 38 ára og hefur verið búsettur á
Spáni um skeið. Guðmundur hlaut
árin 2000 og 2002 fimm og sjö
ára fangelsisdóma hérlendis fyrir
e-töflusmygl.
Hinn höfuðpaurinn í málinu, að
mati saksóknara, er 43 ára Dani.
Hann heitir Peter Baungaard og
hlaut í fyrra ellefu ára fangelsisdóm
fyrir vörslu á 31 kílói af amfetamíni
á heimili sínu í Óðinsvéum. Dómn-
um var áfrýjað og því hefur hann
ekki hafið afplánun.
Árið 1994 var Baungaard dæmd-
ur í sextán ára fangelsi fyrir að
höfuðkúpubrjóta 83 ára gamlan
milljónamæring með vínflösku og
kyrkja hann síðan. Afbrotaferill
hans hófst þegar hann var sautján
ára og hefur hann hlotið dóma fyrir
líkamsárásir, innbrot og vopnalaga-
brot.
Tveir Íslendingar til viðbótar eru
ákærðir fyrir að taka þátt í skipu-
lagningu smyglsins og fimm fyrir
að hafa tekið við fíkniefnunum og
reynt að selja þau. - sh
Annar höfuðpaurinn kyrkti aldraðan milljónamæring árið 1994:
Guðmundur og félagar ákærðir
MIKIÐ AMFETAMÍN
Lögreglan í Danmörku
birti þessa mynd af
amfetamíninu sem
falið var í bíl sem kom
frá Hollandi.
GUÐMUNDUR
INGI ÞÓRODDS-
SON
Stórum hluta Pakistana á aldrinum
18 til 29 ára finnst að landinu eigi
að vera stjórnað eftir sjaríalögum
frekar en lýðræðislegu kerfi samkvæmt
nýrri breskri könnun. Fram kemur að
einungis 14% styðja stjórnvöld en
herinn nýtur 77% stuðnings ungra
Pakistana. Herstjórn fékk einnig meiri
stuðning í könnuninni en lýðræðislega
kosin stjórnvöld. Þingiskosningar fara
fram í Pakistan þann 11. maí.
PAKISTAN
Meirihluti vill sjaríalög
SAMGÖNGUR Umferð um hring-
veginn jókst um 10,6 prósent
í mars í samanburði við sama
mánuð í fyrra. Á vef Vega-
gerðarinnar segir að ekki hafi
mælst svo mikil aukning milli
marsmánaða frá því að talning
hófst árið 2005.
Munurinn hafði áður mælst
mestur 10,3 prósent milli mars-
mánaða 2007 og 2008. 15,6 pró-
senta samdráttur mældist á milli
sömu mánaða 2010 og 2011.
- þj
Tölur Vegagerðarinnar:
Metaukning á
marsumferð
JARÐSKJÁLFTAR Stöðugir skjálft-
ar voru í allan gærdag í Skjálf-
andadjúpi. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Veðurstofu Íslands er
skjálftavirknin enn mjög mikil og
má búast við skjálftum af svip-
aðri stærð á svæðinu áfram.
Virknin í Skjálfandadjúpi hefur
færst bæði til norðvesturs og
suðausturs af meginskjálftanum
sem var af stærð 5,5 um eittleytið
aðfaranótt 2. apríl.
Stórir skjálftar, 4,6 og 4,7 stig
á Richter, mældust í fyrrinótt
og margir eftirskjálftar fylgdu í
kjölfarið. - sh
Enn skelfur fyrir norðan:
Búast má við
fleiri skjálftum
GRÍMSEY Stórir skjálftar mældust í
Skjálfandadjúpi í fyrrinótt.
Fyrst ekkert efni var til
á íslensku, þá bjó ég það
bara til.
Soffía Gísladóttir,
annar eigenda Lean Laundry
SPURNING DAGSINS
FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU
Þér er boðið á opinn stjórnamálafund í dag
Höfn á Hornafirði, Nýheimum kl. 12
með Arndísi Soffíu Sigurðardóttur og Þórbergi Torfasyni.
Kirkjubæjarklaustri, Systrakaffi kl. 20
með Svandísi Svavarsdóttur og Arndísi Soffíu Sigurðardóttur.
Ísafirði, Rögnvaldarsal í Edinborgarhúsinu kl. 20
með Steingrími J. Sigfússyni og Lilju Rafney Magnúsdóttur.
Rjúkandi kaffi og líflegar umræður.
ÞÓRBERGURSVANDÍS LILJA RAFNEYARNDÍS SOFFÍASTEINGRÍMUR
OPNIR STJÓRNMÁLA-
FUNDIR Í DAG
ALLIR
VELKOMNIR