Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 6
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Kjósendur draga það sífellt leng-
ur að ákveða hvaða flokkur fær
atkvæði þeirra í kosningum. Í síð-
ustu kosningum ákvað nærri helm-
ingur kjósenda sig í síðustu vik-
unni fyrir kosningar.
„Það sem virðist vera að gerast
er að fólk er lengur að ákveða sig
endanlega,“ segir Svandís Nína
Jónsdóttir, sem starfar sem töl-
fræðingur hjá Rannís.
Hún heldur erindi um skoðana-
kannanir tengdar þingkosningum
á opnum fundi á vegum Félags
stjórnmálafræðinga á Sólon í
kvöld, og vitnar meðal annars í
rannsóknir Félagsvísindastofn-
unar Háskóla Íslands sem gerðar
eru eftir hverjar þingkosningar.
Alls ákváðu 28 prósent kjósenda
hvað þeir ætluðu að kjósa í kosn-
ingunum árið 2009 á kjördag. Þá
ákváðu nítján prósent til viðbótar
sig ekki fyrr en í síðustu vikunni
fyrir kosningarnar. Tæplega helm-
ingur kjósenda, um 47 prósent,
ákvað sig því ekki fyrr en innan
við vika var í kosningarnar.
„Þetta þýðir ekki að fólk sé
algerlega óákveðið fram að þeim
tíma, en þetta fólk tekur endan-
lega ákvörðun mjög seint,“ segir
Svandís.
Hún segir að þróunin sé að verða
sú að sífellt fleiri taki ákvörðun á
síðustu stundu. Í kosningunum
2003 tóku 28 prósent ákvörðun
innan við viku frá kosningum.
Hlutfallið var komið í 35 prósent
fyrir kosningarnar 2007, og 47 pró-
sent fyrir síðustu kosningar.
„Þetta þýðir að flokkarnir hafa
tækifæri til að ná til fólks alveg
fram að kjördegi,“ segir Svandís.
Hún segir að þessi þróun gæti
skýrst af því að fólk sé opnara
fyrir atburðum líðandi stundar,
eða að það fylgist betur með allt
fram að kosningum.
Konur eru líklegri en karlar
til að draga það að taka ákvörð-
un. Alls tók 51 prósent kvenna
ákvörðun innan við viku fyrir síð-
ustu kosningar, samanborið við 44
prósent karla.
Svandís segir þetta hafa sýnt sig
í könnunum, konur séu almennt
varkárari, og að því er virðist treg-
ari til að gefa upp ákvörðun sína.
brjann@frettabladid.is
2013
1. Hversu margir Íslendingar breyttu
um nafn í fyrra?
2. Hver er formaður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga?
3. Í hvaða slóvensku borg fór leikur
Slóvena og Íslendinga fram í gær?
SVÖR:
1. Alls 8.730 manns. 2. Ólafur G. Skúlason.
3. Í borginni Maribor.
Kjósendur seinni að
velja á milli flokka
Flokkarnir hafa tækifæri til að ná til um helmings kjósenda fram í síðustu vikuna
fyrir kosningar. Nær helmingur kjósenda ákvað hvað hann ætlaði að kjósa innan
við viku fyrir síðustu þingkosningar. Kjósendur nýrra framboða ákveða sig seinna.
Kjósendur minni framboðanna
ákváðu sig almennt seinna en þeir
sem kusu stóru framboðin fjögur í
síðustu kosningum. Tveir þriðju hlutar
þeirra sem kusu Borgarahreyfinguna
eða Frjálslynda flokkinn ákváðu sig
innan við viku fyrir kosningar.
Svandís Nína Jónsdóttir, sérfræð-
ingur hjá Rannís, segir þetta sýna
fram á sóknarfæri fyrir nýju framboð-
in, sem hafa mörg hver ekki mælst
með mikið fylgi í skoðanakönnunum
nú í aðdraganda kosninga.
Hún segir ekkert benda til þess að
fjöldi nýrra framboða valdi því að fólk
ákveði seinna hvað það ætli að kjósa.
Það hafi oft verið talsverður fjöldi
minni framboða í kosningum án þess
að það hafi þau áhrif. Kosningarnar
2003 og 2007 hafi verið óvenjulegar
þar sem þá hafi svo fá minni framboð
boðið fram.
Sóknarfæri fyrir litlu framboðin
➜ Hersu löngu fyrir kosningarnar
2009 ákvaðstu þig endanlega?
➜ Hversu löngu fyrir kosningarnar
2009 ákvaðstu þig endanlega?
Fermingargjöfin
fæst í Líflandi
Lífland hefur að bjóða frábærar gjafir
fyrir æsku landsins. Vandaðar og
notadrjúgar flíkur með klassísku sniði.
Fatnaður fyrir unga hestamenn,
beisli, hnakkar og aukahlutir í úrvali.
Lífland verslun Akureyri | Lónsbakka 601
Akureyri | sími 540 1150
Lífland verslun Reykjavík | Lynghálsi 3
110 Reykjavík | sími 540 1125
www.lifland.is
➜ Hversu löngu fyrir kosningar
ákvaðstu þig endanlega?
■ 2003
■ 2007
■ 2009
Á kjördag Í vikunni
fyrir
kosningar
Viku fyrir
kosningar
8-30
dögum fyrir
kjördag
Meira en
mánuði
fyrir kjörd.
40%
30%
20%
10%
0%
14
%
14
%
11
%
0%
13
%
13
%
42
%
23
%
16
% 1
9%
6% 7
% 7%
19
%
28
%
Á kjördag Í vikunni
fyrir
kosningar
Viku fyrir
kosningar
8-30
dögum fyrir
kjördag
Meira en
mánuði
fyrir kjörd.
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
24
%
20
%
8%
18
%
7%
12
%
12
%
26
%
20
%
33
%
■ Karlar
■ Konur
Framsókn
Sjálfstæðisflokkur
Samfylking
Vinstri græn
Frjálslyndi flokkurinn
Borgarahreyfingin
49% 51%
46% 54%
50% 50%
48% 52%
67% 33%
68% 32%
■ Á kjördag eða í vikunni fyrir kosningar ■ Viku fyrir kosningar eða fyrr
DÓMSMÁL Kristján Arason, fyrr-
verandi yfirmaður einkabanka-
þjónustu Kaupþings, var ekki í
persónulegum ábyrgðum fyrir
öllum 1,7 milljörðunum sem hann
fékk að láni til hlutabréfakaupa í
bankanum fyrir hrun.
Þótt skuldin við bankann hafi
staðið í rúmum tveimur milljörð-
um í desember 2010 er það því
ekki öll sú upphæð sem slitastjórn
bankans hefur stefnt honum til
að greiða, ólíkt því sem sagði í
blaðinu í gær.
Guðni Ásþór Haraldsson, lög-
maður slitastjórnarinnar, stað-
festi við blaðið að málið sner-
ist um skuldina sem stofnað
var til með lánveitingunni til
hlutabréfakaupanna, en upp-
hæðin var fengin úr skýrslu
rannsóknarnefndar Alþing-
is.
Guðni vill ekki upp-
lýsa hversu há krafan
í stefnu slitastjórnar-
innar er. Samkvæmt
upplýsingum Frétta-
blaðsins var um nokkur lán að
ræða og var Kristján í mis-
mikilli persónulegri ábyrgð
fyrir hverju þeirra.
Fram kom í Fréttablaðinu
í gær að allur Héraðsdómur
Reykjaness hefði lýst sig van-
hæfan í málinu vegna mægða
dómstjórans við Kristján.
Dómari úr Héraðsdómi
Reykjavíkur var fenginn í
málið í staðinn. - sh
Krafa slitastjórnar Kaupþings á hendur Kristjáni Arasyni ekki tveir milljarðar:
Ekki í ábyrgð fyrir öllu saman
KRISTJÁN ARASON
SVÍÞJÓÐ Tveir menn eru í haldi
lögreglu í Stokkhólmi, grunaðir
um að hafa myrt konu og sundur-
limað lík hennar. Lík konunnar
fannst í íbúð í suðurhluta borgar-
innar á þriðjudagskvöld.
Annar mannanna hringdi í lög-
reglu seint á þriðjudagskvöld,
tilkynnti um líkið og sagði hinn
manninn ábyrgan fyrir morðinu.
Að sögn lögreglu tengjast menn-
irnir tveir.
Lögregla hefur ekki greint frá
því hvernig konan var myrt. - þeb
Tveir menn í haldi í Svíþjóð:
Myrtu konu og
sundurlimuðu
VEISTU SVARIÐ?