Fréttablaðið - 04.04.2013, Blaðsíða 22
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22
Ein er sú umræða sem
verður æ mikilvægari:
Hvernig mun Evrópu-
sambandið þróast á
komandi árum? Áhersla
stjórnmálanna undanfar-
ið hefur fyrst og fremst
verið á að hafa hemil á
þeirri krísu sem skekið
hefur heiminn, stundum
að því marki að erfitt er
að greina hvort fylgt sé
skýrri stefnu. Eftir fjöl-
marga fundi hefur leið-
togaráð ESB komist að
þeirri niðurstöðu að unnið
skuli að frekari samruna. Þessi
leið hefur verið samþykkt, þó
ekki án tregðu nokkurra aðildar-
ríkjanna, en hin þýska forysta
(sem leggur til lausnir og streit-
ist gegn öðrum) hefur tekið þá
afgerandi afstöðu að útiloka aðra
valkosti frá umræðunni. Á síðustu
þremur og hálfu ári hefur gömul
umræða einnig komið fram í
dagsljósið: Getum við ætlað öllum
aðildarríkjunum að fara á sama
hraða? Ef ekki, hvernig á þá að
nálgast þessar aðstæður? Lausnin
hefur verið fólgin í svokölluðum
breytilegum samruna, en þannig
geta sum lönd tekið frekari þátt
í samrunanum, á meðan aðrir
ílengjast í biðstofunni.
Þó getur verið erfitt að við-
halda þessari skynsamlegu
nálgun. Sem dæmi má nefna að
sáttmálinn um samræmi í ríkis-
fjármálum (e. fiscal compact)
hefur verið samþykktur og full-
giltur af 25 aðildarríkjum – Bret-
land og Tékkland sögðu nei. Þetta
er ekki í fyrsta sinn sem frum-
kvæði hefur verið innleitt sem á
uppruna sinn utan aðgerðaramma
ESB – það var einnig raunin með
Schengen-svæðið. Ástandið getur
þó haft í för með sér óþekktar
afleiðingar þar sem sáttmálinn
um samræmi í ríkisfjármálum
er áfangi á leið til frekari sam-
þættingar á öðrum stefnum (t.d.
bankasamstarfi og ríkisfjármála-
sambandi). Þá er það enn mikil-
vægara að allar þær leiðir og
gerningar sem hafa verið skap-
aðar á síðustu árum, sem og þær
sem eru í burðarliðnum, eru mót-
aðar fyrir evrusvæðið.
Aukinn sveigjanleiki
Því lengra sem evrusvæðið geng-
ur til að leiðrétta annmarka sína,
þeim mun meira eykst bilið á
milli þess, þeirra ESB-ríkja sem
bundin eru af samningum um að
sameinast á einhverjum tíma-
punkti, og þeirra sem hafa valið
að taka ekki þátt í evrusamstarf-
inu (Bretland og Danmörk). Að
sama skapi verður þeim mun
erfið ara að viðhalda jafnvægi
innan ESB en til að mynda erum
við nú að hugleiða fjárhagsáætlun
fyrir evrusvæðið, sniðmát fyrir
evru svæðið í Evrópu þinginu
o.s.frv. Þar að auki hafa sum lönd
ákveðið að taka samrunann skref-
inu lengra. Ellefu ríki innan evru-
svæðisins hafa ákveðið að koma á
sameiginlegum skatti á fjármála-
viðskipti.
Breytilegur samruni er ekki
nýtt fyrirbæri, en ósvaraðar
spurningar kunna að skjóta upp
kollinum á næstu árum, þar sem
breytilegur samruni gæti færst
frá því að vera sjálfgefinn yfir
í að vera markmið í sjálfu sér.
Þetta gæti til að mynda falið í
sér að sum verkefni væru aðeins
ætluð sumum aðildarríkjum og
ekki öðrum.
Umræðan í Bretlandi bætir
einnig nýrri vídd við þessa
umræðu: Hvað ef ein-stærð-hent-
ar-öllum samruninn hefur náð
eins langt og hann getur og að það
sé kominn tími til að bjóða upp
á meiri sveigjanleika fyrir þau
lönd sem vilja taka þátt í nýjum
og spennandi stefnum? Mikilvægi
þessarar spurningar mun vaxa
þar sem samruni fær á sig æ nei-
kvæðari blæ meðal almennings í
ríkjum Evrópusambandsins.
Hvaða lögun tekur
ESB í framtíðinni?
Ég man hversu upprifin
ég var þegar amma mín
sagði mér frá sinni ferm-
ingu. Hún sagði að það
hefði verið merkilegur
dagur því þann dag hefði
hún komist í fullorðinna
tölu og fengið sitt fyrsta
úr. Amma mín, sem fædd-
ist í torfbæ norður í landi,
sagði að öllu hefði verið til
tjaldað til að gera daginn
sem glæsilegastan. Ég var
átta ára og það sem vakti
mesta athygli mína var
að ég yrði fullorðin eftir
aðeins nokkur ár og fengi þá loks-
ins að njóta allra þeirra forréttinda
sem mér voru meinuð sem barni.
Eftir því sem að nær dró ferm-
ingardeginum jókst áhuginn á því
að verða fullorðin, en ekki á ferm-
ingunni sjálfri. Hvernig átti ég að
vita hvort ég væri kristin eða ekki?
Og ef svo væri, vildi ég vera það
um alla tíð? Eftir mikla umhugs-
un tilkynnti ég fjölskyldunni að ég
ætlaði svo sannarlega að komast í
fullorðinna tölu um vorið en vildi
ekki láta ferma mig. Undirtektirn-
ar voru ekki jákvæðar, nema frá
föðurömmu minni sem var prests-
ekkja. Hún sagðist vel skilja að ég
gæti ekki tekið þessa ákvörðun á
þessum tímapunkti því ég væri
bara barn. Að lokum fékk ég það í
gegn að fermast ekki. Hvort maður
fermist eða ekki hefur engin
úrslitaáhrif á framtíð manns en
það er erfitt fyrir ungt fólk að fara
gegn venjum samfélagsins.
Á hverri mínútu ganga þúsund-
ir ungra stúlkna í gegnum mun
afdrifaríkari athöfn, oftast gegn
vilja sínum; þær eru gefnar í
hjónabönd. Þrátt fyrir að lög í vel-
flestum samfélögum segi til um að
börn þurfi að hafi náð 18 ára aldri
til að giftast er meðalaldur brúða
víða 14 ár og í Bangladess eru 12
prósent brúða gift undir 12
ára aldri. Vandinn er víð-
tækur en 39 þúsund stúlk-
ur eru gefnar í hjónaband
á hverjum degi! Ef ekkert
verður að gert verða 140
milljónir stúlkna giftar á
næstu tíu árum.
Ástæður þess að stúlk-
ur eru gefnar í hjónaband
á unga aldri eru ekki ein-
faldar. Flestar hafa þó lítið
eða ekkert val. Rótgróið
kynjamisrétti, samfélags-
legur þrýstingur, fátækt
foreldra og skortur á tæki-
færum til menntunar og atvinnu
eru þó helstu ástæður þessa víð-
tæka vanda.
Upprætum barnabrúðkaup
Afnám ofbeldis gegn stúlku-
barninu er áhersluatriði Styrktar-
sjóðs UN Women í ár. Sjóðurinn
leggur mikla áherslu á að stuðla
að hugarfarsbreytingu svo hjóna-
bönd stúlkna verði afnumin. Rann-
sóknir sýna að slík hjónabönd
hafa víðtæk áhrif á samfélagið í
heilsufarslegu, efnahagslegu sem
og félagslegu tilliti. Stúlkur sem
giftast kornungar fá síður tæki-
færi til að mennta sig og eiga þar
af leiðandi síður kost á góðu starfi
sem gerir þær efnahagslega sjálf-
stæðar. Einnig eru ómenntaðar
mæður ólíklegri til að hvetja sín
börn til menntunar og að brjótast
þannig úr fátækt.
Mæðradauði er gífurlega hár á
meðal unglingsstúlkna í þróunar-
ríkjum og helsta dánarástæða
stúlkna á aldrinum 15 til 18 ára er
vandamál á meðgöngu eða við fæð-
ingu. Flestar þessara ungu mæðra
eru í hjónabandi. Meðganga og
fæðing ógna ekki einungis lífi
mæðranna, ungbarnadauði er
50% hærri meðal barna unglings-
stúlkna en mæðra á þrítugsaldri.
Rannsóknir sýna að stúlkur sem
giftast ungar eru mun líklegri en
aðrar til að verða fyrir líkamlegu,
andlegu og kynferðislegu ofbeldi.
Valdamunur stúlknanna og eigin-
mannanna hindrar þær í að krefj-
ast réttinda sinna og oft hamlar
tengdafjölskylda stúlkum að eiga
í samskiptum við fjölskyldu sína
og vini. Mikilvægt er að koma í
veg fyrir að slík hjónabönd eigi
sér stað og við verðum að stuðla
að valdeflingu þeirra stúlkna sem
nú þegar eru giftar.
Þjóðarleiðtogar hafa sammælst
um mikilvægi þess að draga úr
fátækt fyrir árið 2015. Til þess að
árangur náist verðum við að taka
höndum saman. Mikilvægur liður
í því er að raddir hinna fjölmörgu
barnabrúða fái að heyrast og skiln-
ingur á stöðu þeirra vaxi.
UN Women á Íslandi hefur
hrundið af stað auglýsinga herferð
sem minnir okkur á að 14 ára
stúlkur eru ekki komnar í full-
orðinna tölu. Á síðustu hundrað
árum hefur orðið mikil hugarfars-
breyting á Íslandi varðandi hlut-
verk kynjanna og ólíkra kynslóða í
samfélaginu. Hefðir eru nefnilega
ekki óbreytanlegar. Líkt og mann-
réttindafrömuðurinn Desmond
Tutu minnir á: „Hefðir lifa ekki
einar og sér, þær eru búnar til af
fólki. Þess vegna getum við breytt
þeim. Ég hef séð slíkar breytingar
sjálfur. Upprætum barnabrúðkaup
á einni kynslóð. Þetta eru börn,
ekki brúðir.“
Í fullorðinna tölu?
SAMFÉLAGS-
MÁL
Inga Dóra
Pétursdóttir
framkvæmdastjóri
UN Women á
Íslandi
➜ Mæðradauði er gífurlega
hár á meðal unglingsstúlkna
í þróunarríkjum og helsta
dánarástæða stúlkna á
aldrinum 15 til 18 ára er
vandamál á meðgöngu eða
við fæðingu.
➜ Getum við ætlað öllum
aðildarríkjunum að fara á
sama hraða? Ef ekki, hvernig
á þá að nálgast þessar að-
stæður? Lausnin hefur verið
fólgin í svokölluðum breyti-
legum samruna.
EVRÓPUMÁL
Vivien
Pertusot
yfi rmaður skrifstofu
frönsku alþjóðamála-
stofnunarinnar í
Brussel
Opið frá kl. 11–20 alla daga
Engihjalla og Granda
/Ú FÆ
R[ M
EIRA
FYRIR
PENI
NGIN
N
Í ICEL
AND
Á EINSTÖKU VER[I
BORGARAR
HAKK &
Á
m
eð
an
b
irg
ði
r e
nd
as
t
799kr. kg
ESJA svín
ahakk
999kr. pk
4 x 115
g ham
borgar
ar og b
rauð
Á
m
eð
an
b
irg
ði
r e
nd
as
t
1.389kr. kg
ESJA nau
tgripahak
k
4 stóri
r 115 g
hambo
rgarar
með
fjórum
stórum
brauðu
m