Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 8
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
SAMFÉLAGSMÁL „Við erum að tala
um mjög gróft ofbeldi þegar menn
eru farnir að skipuleggja verknað-
inn líkt og í þessum brotum,“ segir
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga-
móta. Í nýrri ársskýrslu samtak-
anna kemur fram lyfjanauðgunum
fjölgaði á síðasta ári. Ljóst þykir að
brotavilji gerenda sé einbeittur enda
þurfi að hafa töluvert fyrir verknað-
inum og hann sé skipulagður fyrir
fram.
Alls leituðu 22 einstaklingar
til Stígamóta í fyrra eftir að hafa
verið byrlað ólyfjan og nauðgað í
kjölfarið. Það eru fleiri tilvik en
nokkru sinni áður. Í flestum tilvik-
um kemur gerandinn lyfinu, sem er
í duft- eða töfluformi, fyrir í glasi
þolanda sem missir minnið og hluta
meðvitundar.
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að tveir skemmtistaðir í
borginni séu oftar nefndir en aðrir
í tengslum við mál af þessu tagi.
Þetta eru B5 við Bankastræti og
Austur við Austurstræti.
„Þetta er ofboðslega erfitt fyrir
alla að eiga við. Ef manneskja hefur
einbeittan ásetning þá er svo lítið
sem við getum gert. Ég held reglu-
lega fundi með mínu starfsfólki og
við höfum búið okkur til verkferla.
Við erum alltaf að reyna að gera
betur og reynum að vera mjög vak-
andi. Okkur er alls ekki sama og
ég fagna umræðunni,“ segir Björn
Jakobs son, eigandi B5.
Ásgeir Kolbeinsson er eigandi
Austur. Hann segist með vitaður
um vandann og hafa nú þegar ráð-
ist í aðgerðir vegna þessa. „Við
gerum auðvitað allt sem við getum
og þegar við verðum varir við eitt-
hvað þessu líkt þá tökum við á því
um leið.“ Aðspurður segir hann ekki
óeðlilegt hlutfallslega séð að mál
sem þessi komi oft upp á stöðunum
tveimur þar sem þeir séu mjög vin-
sælir og fjölsóttir.
Aðrir skemmtistaðaeigendur
sem rætt var við segjast fremur
vanmáttugir gagnvart málum sem
þessum og kalla eftir samstilltu
átaki lögreglu og annarra skemmti-
staðaeigenda til þess að uppræta
megi vandann.
Mikil umræða var um lyfja-
nauðganir á síðasta ári þegar
Thelma Dögg Guðmundsdóttir ýtti
úr vör átaki gegn slíkum nauðgun-
um eftir að henni var byrluð ólyfjan
á B5. Hún varð þess vör og leitaði
aðstoðar dyravarða, sem skeyttu
litlu um málið á þeirri stundu. „Ég
er ekki hissa á þessari fjölgun og
það er mín tilfinning að flestir
þekki til að minnsta kosti einnar
manneskju sem lent hefur í þessum
aðstæðum,“ segir Thelma Dögg.
Hún hyggst standa fyrir sams konar
átaki í ár. „Það er svo mikilvægt að
halda umræðunni á lofti því við
erum svo gjörn á að hunsa vanda-
málin.“ maria@frettabladid.is
Lyfjanauðgunum fjölgaði í fyrra
Alls leituðu 22 aðstoðar vegna lyfjanauðgana í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Stígamóta. Fréttablaðið hefur heimidlir fyrir að
lyfjanauðganamál tengist oft tveimur skemmtistöðum. Kona sem varð fyrir lyfjanauðgun segir þörf á vakningu og úrbótum í lögum.
ÁRSSKÝRSLAN KYNNT Í GÆR Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta (önnur frá hægri), kynnti ársskýrsluna á fundi í gær. Í
skýrslunni kemur meðal annars fram að 22 urðu fyrir lyfjanauðgun í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Ég einangraði mig og er enn að vinna úr mínum
málum í dag. Það er verst að vita ekki neitt. Heldur hafa
bara á tilfinningunni að eitthvað hræðilegt hafi gerst,“
segir ung kona sem varð fyrir lyfjanauðgun. Hún segist
hafa fyllst vanmáttarkennd þegar ekkert fannst í blóði
hennar við komu á Neyðarmóttöku tæpum sólarhring
eftir inntöku drykkjar. Konan var þó algjörlega viss um
að glæpur hefði átt sér stað.
Forsaga málsins er sú að konan hafði verið að vinna
á næturvakt á bar og hugðist, að vakt lokinni, drekka
glas sem staðið hafði á barborðinu, óhreyft að hún hélt.
Hún veit síðan ekki af sér fyrr en daginn eftir þegar
hún vaknaði með karlmann ofan á sér. Augljóst var að
kynferðismök höfðu átt sér stað. Konan segist sannfærð
um að það hafi ekki verið með hennar vilja. Þrátt fyrir
að sokkabuxur hennar hafi verið rifnar við kynfæri og
hún með sýnilega áverka dugði það ekki til við að ná
fram ákæru í málinu. Við skýrslutöku hjá lögreglu gat
konan ekki gert grein fyrir því hvernig áverkarnir höfðu
komið til sökum óminnisástands. „Ég veit það kann að
hljóma skringilega en ég vildi að ég hefði minninguna
um brotið. Í staðinn hef ég bara sannfæringu mína og
það er svo erfitt að vita að brot hafi átt sér stað, en
geta samt ekki sagt nákvæmlega hvað gerðist. Það gerir
mann svo vanmáttugan,“ segir hún. Maðurinn bar af
sér sakir og sagði konuna hafa verið samþykka verknað-
inum en mjög ölvaða. Hún hefur nú unnið að mestu
úr reynslu sinni en segir þörf á vakningu í samfélaginu
og kallar eftir úrbótum í lögum er snúa að kynferðis-
ofbeldi.
DRAKK EINN DRYKK OG RANKAÐI VIÐ SÉR 10 KLUKKUTÍMUM SEINNA
Það er mín tilfinning
að flestir þekki til að
minnsta kosti einnar
manneskju sem hefur lent
í þessum aðstæðum.
Thelma Dögg Guðmundsdóttir
í forsvari átaks gegn lyfjanauðgunum
Tugir látnir eftir rigningu
1 ARGENTÍNA Tugir manna hafa látist af sökum flóða í Buenos
Aires í Argentínu undanfarna daga.
Gríðarlega mikil rigning dundi í
nokkrar klukkustundir á héraðinu,
300 til 400 millimetrar. Mikil flóð
urðu, enda víða lélegt holræsakerfi.
Margir þeirra sem létust sátu fastir í
bílum sínum.
350 þúsund manns hafa orðið fyrir
barðinu á flóðunum með einhverjum
hætti og þúsundir hafa þurft að yfir-
gefa heimili sín.
Hætta að leita að Kony
2 ÚGANDA Yfirvöld í Úganda hafa hætt að leita að stríðsherranum
Joseph Kony í nágrannaríkinu Mið-
Afríkulýðveldinu.
Kony var leiðtogi Frelsishers
drottins, uppreisnarmanna í Úganda.
Hann er ákærður fyrir stríðsglæpi
fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum.
Uppreisnarmenn tóku völdin í
Mið-Afríkulýðveldinu fyrir tíu dögum
og segja stjórnvöld í Úganda að upp-
reisnarmennirnir séu ekki hliðhollir
þeim. Talið er að Kony og hans menn
séu í felum í skógum Mið-Afríkulýð-
veldisins. 3 FRAKKLAND Meðlimir í Femen-femínistahreyfingunni
mótmæltu íslamistum í París í gær.
Þessi maður reifst við konurnar á
mótmælafundinum. NORDICPHOTOS/AFP
HEIMURINN
1
2
3