Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 62
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54
„Það er rosalega gaman að hafa gert þetta og líka
að hafa lært tvennt í leiðinni. Að ég hef meiri tíma
en ég hélt og ég lærði aðferð til að anda,“ segir
söngvarinn Bergþór Pálsson.
Hann lauk nýverið við útsaumsteppi sem hann
byrjaði að sauma fyrir rúmum tveimur árum. Um
er að ræða endurgerð aldagamals riddarateppis
sem er á annarri hæð Þjóðminjasafnsins. „Ég var
oft búinn að horfa á þetta í bókinni hans Kristjáns
Eldjárns sem heitir Hundrað ár í Þjóðminjasafni.
Ég var búinn að dást að þessu frá því að ég var lítill
og mér fannst furðulegt að fólk skyldi hafa tíma
til að gera þetta í kringum 1700. Þá hafði það ekki
þessa fínu lampa sem ég hef aðgang að,“ segir Berg-
þór, sem var nálægt því að fallast hendur í byrjun.
„Þegar ég var búinn með um það bil einn fer-
sentímetra hugsaði ég með mér að þetta yrði
aldrei búið. Ég hef alltaf haldið því fram að ég sé
uppteknasti maður á Íslandi en svo uppgötvaði
ég hvað við eigum í raun margar mínútur í sólar-
hringnum sem við notum ekki.“
Bergþór segist vera mikill áhugamaður um
öndun og ákvað að nota útsauminn sem öndunar-
æfingu. „Þarna sá ég að það passaði að sauma
eitt spor og anda inn og annað spor og anda út. Þá
fann ég súrefnisnæringuna og kyrrðina færast
yfir mig.“ Hann sér ekki eftir tímanum sem fór í
teppið. „Það var rosalega gaman að sjá þetta fara
upp á vegg.“
- fb
Eyddi tveimur árum í gerð útsaumsteppis
Söngvarinn Bergþór Pálsson lærði tvennt við endurgerð gamals riddarateppis úr Þjóðminjasafninu.
HJÁ TEPPINU Bergþór Pálsson hjá útsaums-
teppinu sem hann hefur nýlokið við.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Breska tónlistarhátíðin All Tomorrow´s Parties verð-
ur haldin á Íslandi helgina 28. til 29. júní á gömlu
herstöðinni Ásbrú. Fréttablaðið greindi frá því á
dögunum að samningar væru við það að nást um að
halda hátíðina.
Ekki verður tilkynnt um hvaða hljómsveitir spila á
Íslandi fyrr en 16. apríl en miðasala er engu að síður
hafin á atpfestival.com. Tilboðsverð til 16. apríl er 15
þúsund krónur án gistingar. „Við lofum að þetta mun
ekki svíkja neinn. Fyrir þá sem eru algjörlega pott-
þéttir að þeir ætla að fara þá er gott að geta tryggt
sér miða strax. Það getur líka vel verið að allir Bret-
arnir sem elta hátíðina hvert sem er verði fljótir að
ákveða að fara til Íslands,“ segir skipuleggjandinn
Tómas Young. Um fjögur þúsund miðar verða í boði.
Sex til átta erlendar sveitir spila á hátíðinni en
alls stíga um tuttugu á svið. Ein erlendu sveitanna er
mjög fræg. „Hún gnæfir yfir allt og alla. En þessar
sem eru minni eru ekki heldur af verri endanum.“
Tómas hefur undirbúið hátíðina í tvö ár, eða eftir
að hafa sótt hugmyndasmiðju í Ásbrú. Þar var leitað
að hugmyndum um hvað væri hægt að gera á gömlu
herstöðinni og datt honum í hug að halda hátíð í anda
All Tomorrow´s Parties.
ATP var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi og hafa
viðburðir á vegum hennar með alls kyns tónlistar-
stefnum verið haldnir víða um heim. Stofnandinn
Barry Hogan lofar flottri hátíð: „ATP hefur sterka
tengingu við Ísland og hljómsveitirnar sem munu
koma fram tryggja það að þetta verður ógleyman-
legur viðburður.“ -fb
Selja miða án staðfestra sveita
Breska tónlistarhátíðin All Tomorrow´s Parties verður haldin á Íslandi í sumar.
TÓMAS YOUNG Tómas hefur skipulagt hátíðina undanfarin
tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Ég verð sjaldan stressuð en er
komin með smá frumsýningar-
fiðring. Svo er röddin aðeins að
bresta en það er líklega tákn
um undirliggjandi stress,“ segir
María Dögg Nelson, sem frumsýn-
ir verkið Auka með Stúdentaleik-
húsinu í Norðurpólnum í kvöld.
Verkið er sagt gamansamt og
kraftmikið spunaverk sem hóp-
urinn allur á heiðurinn af ásamt
leikstjóranum Bjartmari Þórðar-
syni. Markmiðið í verkinu er að
svara því af hverju leiklistin er
heillandi og reyna þau að ögra
áhorfandanum að eigin sögn.
„Þetta er svona sketsasýning
þar sem við veltum fyrir okkur
hvað er leiklist og hvað gerir
hana svona heillandi fyrir áhorf-
andann. Af hverju finnst okkur
spennandi að horfa á hluti sem
við viljum ekki upplifa í raun-
veruleikanum, eins og morð, pynt-
ingar og ást í meinum sem okkur
þyrstir svo í að sjá á sviði?“ segir
María Dögg. Ásamt henni skipa
þau Andrés Pétur Þorvalds-
son, Ari Freyr Ísfeld Óskarsson,
Gunnar Smári Jóhannesson, Ing-
var Örn Arngeirsson, Iona Hunt-
ingdon Williams, Laufey Haralds-
dóttir og Þuríður Davíðsdóttir
leikhóp Stúdenta leikhússins í ár.
Æfingarferlið hefur staðið yfir
síðan í febrúar og fór María Dögg
í prufur hjá Stúdentaleikhúsinu
samhliða prufum í leiklistarnám
Listaháskóla Íslands sem fóru
fram á sama tíma. „Maður lærir
mikið á því að fara í prufur en svo
skemmtilega vildi til að ég komst
inn í bæði og er í skýjunum með
það,“ segir María Dögg, sem er
ein af tíu manns sem hefja nám
við leiklistardeild LHÍ í haust.
María Dögg er systir bardaga-
kappans Gunnars Nelson og segir
það fljótt hafa orðið ljóst hvað þau
systkinin myndu taka sér fyrir
hendur. „Þegar við vorum lítil var
ég alltaf að plata Gunna með mér í
að búa til leik- og dansverk og sýna
fyrir fjölskylduna í boðum. Í stað-
inn fór ég með honum í gamnislag
í sérstöku púðaherbergi sem við
vorum með heima hjá okkur.“
Sem fyrr segir er verkið Auka
frumsýnt í kvöld í Norðurpólnum
en því leikhúsi verður lokað í byrj-
un sumars og sýningin því sú síð-
asta sem þar fer fram. Miðaverð er
2.000 krónur og 1.500 krónur fyrir
nema. Hægt er að nálgast miða á
studentaleikhusid@gmail.com og í
síma 868-9721. alfrun@frettabladid.is
Fékk Gunnar bróður
í leik- og dansverkin
María Dögg Nelson er ein af leikurum Stúdentaleikhússins sem frumsýnir í kvöld
verkið Auka í Norðurpólnum. Hún kveðst ekkert kvíðin út af frum sýningunni.
Um spunaverk er að ræða þar sem leiklistarformið í heild sinni er krufi ð.
UNGAR OG EFNILEGAR
María Dögg Nelson og
Laufey Haraldsdóttir eru
í Stúdenta leikhúsinu sem
frumsýnir nýja sýningu í
kvöld. María Dögg er systir
Gunnars Nelson en Laufey
varð árið 2011 fyrsta
stúlkan til að vinna Gettu
betur-keppnina, með liði
Kvenna skólans.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Ég er mjög hrifin af Siríus súkkul-
aði og borða mikið af því. Páskarnir
eru því uppáhaldshátíðin mín og
alltaf mikil veisla.“
Elín Rún Jónsdóttir, menntaskólanemi og
leikkona
NAMMIÐ