Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 50

Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 50
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 Will Arnett, sem enn er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Gob Bluth í hinum ærslafullu Arrested Development-þáttum, hefur verið ráðinn til að fara með hlutverk í væntanlegri kvik- mynd um Ninjaskjaldbökurnar svoköll- uðu. Áður hefur verið staðfest að Megan Fox verður í leikhóp myndarinnar um Teenage Mutant Ninja Turtles, sem öðluðust fyrst vinsældir í teiknimynda- bókum á 9. áratugnum en urðu svo að nokkurs konar æði með kvikmyndaröð og öllu tilheyrandi í upphafi þess tíunda. Leikstjóri verður Michael Bay, sem hefur myndir á borð við Bad Boys, Armageddon og Transformers á ferilskránni. Jane Henson, brúðuhönnuður og fyrrverandi eiginkona Jims Henson, er látin eftir langa baráttu við krabbamein. Henson var 78 ára gömul er hún lést á heimili sínu í Connecticut í Bandaríkjunum þann 2. apríl. Henson fæddist í New York og stundaði nám í myndlist við Háskólann í Maryland. Hún kynntist Jim Henson á brúðugerðarnámskeiði á sjötta ára- tugnum og stuttu síðar hófu þau samstarf sitt. Saman skapaði parið Prúðu- leikarana sem hafa notið gríðarlegra vinsælda meðal barna í yfir hálfa öld. Jane og Jim gengu í hjónaband árið 1959 og eignuðust saman fimm börn. Jane tók sér hlé frá brúðugerð á meðan hún ól upp börn þeirra hjóna en sneri síðar aftur til vinnu við Sesame Street-þættina. Hjónin skildu árið 1986, fjórum árum fyrir dauða Jims. Í kjölfar andláts hans stofnaði Jane The Jim Henson Legacy sem ætlað er að standa vörð um arfleifð þeirra og einnig góðgerðasamtökin Jane Henson Foundation. Brúðumeistari látinn Jane Henson brúðuhönnuður lést á þriðjudaginn. LÁTIN Brúðusmiðurinn Jane Henson lést þann 2. apríl. NORDICPHOTOS/GETTY „Besti lærdómurinn hlýst af reynslu“ skrifaði rithöfundurinn Jack Kerouac og er inntak setn- ingarinnar gegnumgangandi þema kvikmyndarinnar On the Road sem byggð er á samnefndri sögu Kero- uacs. Sagan gerist á seinni hluta fimmta áratugarins og segir frá upplifunum rithöfundarins Sals Paradise, sem ferðast um endilöng Bandaríkin ásamt hinum frjáls- þenkjandi vini sínum, Dean Mori- arty, og kærustu hans, Marylou. Ritverkið er svo aftur byggt á eigin reynslu höfundarins og þykir lýsandi fyrir „beatnik“ ritstefn- una sem braust upp á yfirborðið í Bandaríkjunum í kjölfar stríðs- loka. Líkt og titill myndarinnar gefur til kynna er sagan ferðasaga og leikur Sam Riley rithöfundinn unga, Sal Paradise. Með hlutverk Deans Moriarty fer leikarinn Garrett Hedlund og Kristen Stew- art leikur hina barnungu kærustu hans, Marylou. Með önnur hlutverk fara Amy Adams, Tom Sturridge, Mad Men-leikkonan Elisabeth Moss og Kirsten Dunst, sem leikur Camille, eiginkonu söguhetjunnar. Brasilíski leikstjórinn Walter Salles leikstýrir myndinni. Hann er hvað þekktastur fyrir myndina Diarios de motocicleta sem skart- aði þeim Gael García Bernal og Rodrigo De la Serna í aðalhlut- verkum. Lengi hefur staðið til að gera mynd byggða á bók Kerouac og áttu Brad Pitt og Ethan Hawke eitt sinn að fara með hlutverk Para- dise og Moriarty. Árið 2005 ætlaði leikstjórinn Joel Schumacher að takast á við verkið með þeim Colin Farrell og Billy Crudup í aðalhlut- verkum. Svo fór að Salles tók við keflinu. Í upphafi sóttist hann eftir James Franco og Joseph Gordon- Levitt í aðalhlutverkin en að lokum hrepptu Hedlund og Riley hnossið. Þrátt fyrir frábæran leikara- hóp fær myndin aðeins sæmilega dóma og hlýtur 44 prósent í ein- kunn á vefsíðunni Rottentomato- es.com og 6,1 í einkunn hjá Imdb. com. Einn gagnrýnandi Rotten- tomatoes.com segir söguna ekki ætlaða kvikmyndaforminu en annar lýsir henni sem „útbreidd- um sóðaskap líkt og ritverkið sjálft“ og meinar það sem hrós. - sm Ferðasaga bítnikka Kvikmyndin On the Road er frumsýnd annað kvöld. Myndin er byggð á sam- nefndu verki rithöfundarins Jacks Kerouac og gerist á fi mmta áratug síðustu aldar. FERÐASAGA UNGSKÁLDS Sam Riley leikur rithöfundinn Sal Paradise í kvikmyndinni On the Road. Myndin er byggð á sam- nefndu ritverki Jacks Kerouac. Leikkonan Kristen Stewart samþykkti að lækka laun sín niður í 200 þúsund dollara eftir að fjármagn til framleiðslu myndarinnar var skert töluvert. Ritverkið er í miklu uppáhaldi hjá leikkonunni og vildi hún vera hluti af myndinni sama hver laun hennar yrðu. TÓK Á SIG LAUNALÆKKUN Grínistarnir Tina Fey og Paul Rudd koma saman á hvíta tjaldið í fyrsta skipti í myndinni Admis- sion. Þar leikur Fey hina pott- þéttu Portiu Nathan sem starf- ar við að fara yfir umsóknir um skólavist í Princeton-háskólan- um. Portia stendur nú frammi fyrir stöðuhækkun og má ekkert út af bregða. Það flækir málin þó til muna þegar maður kemur inn í líf hennar sem telur líkur á að einn umsækjandinn sé í raun sonur hennar sem hún gaf til ætt- leiðingar strax við fæðingu. Önnur myndin um G.I. Joe- teymið, Retalliation, verður einn- ig frumsýnd um helgina. Myndin skartar engum smá hörkutólum, en það eru Dwayne Johnson og Channing Tatum sem fara með aðalhlutverkin auk eilífðartöff- arans Bruce Willis, sem lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta. For- seti Bandaríkjanna virðist hafa misst allt vit og lætur sprengja upp alla G.I. Joe-hersveitina. Nokkrir komast þó lífs af og snúa til baka til að hefna harma sinna og leita þá eftir aðstoð frá hinum eina sanna G.I. Joe. Í ljós kemur að forsetinn sjálfur var ekki ábyrgur fyrir ódæðinu heldur hafði honum verið rænt og annar maður þykist vera forset- inn. Myndin er uppfull af hasar, byssubardögum og tæknibrellum. - trs Týndur sonur og glötuð hersveit Grínmyndin Admission og hasarinn G.I. Joe 2: Retaliation verða líka frumsýndar. HÖRKUTÓL Það vantar ekkert upp á töffarana og hörkuna í framhaldsmyndinni um G.I. Joe. WILL ARNETT Hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Megan Fox verður í leikhópnum. Arnett með Ninja- skjaldbökunum Firði Hafnarfirði Sími 555 6655 - 662 5552 • kokulist@kokulist.is Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.