Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 24
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24
Það er oft stór munur á
fjárhagsáætlun ríkisins –
sem fjárlög eru – og svo
því sem er raunverulega
eytt. Því vilja Píratar gera
bókhald ríkisins opið.
Píratar vilja að allar
bókhaldsfærslur ríkis-
stofnana verða gerðar
aðgengilegar um leið og
reikningar hafa verið sam-
þykktir. Þannig gæti verið
vefsíða sem uppfærist
jafnóðum sem sýnir stöðu-
yfirlit í ríkisfjárhag, bæði í texta
og myndrænt, og hjálpar almenn-
ingi – sem og embættismönnum –
að sjá hver staðan er með tilliti til
fjárlaga.
Ef Píratar fá sínu fram verða
nákvæmar upplýsingar aðgengi-
legar um allar peningafærslur
ríkisins, þar með talið upplýsing-
ar um hver tók við greiðslunni og
hver samþykkti greiðsluna. Þetta
er til þess að hægt sé að sjá hvern-
ig ríkið hagar sínum innkaupum
og hvort verið sé að gera bestu
kaup hverju sinni. Þá væri hægt
að hafa á áðurnefndum vef yfirlit
yfir fyrirtækin sem viðskipti eru
stunduð við, þannig að hægt sé að
sjá hvert peningar úr ríkiskassan-
um fara og hvers vegna.
Margar færslur eru litlar
greiðslur til einstaklinga sem
tengjast aðkeyptri vinnu en við
teljum að það væri gagn-
stætt anda persónu-
verndar að ganga svo
langt að telja krónurnar
ofan í einstaka verktaka,
þannig að hugsanlega
væri hægt að halda aftur
upplýsingum um verktaka
og einyrkja sem hljóta
greiðslur undir ákveðinni
upphæð yfir árið.
Gallað kerfi
Þar sem komið hefur í ljós
að núverandi bókhaldskerfi ríkis-
ins er verulega gallað og hugs-
anlega bókhaldsástandið aftur
til ársins 2003 verulega óljóst er
skýr þörf á að birta þessi gögn
afturvirkt. Það væri því gagnlegt
að opna bókhaldið aftur til ársins
2000, séu gögnin enn þá til staðar,
ekki síst til að gefa almenningi og
akademíu kost á að rýna í útgjöld
ríkisins frá útrásartímanum, í
gegnum hrunið, og allt fram til
dagsins í dag. Þannig verður for-
saga hrunsins í ríkisfjármálum
opinberuð.
Allar þessar upplýsingar ættu
að geta komið fram á vefsíðu á
vegum fjármálaráðuneytisins.
Sé framsetningin skýr eru engin
takmörk fyrir því hversu gagnlegt
opið bókhald verður til að tryggja
hagræði í ríkisrekstri. Það mætti
vinna út frá norskum, breskum
og slóvenskum fyrirmyndum í
þessum efnum. Þar hafa opnir
reikningar komið upp um stór
spillingar mál, sparað verulegar
fjárhæðir og aukið getu almenn-
ings til að hafa eftirlit með starf-
semi ríkisins. Opin bókhaldsgögn
setja líka aukna pressu á ríkis-
stofnanir til að fara ekki fram úr
fjárlögum og hjálpa almenningi
og löggjafa að skilja ástæðurnar
þegar þær fara fram yfir svo hægt
sé að bæta reksturinn eða gera
betri áætlanir næsta ár. Einnig er
með þessu hægt að sporna við tví-
greiðslum og rangfærslum.
Ekkert af þessu er flókið eða
skaðlegt. Einhverjir munu segja
að þetta sé öfgafull hugmynd en
þetta er ekki öfgafyllra en svo að
nágrannalönd okkar, Bretland og
Noregur, leggja mikið kapp á að
gera þetta vel. Embættismenn í
Bretlandi hafa fyrir löngu vanist
því að launakjör þeirra séu opin-
ber og fyrirtæki sem þjónusta
ríkið sjá mikið gagn af þessu fyrir-
komulagi.
Þetta er augljóst. Þetta er nýtt.
Þetta er gott. Þetta vilja Píratar.
Opnum bókhaldið
Er það „glæpsamlegt
athæfi“ hér á landi að vera
hófsamur, raunsær og
heiðarlegur? Hér er smá
dæmisaga:
Einu sinni voru þrjár
systur. Þær fæddust í
landi sem hafði nóg af
auðlindum þannig að allir
íbúar gætu lifað góðu lífi.
En þetta varð aldrei
raunin.
Elsta systirin kynnt-
ist manni sem var frekar
stórtækur og samviskulaus. Hann
fór að braska með peninga sem
aðrir áttu, borgaði sjálfum sér
ævintýralegar arðgreiðslur, setti
svo allt á hausinn og fór með hagn-
aðinn úr landi í skattaskjól. Systir-
in kunni vel við að lifa áfram í vel-
lystingum og hafði ekki nokkurt
samviskubit.
Önnur systirin vildi líka vera
rík og vel stödd. Tekjur hennar og
eiginmannsins buðu reyndar ekki
upp á að fullnægja öllum þörfum
um betra líf. En þau vildu vera
með í góðærinu, seldu litlu íbúð-
ina sína og keyptu sér stórt ein-
býlishús. Þar var ekkert spar-
að við að fá innréttingarnar sem
flottastar. Þau keyptu sér líka
veglegan jeppa því þetta
var jú stöðutákn þeirra
sem voru menn með
mönnum. Þau voru alltaf
fín í klæðnaði, allt eftir
nýjustu tísku og það skipti
ekki máli hvort eitt skópar
kostaði 10.000 eða 30.000
krónur. Auðvitað fóru
þau líka reglulega í utan-
landsferðir. Þau slógu lán
til að geta leyft sér þetta
allt saman og pældu ekki í
því hvernig hægt væri að
borga skuldirnar til baka. „Þetta
mun reddast“. Og þau kusu þann
flokk sem bauð mestan hagvöxt
og lofaði öllu fögru í sambandi við
að skapa áhugaverð og vel borg-
uð störf og áframhaldandi góðæri
þar sem allir gætu grætt á daginn
og grillað á kvöldin.
Óraunsæjar aðgerðir
Þriðja systirin kunni sér hóf. Hún
og maðurinn hennar keyptu sér
lítið raðhús. Þau áttu lengi vel
engan bíl því þau réðu ekki við að
fjármagna hann. Þau reyndu að
nýta alla hluti eins og hægt var
og stóðu alltaf í skilum með allar
afborgarnir. Þau keyptu ekkert
nema eiga fyrir því en voru samt
ánægð með lífið. Þeim tókst að
vera skuldlaus eftir 20 ár.
Nú er stutt í kosningar. Alls
konar loddarar bjóða gull og
græna skóga ef þeir komast til
valda. Bjóða einhver lifandis
ósköp af niðurfellingu skulda.
Bjóða að redda skuldavanda-
málum heimilanna með einhverj-
um óraunsæjum aðgerðum, bjóða
afnám verðtryggingar og lækkun
skatta.
Hver mun borga brúsann af
svona aðgerðum? Ef það á að fella
niður skuldir þeirra sem tóku
flugið allt of hátt þá er líklegt
að það muni verða frekari niður-
skurður, til dæmis í velferðar-
kerfinu og menntakerfinu á móti.
Einvers staðar þarf að ná í pen-
ingana. Þeir verða ekki til af engu.
Þriðja systirin mun væntanlega
ekki vera mjög sátt við það að ein-
staklingum hér á landi sem eru
hófsamir, raunsæir og heiðarlegir
verði refsað fyrir óráðsíu annarra.
Hver borgar brúsann?
SKULDAMÁL
Úrsúla
Jünemann
kennari og
leiðsögumaður
➜Ef Píratar fá sínu fram
verða nákvæmar upplýs-
ingar aðgengilegar um allar
peningafærslur ríkisins.
➜ Nú er stutt í kosningar.
Alls konar loddarar bjóða
gull og græna skóga ef þeir
komast til valda.
STJÓRNMÁL
Smári
McCarthy
pírati
Tyrfingur Guðmundsson
er ekki sérlega ánægður
með að fá 249 milljónir úr
vasa skattgreiðenda fyrir
að gera ekki neitt. Hann
hefði heldur viljað fá að
gera eitthvað, fá tækifæri
sem var fengið öðrum
sem vildi græða meira
á þjónustu við íslenska
fjölbrautaskóla nema. Af
þessu er birt frétt á vísir.
is.
Í fréttinni segir að
Vegagerðin hafi boðið út
skólaakstur fyrir Fjölbrautaskóla
Suðurlands og Fjölbrautaskóla
Suðurnesja árið 2005. Lægstbjóð-
andi fékk ekki verkefnið heldur
aðili sem hugnaðist mönnum hjá
Vegagerðinni betur. Skýringar
Vegagerðarinnar stóðust ekki lög
að mati dómstóla.
Þetta útboð er enn eitt dæmi
um vanhæfni í opinberri stjórn-
sýslu og enn er seilst í vasa skatt-
greiðenda, sem er gert að greiða
Tyrfingi fyrir að gera
ekki neitt vegna afglapa
embættismanna. Vissu-
lega er það áhugavert að
Tyrfingur er lítið glaður
yfir því að fá 249 milljón-
ir fyrir að gera ekki neitt.
En öllu áhugaverðara
væri að rýna í aðra þætti
þessa máls.
Hverjir eru þeir menn
eða konur sem tóku
ákvörðun í þessu máli
sem er að kosta skatt-
greiðendur 249 milljónir
á þessu ágæta kreppuári? Þurfa
þeir að sæta ábyrgð eða viður-
lögum vegna trassaskapar eða að
hafa byggt forsendur á spillingu?
Hver fékk verkefnið? Bauð sá sem
fékk verkefnið einhverjum emb-
ættismönnum í veiði eða golfferð
árið 2005?
Ekki er ólíklegt að sambæri-
legar fréttir eigi eftir að birtast
áfram í íslenskum fjölmiðlum
enda virðast gerendur ekki þurfa
að standa skil á trassaskap/van-
hæfni/spillingu eða hvað það nú
er sem stjórnar gjörðum þeirra.
Það þykir ekkert athugavert að
dæma búðarþjófa fyrir smáhnupl
og rökin fyrir því virðast vera að
senda skilaboð til þeirra sem ger-
ast fingralangir.
Embættismenn og þeir sem
falin eru trúnaðarstörf af hálfu
embættismanna virðast hins
vegar geta sólundað hundruðum
milljóna af skatttekjum ríkisins
án þess að þurfa að standa á því
nokkur skil. Engin skilaboð eru
send út önnur en þau að Tyrfing-
ur er ekkert sérlega glaður yfir
framvindu þessa máls.
Skatttekjum sólundað
FJÁRMÁL
Jakobína Ingunn
Ólafsdóttir
stjórnsýslu-
fræðingur
➜Hverjir eru þeir menn eða
konur sem tóku ákvörðun í
þessu máli sem er að kosta
skattgreiðendur 249 milljón-
ir á þessu ágæta kreppuári?
Opið frá kl. 11–20 alla daga
Engihjalla og Granda
& COKE
PIZZA
399kr. stk.
Tvöfalt pepperóní
399kr. stk.
Pizza með fajitakjúklingi
399kr. stk.
Pizza með skinku og osti
399kr. stk.
Fjögurra osta pizza
Ótrúlegt
verð
899kr. ks.
Coca Cola 33cl 12 dósir
Aðeins75 kr. dósin!ef þú kaupirkassa