Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 46
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
Hljómsveitin Mosi frændi spilar
á sínum fyrstu opinberu tón-
leikum í fjögur ár á Gauknum 8.
maí.
„Það vill svo til að við verðum
aldrei þessu vant allir staddir
á landinu á sama tíma, þannig
að það var áveðið að kýla á gott
gigg,“ segir söngvarinn Sigurður
H. Pálsson.
Að öllum líkindum spilar sveit-
in tvö ný, frumsamin lög á tón-
leikunum. „Það hefur ekki gerst
lengi,“ segir Sigurður en Mosi
frændi hefur ávallt spilað mikið
af efni frá öðrum og flutt á eigin
hátt.
Hljómsveitin var stofnuð af sex
nemendum í Menntaskólanum í
Hamrahlíð árið 1985. Þekktasta
lag hennar er Katla kalda sem
kom út 1988. Það samdi hún eftir
að Þorsteinn J. Vilhjálmsson, sem
þá var útvarpsmaður á Bylgjunn-
ar, fékk hlustendur til að semja
með sér texta sem átti að sameina
allt það versta í íslenskri texta-
gerð. Mosi frændi setti sig í sam-
band við Þorstein og bauðst til að
semja lag við textann. Kveðju-
tónleikar Mosa frænda voru í
Norður kjallara MH í nóvember
1988 en síðan þá hefur sveitin
nokkrum sinnum komið saman.
Meðlimir Mosa frænda, sem
eru allir fæddir 1969, eru allir
vel menntaðir og er þetta vafa-
lítið ein menntaðasta hljómsveit
landsins. Sigurður er kerfis-
fræðingur og samanburðarmál-
fræðingur, Aðalbjörn Þórólfsson
er doktor í plasmaeðlisfræði og
starfar hjá Íslandsbanka, Gunnar
Hansson er háskólakennari í mál-
vísindum í Vancouver í Kanada,
Ármann Halldórsson er ensku- og
heimspekikennari við Verslunar-
skóla Íslands, Björn Gunnlaugs-
son er nýráðinn skólastjóri á Dal-
vík og Magnús J. Guðmundsson
starfar við tölvumál í Gautaborg.
Síðast þegar Mosi frændi
spilaði opinberlega voru gesta-
söngvarar Felix Bergsson og Páll
Óskar Hjálmtýsson. Einhverjar
gestahljómsveitir koma við sögu
á tónleikunum á Gauknum í
næsta mánuði en nánar verður
greint frá þeim síðar.
freyr@frettabladid.is
Ein menntaðasta hljómsveit Íslands
Hljómsveitin Mosi frændi snýr aft ur í maí með tvö ný lög í farteskinu.
Fjórar gáfumannahljómsveitir
Dikta Læknir,
íþrótta-
fræðingur,
flugmaður og
grunnskóla-
kennari.
Spaðar
Stjórnmála-,
bókmennta-
og náttúru-
fræðingar.
Vampire
Weekend
Allir með
gráðu frá
Columbia-
háskóla í
New York.
Coldplay Þrír af
fjórum útskrifuðust
úr University College
í London í
fornfræði
og latínu,
stjörnu-
fræði og
stærð-
fræði og
mann-
fræði.
„Ég fæ góða strauma frá fólki hvað eftir annað og ég gæti eflaust
orðið vinur þess en núna treysti ég bara engum,“ sagði hinn nítján
ára söngvari við tímaritið Teen Vogue.
„Síminn minn hringir aldrei, bókstaflega. Ég hef bara samband
við fjórar manneskjur. Ég þarf ekki marga vini til að ég sé
hamingju samur. Ég vil bara hafa fólk nálægt mér sem mér þykir
vænt um, það er allt og sumt.“ Hann segir mömmu sína, pabba og
rapparann Lil Twist á meðal sinna bestu vina.
Erfi tt að eignast vini
Justin Bieber á erfi tt með að eignast nýja vini.
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FIMMTUDAGUR
4. APRÍL 2013
Sýningar
17.00 Myndröðin GOÐ opnar í Skotinu
í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Um er
að ræða samstarfsverkefni Lárusar
Sigurðarsonar ljósmyndara og Hallmars
Freys Þorvaldssonar hönnuðar.
Uppákomur
12.15 Einar Bárðarson, forstöðumaður
Höfuðborgarstofu og athafnamaður,
velur og segir frá uppáhaldsverki sínu á
sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum.
Tónlist
20.00 Saxófónleikarinn Angelika
Nieschier heldur tónleika í Hömrum
í Hofi á Akureyri, ásamt þeim Scott
McLemore trommuleikara og Hilmari
Jenssyni gítarleikara.
21.00 Hljómsveitirnar Legend, Muck og
Japam slá upp tónleikaveislu á Volta,
Tryggvagötu 22. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
21.00 Jón Gunnar og Dagdraumarnir
skemmta á Café Rosenberg. Hjalti Þor-
kelsson hitar upp. Aðgangseyrir er kr.
1.500 og enginn posi er á staðnum.
22.00 Agent Fresco og Kiriyama Family
spila á efri hæð Faktorý. Aðgangur er kr.
1.500. Dj Alexander og Addi Stef þeyta
skífum í aðalrými.
22.00 Andrea Gylfadóttir og Bíóbandið
halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,
Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
Fyrirlestrar
12.00 Simon Reher, MA í Norður-
landafræðum við Háskóla Íslands, fjallar
hann um danska rithöfundinn Villy
Sørensen í fyrirlestri í Norræna húsinu.
20.00 Ann Reynolds, listfræðingur
og prófessor við háskólann í Austin
í Texas, flytur erindi í tengslum við
sýningu Roberts Smithson í Hafnarhúsi
Listasafns Reykjavíkur. Fyrirlesturinn fer
fram á ensku og er aðgangur ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er hægt
að skrá þá inni á visir.is.
JUSTIN
BIEBER
Popparinn
segist eiga
erfitt með að
eignast nýja
vini.
EINLEIKIN GAMANSEMI EFTIR KARL ÁGÚST, LADDA OG
Miðaverð er 3.900 kr. Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050.
5. APRÍL Í HÖRPU
SIGGA SIGURJÓNS
N
ÁNAR Á SENA.IS/L
AD
DI
TRYGGÐUÞÉR
MIÐA!
UPPSELT ÚT APRÍL!
NÝJAR SÝNINGAR KOMNAR Í SÖLU.
MOSI FRÆNDI Fjórir af sex
meðlimum Mosa frænda, sem
spilar á Gamla Gauknum 8. maí.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/V
IL
H
EL
M