Fréttablaðið - 04.04.2013, Side 10
4. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 10
1 2 3 4VANDI ÞJÓÐSKRÁR ÍSLANDS
Skráningarkerfi Þjóðskrár Íslands
er úrelt. Alþingi setti lög um Þjóð-
skrána árið 1952, en vart þarf að
taka fram að þá var ekki hægt að sjá
fyrir þær samfélagslegu breytingar
sem áttu eftir að verða á Íslandi á
næstu áratugum.
Hálfur kílómetri af skjölum
Gagnagrunnur Þjóðskrár er keyrð-
ur af tölvukerfi sem keypt var til
landsins árið 1986, sem gerir það að
verkum að nútímaforritun og tölvu-
kóðar samræmast því illa. Stór hluti
þeirra viðkvæmu og mikil vægu
upplýsinga sem Þjóðskrá á að halda
utan um er enn geymdur í skjala-
möppum á völdum stöðum á land-
inu. Þegar skrifstofur stofnunar-
innar fluttu fylgdu þeim um fimm
hundruð hillumetrar af pappírs-
gögnum.
Vinnur aftur í fornöld
Sólveig J. Guðmundsdóttir, forstöðu-
maður Þjóðskrár, segir einu leiðina
út úr vandanum þá að hugsa kerfið
allt upp á nýtt. Brýnt sé að fá nýtt
tölvukerfi og laga það að nýjum og
breyttum tímum þar sem flækju-
stigið sé orðið það hátt að ekki sé
hægt að þróa núverandi kerfi áfram.
„Mér líður stundum eins og ég sé
að ganga inn í fornöld þegar ég kem
í vinnuna,“ segir hún. „Við erum
alltaf að átta okkur betur á því
hversu mikið verk við eigum fyrir
höndum. Vandkvæðin eru mikil og
flækjustigin mörg, sem blandast svo
saman við lagaumhverfi frá miðri
síðustu öld.“ Hún bætir við að ekki
nema hluti þeirra upplýsinga sem
þurfa að vera skráðar séu það í raun
og veru. Þá sé kerfið sjálft svo gam-
alt að varla er hægt að gera nokkrar
breytingar á því þar sem tæknin til
þess er ekki til.
Ekki liggur fyrir nákvæm kostn-
aðargreining vegna uppsetningar
nýs kerfis hjá Þjóðskrá, en Sólveig
segir ljóst að það hlaupi á mörg
hundruð milljónum króna.
„Ef fólk heldur að þetta eigi eftir
að kosta um 200 milljónir, þá er það
mikill misskilningur,“ segir hún, en
bætir við að nú sé í gangi vinna til
að átta sig á umfangi verkefnisins.
„Við erum plásslaus“
Skrifstofur Þjóðskrár og megnið
af skjalageymslum hennar eru til
húsa í Borgartúni 21. Mikill hluti
gagnanna er á pappír sem taka
mikinn hluta húsnæðisins.
„Við erum plásslaus,“ segir Sól-
veig. „Það er voðalega lítið sem
heitir að ýta bara á „enter“ og þá
koma upplýsingarnar út.“
Hún bendir á að það verkefni sem
fylgi því að endurgera Þjóðskrá sé
ekki síður innskráningarferli.
„Maður dregur bara djúpt and-
ann því eðlilega sjá menn ekki svona
fyrir sér árið 2013. Fólk sér ekki
þessa fimm hundruð hillumetra af
pappír, en það er raunstaðan.“
Þjóðskrá hefur orðið út undan
Sólveig segir að vissulega sé hægt
að fara í „plástraleiðangur“ á svona
gömlu kerfi sem Þjóðskráin bygg-
ir á, en hún sé of lituð af úreltu
lagaumhverfi og því kallar hún á
alhliða endurskoðun á kerfinu. Hún
kallar því eftir athygli Alþingis og
ráðamanna í samfélaginu á þessum
brýna vanda. Þarfirnar séu einfald-
lega ekki þær sömu og þær voru.
„Ég veit ekki af hverju þessi skrá
hefur aldrei farið í þann fókus sem
hún þarf að gera,“ segir hún.
Ljóst þykir að nauðsynlegt er að
endurgera þjóðskrá frá grunni svo
hún geti sinnt hlutverki sínu. Hafa
ber í huga að hún er í raun það eina
sem snýr sannarlega að Íslending-
um öllum.
Þjóðskrá skal endurgerð frá grunni
Forstöðumaður þjóðskrár segir tölvukerfi stofnunarinnar úrelt. Henni líður eins og hún gangi inn í fornöld þegar hún kemur til vinnu.
Stór hluti upplýsinga er enn geymdur á pappírsformi. Verkefnið fram undan er tímafrekt og kostnaðarsamt en snertir Íslendinga alla.
ÁRIÐ 2012...
RÚMLEGA 70 HANDUNNIN VOTTORÐ Á DAG
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ætlar að beita sér
fyrir því á komandi kjörtímabili að vandi þjóðskrár sé leystur.
Hann hafi alla tíð verið einarður stuðningsmaður stofnunar-
innar og vilji veg hennar sem mestan.
„Ég hef mikinn skilning á því að Þjóðskrá þurfi að búa
yfir öllum þeim besta tækjakosti sem völ er á vegna þess að
stofnunin gegnir slíku lykilhlutverki í innviðum upplýsinga-
samfélagsins og er ansi nærri hjartanu í því þegar hið
opinbera er annars vegar,“ segir hann. „Ég sé hlutverk
hennar fara mjög vaxandi á komandi árum og því hef ég
lagt áherslu á að hún haldi utan um þá gátt sem fólk og
fyrirtæki fara inn um þegar það leitar upplýsinga hjá hinu
opinbera. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja í því að leysa
hennar vanda og mun beita þrýstingi á næsta kjörtímabili.“
Ögmundur bætir við að nauðsynlegt sé að horfa
til annarra Evrópulanda þar sem gífurlegum fjár-
munum sé varið í tölvukerfi til að auka sparnað
og öryggi notenda. „Í nýtingu góðrar tölvutækni
er fólginn gríðarlegur sparnaður og mörg
ríki verja gríðarháum upphæðum í
rafrænar framfarir til þess að gera
alla stjórnsýslu og öll viðskipti og
samskipti fólks sem auðveldust og
ódýrust,“ segir hann. „Það á fyllilega
við að það er dýrt að vera fátækur og
hafa ekki getað stigið þessi skref.“
➜ Mun beita þrýstingi til að leysa vandann
Sunna
Valgerðardóttir
sunna@frettabladid.is
Maður dregur bara
djúpt andann því eðlilega
sjá menn ekki svona fyrir
sér árið 2013.
Sólveig J. Guðmundsdóttir
forstöðumaður þjóðskrár
ÞJÓÐSKRÁ FRÁ 1952
HVAÐ ER SKRÁÐ Í
ÞJÓÐSKRÁ ÍSLANDS?
1952
1962
1986
1987
1992
2000
2005
2007
2008
2009
2011
Barnsfæðing, ættleiðing, nafn-
gjöf, mótuð miðlun, framleiðsla
kennitölu, kynbreyting, bann-
merking, trúfélagsaðild, andlát,
feðrun, forsjá barns, hjúskapar
/ sambúðarskráning, búseta og
lögheimili, ríkisfang, vottorð og
skilríki, upplýsingaþjónusta.
Þjóðskrá verður til
á árunum 1952 til
1953.
Þjóðskrá tölvuvædd.
Lengd nafnasvæðis
31 stafbil.
Lögheimilisflutn-
ingur skráður í sér
gagnagrunn.
Fæðingarskýrslur
berast rafrænt.
Fæðingarskýrslur
allra fædda á Íslandi
skannaðar í gagna-
grunn.
Útgáfa kennitölu
fyrir einstaklinga
utan þjóðskrár.
Nýtt notendaviðmót
þjóðskrárkerfis.
Allar nafnabreytingar
verða verkefni þjóð-
skrár.
Samnorræn flutn-
ingsvottorð berast
rafrænt.
Núgildandi lög um
almannaskráningu
taka gildi.
Merkisatburðir í lífi fólks eru
skráðir í þjóðskrána, frá fæðingu
til andláts. Flesta þarf að skrá
handvirkt. Gjafir sem
gefa auga leið
Canon IXUS
myndavélar
Verð frá:
29.900 kr.
Borgartúni 37, Reykjavík / Kaupangi, Akureyri / netverslun.is
GAMAL-
DAGS
KERFI
Gagna-
grunnur
þjóðskrár
er keyrður
í tölvukerfi
frá 1986.
Stór hluti
þeirra við-
kvæmu og
mikilvægu
upplýsinga
sem þjóð-
skrá heldur
utan um er
enn geymd-
ur í skjala-
möppum.
6.052
símtöl á mánuði.
109
manns
leita til afgreiðslunnar á dag.
17.567 VOTTORÐ
VORU SELD. ÖLL VOTTORÐ ERU
HANDUNNIN ÞAR SEM KERFI TIL
AÐ HALDA UTAN UM VOTTORÐA-
ÚTGÁFU ER EKKI TIL.
50%
viðskiptavina eru erlendir ríkisborgarar.
18 MANNS
VINNA Í
SKRÁNINGAR-
DEILD ÞJÓÐ-
SKRÁR.
4 STÖÐUGILDI
LÖGFRÆÐINGA
ERU HJÁ
STOFNUNINNI.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM