Fréttablaðið - 04.04.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.04.2013, Blaðsíða 18
4. apríl 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Í dag eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn stærstur, Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins einu sinni mælst minni og stjórnarflokkarnir tveir, Vinstri græn og Sam- fylking, bíða afhroð. Stærsta nýja framboðið er Björt framtíð, afleggjari frá Besta flokknum sem vann stórsigur í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þetta eru allt stórtíðindi og það verður hart barist á næstu vikum. Mjög margir kjósendur eru enn óákveðnir og fylgið virðist vera á floti. Um tuttugu þúsund nýir kjósendur eru á kjörskrá og kannanir benda til að sá kjósendahópur sé ekkert endilega hallur undir stóru flokkana. Þannig myndu Píratar fá örugga fimm þingmenn, sam- kvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, ef atkvæði nýrra kjósenda fengju að ráða. Þegar allir kjósendur eru annars vegar ná Píratar ekki yfir fimm prósenta þröskuld- inn. Nærri þriðjungur kjósenda í síðustu alþingiskosningum ákvað hvað hann ætlaði að kjósa á sjálfan kjördag. Þetta kemur fram í frétt á blaðsíðu 6 í Fréttablaðinu í dag. Fastafylgi stóru flokkanna er ekki eins tryggt og það hefur verið. Í dag er miklu meiri hreyfing á fylgi flokka, að því er virðist. Það verður því hart barist um óákveðnu atkvæðin á næstu þremur vikum. Líklega verður það gert með stóryrtum lof- orðum. Forsvarsfólk flokkanna á eftir að lofa meiru og meiru næstu vikur. Það eru litlar líkur á að hér fari fram umræða um hófsamar og skynsamlegar lausnir á málefnum þjóðarinnar. Miklu líklegra er að umræðan fari fram í stærri og stærri yfir- lýsingum. Stærsti flokkurinn samkvæmt könnunum er líka sá flokkur sem hefur lofað mestu. Um þriðjungur kjósenda segist ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Hann mælist stærstur. Andstæð- ingar væna flokkinn um lýðskrum og segja kosningaloforðin allt of stór. Stuðningsmenn formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, svara því til að þeirra maður hafi staðið í lappirnar í Icesave-málinu. Hann virðist eiga fullt inni hjá þjóðinni sem var sammála honum þegar kom að því að hafna Icesave-samningnum. Það gerði fólk þrátt fyrir spár um að Ísland yrði að Kúbu norðursins ef ekki yrði samið. Það er því ekki nema von að nærri þriðjungur þjóðarinnar yppi öxlum þegar sérfræðingar segja að kosningaloforð Fram- sóknar um að lækka skuldir heimilanna muni velta hér öllu á hliðina. Fólk hefur misst traust á slíkum yfirlýsingum og veit fyrir víst að ástarbréfaviðskipti Seðlabanka til dæmis og endurreisn bankakerfisins kostuðu okkur meira en tillögur Framsóknar eiga að kosta. Litlar líkur eru á að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fatist flugið á næstu þremur vikum. Við eigum samt eftir að sjá hvernig fylgi hans mun sveiflast á næstu vikum þegar aðrir flokkar byrja að lofa meiru og meiru. Síðustu ár hafa einkennst af því að verið sé að segja okkur hversu erfitt líf okkar sé, hversu bratt við fórum fyrir hrun og hvernig við eigum ekkert annað skilið en að þurfa nú að greiða fyrir það með skattahækkunum. Skattalækkanir eru ein- hver fjarlæg Útópía sem verður ekki í boði næstu árin eða áratugina. Þessi vísa hefur verið oft kveðin, svo oft að við höfum öll fengið nóg. Það þarf ekki að árétta það hvert þessi skilaboð og þessi stefna hefur leitt okkur. Flest heimili finna fyrir þeirri staðreynd á eigin skinni að ráðstöfunar- tekjurnar hafa dregist saman um 20% á undanförnum árum og lífsgæðin sam- kvæmt því. Segjum satt– það er hægt að lækka skatta En þessi stöðugi áróður er ekki sann leikur, sama hversu oft honum er haldið fram. Leiðin út úr efnahagslægð er ekki skatta- hækkanir heldur skattalækkanir. Þau lönd sem hafa náð einna mestum árangri í að vinna sig út úr kreppu eru þau sem fóru þá leið að hækka ekki skatta. Fyrrverandi forsætisráðherra Finna, Esko Aho, sagði í erindi á Viðskiptaþingi að skattalækkanir hefðu bjargað velferðarkerfi Finnlands á sínum tíma. Sagan segir okkur að þegar skattar hafa verið lækkaðir aukast skatt- tekjur ríkisins því umsvif í samfélaginu aukast. Auðveldari mánaðamót En hvað er brýnast að gera? Tekjuskatts- lækkanir eru þar efst á blaði, þær auka ráðstöfunartekjur heimilanna og hækka útborguð laun. Annað sem er gríðarlega mikilvægt er eldsneytiskostnaður, sem er stór útgjaldaliður fyrir flest heimili. Lækka þarf eldsneytisgjaldið til þess að minnka vægi þessa útgjaldaliðar og aftur, auka ráðstöfunartekjur. Annar stór útgjaldaliður er innkaupakarfan, með því að lækka tolla og vörugjöld er hægt að lækka vöruverð og auka enn við ráðstöfunar tekjur fjölskyldunnar – allt þetta gerir mánaðamótin auðveldari. Það er hægt að bæta fyrir þær álögur sem fyrri ríkisstjórn hefur lagt á heimilin í landinu og gefa fjölskyldum von um betri framtíð. Látum ekki segja okkur að þetta sé ekki hægt, það er vel hægt að lækka skatta og gjöld og auka þannig ráðstöfunar tekjur. En til þess að svo megi verða þarf Sjálfstæðisflokkurinn að leiða næstu ríkisstjórn – eini flokkurinn sem mun lækka skatta og þar með auka ráð- stöfunartekjur heimilanna í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 ➜ Það er vel hægt að lækka skatta og gjöld og auka þannig ráðstöf- unartekjur Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Lækkum skatta SKATTAMÁL Þórey Vilhjálmsdóttir 7. sæti á lista Sjálfstæðisfl okksins í Reykjavík suður NÝ KILJA „Snjöll og marg- brotin.“ S U N D A Y T I M E S Mikil hreyfing er á fylgi flokkanna: Kosningaloforðin eru rétt að byrja Hvað orsakar fylgisflæðið? Stefanía Óskarsdóttir stjórnmála- fræðingur var í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem hún var fengin til að greina ástæður þess að Framsókn eykur fylgi sitt á kostnað Sjálfstæðisflokks. Stjórnend- ur spurðu hvort áhersla framsóknarmanna á verðtryggingu væri ekki lykillinn að flótta á milli en hún taldi það ekki spila stærstu rulluna. Þetta snerist líka um persónueiginleika for- mannanna. Sama röddin? Sigmundur hefði það nefnilega með sér að hafa „góða og djúpa rödd“, meðfæddan eiginleika sem léði honum traustvekjandi framkomu. En mælti Sigmundur ekki með sömu djúpu röddinni á meðan fylgi Framsóknar mældist í algjöru lágmarki lungann af kjör- tímabilinu? Hver gefur tóninn? Ekki eru allir á eitt sáttir um þau málefni sem eru efst á baugi í fjölmiðla- umræðu kosninga- baráttunnar. Þeirra á meðal er Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingar, sem furðar sig á því í viðtali við Smuguna að RÚV skuli ekki helga umhverfismálum sérstakan þátt í kosningaumfjöllun sinni. Það má vera hið besta mál að vekja athygli á því. Hitt er þó athyglis- vert að í viðtölum Fréttablaðsins við forystumenn fimm stærstu flokkanna vék enginn þeirra að umhverfismálum, að undan- skilinni Katrínu Jakobsdóttur hjá VG, í hálfgerðu framhjáhlaupi. Gæti vandinn frekar legið í því að stjórnmálaforingjarnir séu full deigir við að halda um- hverfismálum á lofti? thorgils@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.