Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 78
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Formúlu 1-kappaksturinn í Mónakó er tilhlökkunarefni fyrir alla aðdáendur mótorsports enda er kappaksturinn einstakur í heim- inum. Síðan 1929 hefur verið ekið um ótrúlega þröng stræti Monte Carlo og hildarleikur háður við vegriðin sem þrengja að öku- mönnum sem þjóta hjá á hátt í 300 kílómetra hraða. Kappaksturinn í Mónakó er haldinn ár hvert og markar jafnan upphaf sumarfrís hinna ríku og þekktu. Sú hefð hefur nefnilega skapast að mótið fari fram helgina eftir að Gullpálminn í Cannes er afhentur og eru kvikmynda- stjörnur því yfirleitt viðstaddar. Þær eiga þó ekki sviðið í þetta sinn. Kappaksturinn er nefnilega talinn vera einhver mesta raun hvers ökumanns sem nær svo langt að keppa í Formúlu 1. Vegna þess hversu hæg brautin er og þröng vega hreinir hæfi- leikar ökuþóra meira en keppnis- bílarnir. Þannig hefur það allt- af verið og verður áfram. Gott dæmi um það er Brasilíu maðurinn Ayrton Senna. Hann hafði alltaf yfirburði í Mónakó og keppi nautar hans sögðu að það væri eins og hann færi í gegnum vegriðin, svo nálægt þeim fór hann og hratt. Brautin liggur um helstu umferðargötur þessarar fornu borgar við Miðjarðarhafið sem setur mark sitt á mótshaldið. Dag- skrá venjulegrar keppnishelgar er til dæmis breytt svo æfingar fara fram á fimmtudögum í stað föstu- daga svo daglegt líf fólks rask- ist ekki um of. Kappaksturinn fer í rauninni fram á undanþágu frá almennum öryggisreglum í Formúlu 1 enda fengist kappakstur á svipuðu brautarstæði aldrei sam- þykktur í dag. Mónakó er því eini keppnisstaðurinn þar sem öryggið er látið víkja fyrir hefð og sögu. Til að undirstrika mikilvægi mótsins er það jafnan talið eitt af þremur stærstu viðburðunum í mótor sporti í heiminum. Hin mótin eru Le Mans-sólarhringsakstur- inn og Indy 500-mótið í Banda- ríkjunum. Graham Hill, Herra Mónakó, er eini maðurinn sem tek- ist hefur að vinna öll mótin þrjú. Birgir Þór Harðarson birgirh@frettabladid.is 6. MÓNAKÓ 26. MAÍ Mónakó er helsta raun ökumanna Hún gerist varla dramatískari dramatíkin en í Formúlu 1-kappakstrinum í Mónakó. Mótið hefur verið haldið síðan 1929 þar sem ekið er um ótrúlega þröng stræti Monte Carlo-borgar. Brautin uppfyllir ekki nútímaöryggisviðmið kappakstursbrauta. EINSTAKUR KAPPAKSTUR Kappakstursbrautin í Mónakó hlykkjast um pollana við höfnina í Mónakó. Moldríkir og glamúrsjúkir snekkjueigendur panta sér pláss í höfninni með margra mánaða fyrirvara og njóta lífsins um helgina óháð því hvort þeir hafi áhuga á kappakstri eða ekki. Eitt er víst að þeir verða ekki sviknir. NORDICPHOTOS/AFP Það eru ekki margir ökumenn sem geta státað sig af því að hafa unnið kappaksturinn í Mónakó. Þeir eru hins vegar fjórir sem bera af þegar listi sigurvegara er skoðaður. Fyrstan ber að nefna Englendinginn Graham Hill sem nefndur var „Herra Mónakó“ vegna þess að hann vann fimm sinnum á sjöunda áratugnum. Hill var afburða hugrakkur ökuþór enda dugði ekkert minna þegar bílarnir voru eins óöruggir og þá, engin bílbelti og vondir hjálmar. Michael Schumacher vann einnig fimm sinnum. Franski „prófessorinn“ Alain Prost vann fjórum sinnum í Mónakó en sigrarnir hefðu einungis verið tveir ef Ayrton Senna hefði ekki verið óheppinn. Senna vann nefnilega sex sinnum en hefði auðveldlega getað unnið átta mót í Mónakó. Sem nýliði í Formúlu 1 árið 1984 var hann í öðru sæti og sótti hart að Prost í yfirburðabíl McLaren-liðsins, þegar keppnin var stöðvuð vegna úrhellis rigningar. Fjórum árum síðar, 1988, klessukeyrði hann McLaren-bíl sinn eftir að hafa byggt upp ótrúlegt 55 sekúnda forskot á liðsfélagann Prost. Senna gekk undrandi heim til sín í næstu götu frá slysstaðnum. Síðar sagðist hann hafa verið í leiðslu. „Þennan dag áttaði ég mig á því að ég væri hættur að aka meðvitað. Ég var eins og í öðrum heimi. Brautin var eins og göng fyrir mér sem hlykkjuðust áfram, áfram, áfram. Undirmeðvitundin tók öll völd,“ sagði Senna um einn ótrúlegasta akstur síðari tíma. AYRTON SENNA HEFUR OFTAST UNNIÐ SÍÐASTI SIGURINN Senna vann síðast árið 1993 fyrir McLaren. Hann fórst svo hálfum mánuði fyrir Mónakókappaksturinn 1994. NORDICPHOTOS/AFP Þó ótrúlegt megi virðast hafa aðeins þrír ökumenn farist í 80 ára sögu mótsins. Fyrstu árin voru heybaggar það sem hindra átti bíla í því að aka í höfnina eða inn í mannfjöldann. Eldur er hins vegar það sem ökumenn óttast mest enda hafa fjölmargir kollegar þeirra setið fastir í bílum sínum á meðan logarnir læsa sig í þá og brenna þá lifandi. Tveir ökumenn hafa ekið í höfnina, heimsmeistarinn Alberto Ascari árið 1955 og Paul Hawkins árið 1965. Báðir sluppu ómeiddir úr vatninu. ÞRÍR HAFA FARIST BANDINI FERST Hér sést hvar brunaverðir reyna að ná tökum á eldhafinu sem umlykur Ferrari-bíl Lorenzos Bandini niðri við höfnina. VEÐURSPÁ FYRIR MÓTIÐ Á SUNNUDAG 17° 4m/s 6 4 2 0 6 5 3 2 5 3 2 4 ➜ Sigursælustu menn í Mónakó Ay rt on SE N N A M ic ha el SC H U M A CH ER G ra ha m H IL L A la in P R O ST St ir lin g M O SS Ja ck ie ST EW A R T Fe rn an do A LO N SO M ar k W EB B ER Mónakókappaksturinn er í beinni útsendingu á STÖÐ 2 SPORT klukkan 11.30 á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.