Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 4
15. júní 2013 LAUGARDAGUR | FRÉTTIR | 4 08.06.2013 ➜ 14.06.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is FJÖLNOTA KLÚTAR Bleikir, bláir og gulir Verð frá 139 kr. MOPPUSETT 40 cm Verð frá 6.209 kr. RÆSTI- VÖRUR Í Rekstrarlandi er frábært úrval hreingerningavara fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir á mjög góðu verði. www.rekstrarland.isSkeifunni 11 | Sími 515 1100 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 17 72 Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá 17. júní Suðvestan 3-8 m/s SV-til. HELGIN OG 17. JÚNÍ Yfirleitt hægur vindur eða hafgola á landinu um helgina og nokkuð bjart en þokuloft sums staðar við ströndina. Líkur á síðdegisskúrum inn til landsins. Þykknar smám saman suðvestan til á þjóðhátíðardaginn. 13° 3 m/s 13° 2 m/s 14° 3 m/s 10° 4 m/s Á morgun Hæg vestlæg eða breytileg átt Gildistími korta er um hádegi 10° 10° 12° 15° 14° Alicante Basel Berlín 25° 26° 24° Billund Frankfurt Friedrichshafen 20° 22° 26° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 19° 19° 24° London Mallorca New York 16° 25° 25° Orlando Ósló París 30° 19° 20° San Francisco Stokkhólmur 18° 19° 14° 2 m/s 10° 6 m/s 13° 3 m/s 10° 4 m/s 14° 3 m/s 15° 4 m/s 8° 2 m/s 14° 12° 14° 12° 14° Á Norður- og Austurlandi er ljóst að kalskemmdir eru stórfelldar á yfir fimm þúsund hekturum af landi. Á Grímunni hlutu sýningar Þjóðleik hússins átta verðlaun á móti fimm verðlaunum sem runnu til Borgar leik- hússins, fyrir utan samstarfssýn ingar. Miðaverð á haustsýningar Mary Poppins hefur hækkað um átta prósent og er komið í 5.950 krónur. Hugsanlegt tekjutap Orkuveitu Reykjavíkur vegna sex megavatta minni afkastagetu Hellisheiðarvirkjunar er tæplega fjórtán milljónir króna á mánuði ef ekki er gripið til aðgerða. Það eru tæplega 163 milljónir á ársgrundvelli Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta missa af sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár þegar HM fer fram í Serbíu í lok ársins. 136 Íslendingar og útlendingar létust á ferðum sínum um landið á árunum 2000 til 2010. Af þeim létust 77 í umferðarslysum og 31 í útivist eða afþreyingu. 5.000 8 5.950 kr. 4 ár81% Ef haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla núna myndi 81 prósent Svía greiða atkvæði gegn því að sænsku krónunni yrði skipt út fyrir evru. 6megavött 163milljónir króna á ári 136 SAMKEPPNISMÁL Einkaleyfi sem Vegagerðin hefur veitt Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum til að sinna áætlunarakstri á milli Leifsstöðvar og Reykjavíkur felur í sér alvarlegar samkeppnis- hindranir. Þetta kemur fram í áliti um einokun í akstri á leiðinni sem Samkeppniseftirlitið sendi innanríkisráðherra og Vegagerð- inni í gær. Samkeppniseftirlitið hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki lagaheimild til að koma í veg fyrir samning- inn en beindi þeim tilmælum til Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra, að aksturinn yrði boðinn út. Ögmundur fór ekki að þeim tilmælum. - sh Samkeppniseftirlitið óánægt: Einokun í akstri er alvarlegt mál SLYS „Þegar ég kom á staðinn var verið að halda á stráknum mínum inn í sjúkrabílinn. Ég sá ekki strax hvort hann vari með með- vitund, en sá bara að hann var illa slasaður. Allir hestarnir voru hlaupnir í burtu og krakkarnir lágu eins og tuskur úti um allt.“ Svona lýsir Sigurbjörg Magnús- dóttir því þegar hún mætti til að sækja son sinn, hinn fimm ára gamla Patrek Trausta Jóhanns- son, á reiðnámskeið í fyrradag. Á leiðinni þurfti hún að víkja fyrir sjúkrabílum. Þeir reyndust vera á leiðinni að sækja Patrek en hann var einn af fjórum börnum á aldrinum fimm til átta ára sem voru að koma til baka úr reiðtúr ásamt leiðbein- endum sínum við hesthúsa hverfið á Kjóavöllum í Garðabæ, þegar ökuníðingur fældi hestana með þeim afleiðingum að þau féllu öll af baki. Börnin voru mjög skelk- uð eftir slysið en Patrekur var sá eini sem slasaðist alvarlega. Þegar Sigurbjörg kom á staðinn var hann mikið kvalinn og átti erfitt með andardrátt. „Svo var hann spurður hvort hann fyndi fyrir fótunum og hann sagði nei. Ég hugsaði bara, guð minn góður, þetta getur ekki verið að gerast,“ segir Sigurbjörg. Stuttu seinna fór Patrekur að hreyfa fæturna en hann hlaut slæma áverka, meðal annars tvær rifur á lifrina og innvortis blæðingar. „Hann er líka mikið marinn á bakinu, á svæðinu við hrygginn, þar sem mænan er og er heppinn að hafa ekki lam- ast eða slasast enn þá meira. Það hefur greinilega einhver haldið verndarhendi yfir honum,“ segir Sigurbjörg. Hún kveðst fyrst og fremst þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. Ökuníðingurinn hefur ekki gefið sig fram en Sigurbjörg vonar að hann sjái að sér. „Þetta eru allt þaulvanir barnahest- ar og það þarf mikið til þess að heill hópur af hestum fælist svo heiftar lega að öll börnin fljúgi af eins og laufblöð,“ segir Sigurbjörg með áherslu. „Svona hegðun er ófyrirgefanleg í hesthúsahverfi.“ Patrekur var fluttur af gjör- gæslu á Barnaspítalann um miðj- an dag í gær og útlit er fyrir að hann nái sér að fullu. hrund@stod2.is Heppinn að hafa ekki lamast Fimm ára drengur slasaðist illa eftir að ökuníðingur fældi hesta undir börnum á reiðnámskeiði í Garðabæ. Móðir drengsins segir hann heppinn að hafa ekki lamast. Hann hafi tímabundið misst mátt í báðum fótum. FLAUG AF BAKI EINS OG LAUFBLAÐ Sigurbjörg þakkar fyrir að Patrekur slasaðist þó ekki meira en raun ber vitni. Hún segir hegðun ökumannsins ófyrirgefanlega í hesthúsahverfi. MYND/STÖÐ 2 „Þau voru að koma til baka úr reiðtúr og það var teymt undir þeim. Það var ekki verið að fara neitt óvarlega, ég myndi aldrei leyfa það,“ segir Halla María Þórðardóttir, eigandi reiðskólans Eðalhesta í Garðabæ. „Þau voru að fara yfir götuna og einn bíll vék fyrir þeim en annar kom á fleygiferð fram úr honum. Krakkarnir voru greinilega eitthvað fyrir honum og hann bara brunaði fram hjá þeim og hélt flautunni inni. Þá náttúrulega fældust hrossin og það þarf svo lítið til að krakkarnir detti af baki, þau flugu öll af greyin.“ Halla segir að oft sé hratt keyrt á götunni við hesthúsahverfið á Kjóavöllum og að þar hafi áður orðið slys. Nauðsynlegt sé að setja upp hraðahindranir til að draga úr hættunni. „Ég er orðlaus yfir þessari fram- komu ökumannsins, en vonandi verður eitthvað gert í þessu núna. Það þarf yfirleitt slys til þess að hlutirnir séu lagaðir,“ segir Halla. „Orðlaus yfir þessari framkomu“ Helgi Már Art- húrsson látinn Helgi Már Arthúrsson, fyrrverandi blaða maður og frétta- maður, er látinn, 62 ára að aldri. Helgi Már var lands- kunnur blaða- og fréttamaður. Hann fæddist 19. febrúar 1951 og stundaði nám hér heima og í Danmörku. Hann starfaði sem blaðamaður, meðal annars á Alþýðublaðinu, og stofnaði blaðið Nýtt land með Vilmundi Gylfasyni. Hann starfaði sem ritstjóri og fréttamaður á RÚV og Stöð 2 og varð síðan upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins. Helgi lætur eftir sig eigin- konu, Sigríði Árnadóttur, og fimm börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.