Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 59
| ATVINNA | Mojo hárgreiðslustofa Laugavegi 94 óskar eftir hárgreiðslufólki í stólaleigu. Frábær staðsetning, tekjumöguleikar og markaðssetning, einnig hvað ferðamenn varðar. (bílastæðahús) Upplýsingar á mojo.mojo@outlook.com eða í síma 865-6200. Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. óskar eftir að ráða skipstjóra á hjólabáta og Zodiac-báta í sumar. Viðkomandi þurfa að hafa skipstjórnarréttindi. Áhugasamir hafi samband á agust@jokulsarlon.is eða í síma 868-4797 eftir kl 18. Dýraverndarsamband Íslands leitar að starfsmanni í 50% starf fyrir félagið Starfið felst í almennum skrifstofustörfum og vinnu við ýmis dýraverndarmál. Starfsmaður þarf að vera lipur í mann- legum samskiptum, sveigjanlegur og geta unnið sjálfstætt. Krafa er að viðkomandi hafi áhuga á velferð dýra. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu á sviði félagsmála, haldgóða tölvukunnáttu og skipulagshæfileika. Vinnutími er að nokkru sveigjanlegur og starfsstöð er að Grensásvegi 12a. Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist til dyravernd@dyravernd.is fyrir 30. júní nk. · kopavogur.is Kópavogsbær · Álfhólsskóli óskar eftir kennara í nýbúadeild · Hörðuvallaskóli óskar eftir tónmenntakennara · Hörðuvallaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúum/ skólaliðum/starfsmönnum í dægradvöl · Snælandsskóli óskar eftir kennara á eldra stig · Leikskólinn Arnarsmári óskar eftir leikskólakennara · Leikskólinn Arnarsmári óskar eftir sérkennara · Leikskólinn Dalur óskar eftir deildarstjóra · Leikskólinn Núpur óskar eftir deildarstjóra · Leikskólinn Sólhvörf óskar eftir deildarstjóra · Leikskólinn Sólhvörf óskar eftir leikskólakennara Fleiri störf og nánari upplýsingar er að finna á vef Kópavogsbæjar Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is Spennandi störf hjá Kópavogsbæ Verkefnisstjóri Reykjavíkurborg auglýsir lausa stöðu verkefnisstjóra á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara hefur yfirumsjón með miðlægri stoðþjónustu og samhæfingu innan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Starfsfólk skrifstofunnar ber ábyrgð á almennri og sérhæfðri þjónustu við borgarstjóra, annast samskipti við borgarbúa og aðra sam- ráðs- og hagsmunaðila innan- og utanlands, annast skipulagningu viðburða ásamt því að hafa yfirumsjón með ýmsum átaks- og þróunarverkefnum sem ganga þvert á borgarkerfið. Undir skrifstofuna heyra mannauðsmál, upplýsinga- og vefmál, hagmál, atvinnumál og Borgarskjalasafn. Verkefnastjóri hefur umsjón með verkefnum sem stuðla að samhæfingu innan stjórnsýslu borgarinnar auk þess að hafa umsjón með afgreiðslu erinda sem skrifstofunni berast. Ráðhús Reykjavíkur Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni: • Umsjón með umbóta- og þróunarverkefnum á sviði stjórn- sýslu • Umsjón með afgreiðslu erinda sem skrifstofunni berast • Umsjón með verkefnum sem stuðla að samhæfðu og sam- ræmdu vinnulagi innan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. • Umsjón með einstökum verkefnum og verkþáttum á sviði stjórnsýslu og rekstrar • Eftirfylgd verkefna Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði lögfræði, opinberrar stjórnsýslu eða önnur háskólamenntun er nýtist í starfi • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð • Hæfni í mannlegum samskiptum • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi • Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2013 Umsækjendum er bent að sækja um starfið á heimasíðu borgarinnar www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar um starfið veita Helga Björg Ragnarsdóttir (helga.bjorg.ragnarsdottir@reykjavik.is) og Anna Helgadóttir (anna.helgadottir@reykjavik.is) í síma 411 1111 Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Strætó bs. og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar gefur Sigurður Gunnar verkstjóri, í síma 540-2700. Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og berist á netfangið gudfinna@straeto.is eða með pósti á Guðfinnu Ingjaldsdóttur, Hesthálsi 14 110 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 28. júní. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Strætó bs. leitar að bifvélavirkjum og/eða vélvirkjum Hæfniskröfur: Æskilegt er að er að umsækjendur hafi lokið prófi í bifvéla- og/eða vélvirkjun Umsækjandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum Viðkomandi þarf að búa yfir þjónustulund og sýna sjálfstæði í störfum sínum Um störfin Strætó bs. leitar að tveimur duglegum og kraftmiklum starfsmönnum á verkstæði okkar á Hesthálsi 14 í Reykjavík. Starfsmenn verkstæðis vinna samkvæmt vaktafyrirkomulagi en reynt er eftir fremsta megni að samræma þarfir fyrirtækisins og starfsmanna. Verkstæðið er með fyrsta flokks aðbúnað og leitast er við að starfsmenn kynnist sem flestum þáttum vinnunnar og fái að njóta sín og þróast í starfi. Við leitum annars vegar að: Starfsmanni með reynslu af vélaviðgerðum Og við leitum hins vegar að: Starfsmanni með reynslu af viðgerðum á stórum bílum Save the Children á Íslandi LAUGARDAGUR 15. júní 2013 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.