Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 62
| ATVINNA |
Starfatorg.is
Laus störf hjá ríkinu og upplýsingar um málefni ríkisstarfsmanna
Starf Stofnun Staður Nr. á vef
Kennarar og námsráðgjafi Fjölbrautaskóli Suðurnesja Reykjanesbær 201306/047
Sálfræðingur og leiðbeinandi Háskóli Íslands, sálfræðideild Reykjavík 201306/046
Lektor í myndmennt Háskóli Íslands, menntavísindasvið Reykjavík 201306/045
Ráðsmaður Heilbrigðisstofnun Austurlands Neskaupstaður 201306/044
Verkefnastjóri LSH, heilbrigðis- og uppl.tæknid. Reykjavík 201306/043
Tæknimaður LSH, heilbrigðistækni Reykjavík 201306/042
Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku LSH, Barnaspítali Hringsins Reykjavík 201306/041
Yfirlæknir LSH, bráðageðdeild 32C Reykjavík 201306/040
Ljósmæður LSH, meðgöngu- og sængurkv.d. Reykjavík 201306/039
Sérfræðilæknir í blóðlækningum LSH, blóðlækningar Reykjavík 201306/038
Ritari ráðuneytisstjóra Innanríkisráðuneytið Reykjavík 201306/037
Lögfræðingur Innanríkisráðuneytið Reykjavík 201306/036
Kennarar Iðnskólinn í Hafnarfirði Hafnarfjörður 201306/035
Framhaldsskólakennari í grísku Menntaskólinn í Reykjavík Reykjavík 201306/034
Framhaldsskólakennari í ensku Menntaskólinn í Reykjavík Reykjavík 201306/033
Yfirlæknir barna- og ungl.geðlækn. Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri 201306/032
Skjalastjóri Fjármálaeftirlitið Reykjavík 201306/031
Sviðsstjóri reksturs og þjónustu Landlæknir Reykjavík 201306/030
Skrifstofustörf Sýslumaðurinn á Blönduósi Blönduós 201306/029
Tölvumaður Landbúnaðarháskóli Íslands Hvanneyri 201306/028
Afgreiðslumaður Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Borgarnes 201306/027
SÉRFRÆÐINGUR Á SVIÐI BRÚAHÖNNUNAR REYKJAVÍK
Vegagerðin auglýsir eftir sérfræðingi á hönnunardeild, í fullt starf, við þolhönnun brúa.
Í boði er spennandi, krefjandi og fjölbreytt framtíðarstarf. Á hönnunardeild vinna um
17 manns við ýmis hönnunar-, þróunar- og rannsóknarverkefni, sem tengjast brúm
og vegum.
Starfssvið
Vinna við hönnun brúa, verkefnastjórnun og verkefni
tengd viðhaldi brúa. Jafnframt er um að ræða þátttöku
í þróun og gerð leiðbeininga og reglna um hönnun brúa
ásamt rannsóknarverkefnum tengdum brúm.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Byggingarverkfræðingur M.Sc.
• Fagleg kunnátta og reynsla af sambærilegum
verkefnum
• Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
• Frumkvæði og faglegur metnaður
• Reynsla af notkun forrita á þessu sviði
• Reynsla í verkefnastjórnun kostur
• Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
• Hæfni í mannlegum samskiptum
Starfið hentar jafnt báðum kynjum og í samræmi við starfsmanna-
stefnu Vegagerðarinnar eru konur með tilskyldar menntunar- og
hæfniskröfur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og
viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2013. Umsóknir berist
mannauðsstjóra netfang oth@vegagerdin.is
Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt
upplýsingum um menntun og hæfni sem óskað er eftir,
þar með talin menntunar- og starfsferilsskrá.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján Kristjánsson
forstöðumaður hönnunardeildar (kk@vegagerdin.is) og
Ólöf Dagný Thorarensen mannauðsstjóri
(oth@vegagerdin.is) í síma 522 1000.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Vegagerðin er opinber stofnun, sem heyrir undir innanríkisráðuneytið. Hjá Vegagerðinni starfa um 300 manns,
með fjölbreytta menntun og starfsreynslu, að mjög fjölbreytilegum verkefnum. Um þriðjungur starfar í Reykjavík og
Hafnafirði en aðrir víðs vegar um landið. Vegagerðin hefur ítarlega starfsmannastefnu og öflugt starfsmannafélag.
Vegagerðin er í góðum faglegum samskiptum við systurstofnanir sínar á Norðurlöndum.
Hlutverk Vegagerðarinnar er að þróa og sjá um vegakerfið á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi
vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Meginmarkmið Vegagerðarinnar eru:
Greiðar samgöngur með góðri þjónustu.
Hagkvæm uppbygging og rekstur vegakerfisins.
Umferðaröryggi sé á við það sem best gerist.
Góð sambúð vegar og umferðar við umhverfi og íbúa.
Vel skipulögð og skilvirk starfsemi.
Ánægt, hæft og gott starfsfólk.
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t
ok
tó
be
r–
de
se
m
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
15. júní 2013 LAUGARDAGUR16