Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 39
KYNNING − AUGLÝSING Íslensk framleiðsla15. JÚNÍ 2013 LAUGARDAGUR 3
Vörurnar frá Varma eru klassískar og fallegar og eru alfarið framleiddar hér-
lendis með áherslu á íslenskt hrá-
efni,“ segir Birgitta Ásgrímsdótt-
ir, sölu- og markaðsstjóri hjá vöru-
merkinu Varma. Undir merkjum
þess er boðið upp á mikið úrval af
ullarsmávöru eins og húfum, trefl-
um, sjölum, vettlingum og ennis-
böndum. „Einnig bjóðum við upp
á klassískar flíkur úr íslenskri ull
og má þar til dæmis nefna slár
með handprjónuðum kraga og síða
þæfða jakka. Við erum líka með
mikið úrval af vörum úr íslensku
lambskinni, klassískar mokka-
lúffur og mokkainniskó,“ upplýs-
ir Birgitta.
Mokkalína Siggu Heimis
Varma hefur átt í samstarfi við
íslenska hönnuði. Til dæmis stend-
ur Laufey Jónsdóttir fatahönnuður
að baki fatalínunni Blik en í henni
eru fallegar og stílhreinar prjóna-
flíkur. Þá hefur Sigríður Heimis-
dóttir iðnhönnuður hannað nú-
tímalega mokkalínu undir merkj-
um Varma.
Í nýju línunni frá Siggu Heimis
sameinast íslensk hönnun, hugvit,
handbragð, hráefni og framleiðsla,
þannig að úr verður glæsileg vöru-
lína úr íslensku mokkaskinni. „Við
hönnun og þróun vörulínunn-
ar var lögð áhersla á gæði og virð-
ingu fyrir hráefninu og að mokka-
skinnið fengi að njóta sín sem best
í vörunni,“ segir Birgitta en um er
að ræða vörur eins og vesti, trefla,
húfur, lúffur, veski og töskur, auk
lítillar heimilislínu.
„Við viljum beina sjónum okkar í
auknum mæli að mokkavörum því
gærur eru mjög vannýtt hráefni en
um 90% af þeim er flutt úr landi.
Við viljum nýta þetta hráefni betur
og selja sem fullbúna vöru bæði
hér heima og erlendis,“ segir Birg-
itta. Varma hefur framleitt mokka-
vörur í um 20 ár og nýtir til þess ís-
lensku lambagæruna sem er fram-
leidd alfarið hér á landi.
Ný vörulína í júní
Umfang Varma er þó nokkurt.
Það er með starfsstöðvar á þrem-
ur stöðum á landinu, á Norður-
landi, Suðurlandi og á höfuð-
borgarsvæðinu. Þar starfa um
fimmtíu manns í dag og fram-
leiðslan hefur aukist mikið. Bæði
er framleitt undir eigin vörumerki
og í sérframleiðslu fyrir aðra ís-
lenska hönnuði og vörumerki eins
og Cintamani, Farmers Market,
Geysi Shops, Munda, Vík Prjóns-
dóttur, Júniform og Spaksmanns-
spjarir.
„Stóran hluta af vörum Varma
tekur ferðamaðurinn með sér
heim úr fríinu en Íslendingar eru
alltaf að læra betur og betur að
meta þessa íslensku framleiðslu,
enda fátt sem hentar betur á ferða-
lögum, í útilegum eða á rölti um
bæjarhátíðirnar þegar veðrið er
ekki upp á sitt besta eða þegar sest
er niður við varðeldinn á kvöldin,“
segir Birgitta.
Von er á nýrri vörulínu frá
Varma í júní. Í henni eru nærri
fimmtíu vörunúmer og eru þetta
að mestu smávörur á borð við vett-
linga, húfur, ennisbönd og trefla
úr íslenskri ull og lambsull. „Það
verður meiri litagleði í vörunum í
ár en verið hefur og erum við núna
að bjóða upp á vörur og mynstur
í skærum og sumarlegum litum
samhliða okkar fallegu náttúru-
legu sauðalitum,“ segir Birgitta.
Nánari upplýsingar um Varma
er að finna á www.varma.is.
Íslenskt hráefni, íslensk framleiðsla
Varma – the warmth of Iceland er íslenskt vörumerki. Vörur þess eru alfarið framleiddar hér á landi og úr íslensku gæðahráefni á
borð við ull, lambsull og mokkaskinn. Hróður Varma hefur borist víða enda hefur útflutningur á vörum fyrirtækisins stóraukist
síðustu ár. Von er á nýrri vörulínu frá Varma í júní.
Von er á nýrri vörulínu frá Varma í júní. Í henni
eru nærri fimmtíu vörunúmer og eru þetta að
mestu smávörur á borð við vettlinga, húfur,
ennisbönd og trefla úr íslenskri ull og lambsull.
„Það verður meiri litagleði í vörunum í ár en verið hefur og erum við núna að bjóða upp á vörur og mynstur í skærum og sumarlegum litum samhliða okkar fallegu náttúrulegu
sauðalitum,“ segir Birgitta, sem er hér ásamt samstarfskonu sinni, Þuru Jónasardóttur sölufulltrúa. MYND/GVA