Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 39
KYNNING − AUGLÝSING Íslensk framleiðsla15. JÚNÍ 2013 LAUGARDAGUR 3 Vörurnar frá Varma eru klassískar og fallegar og eru alfarið framleiddar hér- lendis með áherslu á íslenskt hrá- efni,“ segir Birgitta Ásgrímsdótt- ir, sölu- og markaðsstjóri hjá vöru- merkinu Varma. Undir merkjum þess er boðið upp á mikið úrval af ullarsmávöru eins og húfum, trefl- um, sjölum, vettlingum og ennis- böndum. „Einnig bjóðum við upp á klassískar flíkur úr íslenskri ull og má þar til dæmis nefna slár með handprjónuðum kraga og síða þæfða jakka. Við erum líka með mikið úrval af vörum úr íslensku lambskinni, klassískar mokka- lúffur og mokkainniskó,“ upplýs- ir Birgitta. Mokkalína Siggu Heimis Varma hefur átt í samstarfi við íslenska hönnuði. Til dæmis stend- ur Laufey Jónsdóttir fatahönnuður að baki fatalínunni Blik en í henni eru fallegar og stílhreinar prjóna- flíkur. Þá hefur Sigríður Heimis- dóttir iðnhönnuður hannað nú- tímalega mokkalínu undir merkj- um Varma. Í nýju línunni frá Siggu Heimis sameinast íslensk hönnun, hugvit, handbragð, hráefni og framleiðsla, þannig að úr verður glæsileg vöru- lína úr íslensku mokkaskinni. „Við hönnun og þróun vörulínunn- ar var lögð áhersla á gæði og virð- ingu fyrir hráefninu og að mokka- skinnið fengi að njóta sín sem best í vörunni,“ segir Birgitta en um er að ræða vörur eins og vesti, trefla, húfur, lúffur, veski og töskur, auk lítillar heimilislínu. „Við viljum beina sjónum okkar í auknum mæli að mokkavörum því gærur eru mjög vannýtt hráefni en um 90% af þeim er flutt úr landi. Við viljum nýta þetta hráefni betur og selja sem fullbúna vöru bæði hér heima og erlendis,“ segir Birg- itta. Varma hefur framleitt mokka- vörur í um 20 ár og nýtir til þess ís- lensku lambagæruna sem er fram- leidd alfarið hér á landi. Ný vörulína í júní Umfang Varma er þó nokkurt. Það er með starfsstöðvar á þrem- ur stöðum á landinu, á Norður- landi, Suðurlandi og á höfuð- borgarsvæðinu. Þar starfa um fimmtíu manns í dag og fram- leiðslan hefur aukist mikið. Bæði er framleitt undir eigin vörumerki og í sérframleiðslu fyrir aðra ís- lenska hönnuði og vörumerki eins og Cintamani, Farmers Market, Geysi Shops, Munda, Vík Prjóns- dóttur, Júniform og Spaksmanns- spjarir. „Stóran hluta af vörum Varma tekur ferðamaðurinn með sér heim úr fríinu en Íslendingar eru alltaf að læra betur og betur að meta þessa íslensku framleiðslu, enda fátt sem hentar betur á ferða- lögum, í útilegum eða á rölti um bæjarhátíðirnar þegar veðrið er ekki upp á sitt besta eða þegar sest er niður við varðeldinn á kvöldin,“ segir Birgitta. Von er á nýrri vörulínu frá Varma í júní. Í henni eru nærri fimmtíu vörunúmer og eru þetta að mestu smávörur á borð við vett- linga, húfur, ennisbönd og trefla úr íslenskri ull og lambsull. „Það verður meiri litagleði í vörunum í ár en verið hefur og erum við núna að bjóða upp á vörur og mynstur í skærum og sumarlegum litum samhliða okkar fallegu náttúru- legu sauðalitum,“ segir Birgitta. Nánari upplýsingar um Varma er að finna á www.varma.is. Íslenskt hráefni, íslensk framleiðsla Varma – the warmth of Iceland er íslenskt vörumerki. Vörur þess eru alfarið framleiddar hér á landi og úr íslensku gæðahráefni á borð við ull, lambsull og mokkaskinn. Hróður Varma hefur borist víða enda hefur útflutningur á vörum fyrirtækisins stóraukist síðustu ár. Von er á nýrri vörulínu frá Varma í júní. Von er á nýrri vörulínu frá Varma í júní. Í henni eru nærri fimmtíu vörunúmer og eru þetta að mestu smávörur á borð við vettlinga, húfur, ennisbönd og trefla úr íslenskri ull og lambsull. „Það verður meiri litagleði í vörunum í ár en verið hefur og erum við núna að bjóða upp á vörur og mynstur í skærum og sumarlegum litum samhliða okkar fallegu náttúrulegu sauðalitum,“ segir Birgitta, sem er hér ásamt samstarfskonu sinni, Þuru Jónasardóttur sölufulltrúa. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.