Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGÍslensk framleiðsla LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 20132
Kexverksmiðjan Frón fór ótroðnar slóðir þegar hún setti nýja kextegund sína á markað. Nýja kexið ber nafnið Bitinn og fæst í þremur ljúffengum bragðtegundum.
Jóhannes Baldursson, framleiðslustjóri Fróns, segir nýju af-
urðirnar þrjár vera afrakstur vöruþróunarstarfs síðustu mán-
uði. „Við munum bjóða upp á þrjár nýjar og spennandi bragð-
tegundir undir nafninu Bitinn. Um er að ræða súkkulaðibita-
kökur með salthnetum, súkkulaðibitakökur með döðlum og
súkku laðibitakökur með trönuberjum.“
Bragðtegundirnar eru vissulega óvenjulegar hér á landi
að sögn Jóhannesar en ekki hefur áður verið boðið upp á kex
með döðlum, salthnetum og trönuberjum hérlendis. „Þetta
kex hefur komið mjög vel út í prófunum hjá okkur og er íslenskt
gæðakex sem er algjört sælgæti og ætti að höfða til allra ald-
urshópa, jafnt yngri sem eldri. Við leggjum ávallt áherslu á að
nota aðeins fyrsta flokks hráefni í vörur okkar og má meðal
annars nefna að við erum með ekta súkkulaðidropa í Bitanum
og að sjálfsögðu fyrsta flokks döðlur, trönuber og salthnetur.“
Stöðug vöruþróun er í gangi hjá Frón að sögn Jóhannesar og
munu enn fleiri nýjungar líta dagsins ljós seinna á árinu sem
fyrirtækið hlakkar til að kynna fyrir Íslendingum.
Rótgróið fyrirtæki
Kexverksmiðjan Frón var stofnuð 12. júní árið 1926. Fyrstu
húsakynni verksmiðjunnar voru í húsi Betaníu við Laufásveg.
Nokkrum árum eftir að starfsemin hófst var verksmiðjan flutt
að Grettisgötu 16. Árið 1936 flutti verksmiðjan í eigið húsnæði
að Skúlagötu 28 og með flutningunum urðu töluverð þáttaskil
í rekstrinum. Upp frá því ári var framleiðslan að jafnaði alltaf
yfir 100 tonn af kexi á ári.
„Kexið frá Frón á sér marga dygga aðdáendur hérlendis. Ár-
lega renna um 700 tonn af ljúffengu kexi úr ofnum okkar ofan í
maga landsmanna. Matarkexið á þar heiðurssæti þar sem það
hefur verið með frá upphafi og var fyrsta íslenska kextegund-
in á sínum tíma. Þá hefur Mjólkurkexið átt sinn sess á borð-
um Íslendinga í yfir fimmtíu ár. Íslendingar neyta árlega um
260 tonna af þessu ljúffenga kexi eða tæpra 22 þúsund kílóa á
mánuði! Það á sér greinilega stað í hjarta Íslendinga því enn
eykst árleg sala á Mjólkurkexinu.“
Frón hefur nánast eingöngu framleitt fyrir heimamarkað
en undanfarin ár hefur verið framleitt Skipskeks (Skipskex)
fyrir Færeyinga sem er þeirra Mjólkurkex.
Nýtt og ljúffengt gæðakex í sumar
Landsmenn geta gætt sér á nýju gæðakexi frá Frón í sumar. Nýja kexið ber nafnið Bitinn og fæst með þremur gómsætum
bragðtegundum. Kexin frá Frón hafa fylgt landsmönnum í tæplega 90 ár.
„Við leggjum ávallt áherslu
á að nota aðeins fyrsta
flokks hráefni í vörur,“ segir
Jóhannes Baldursson, fram-
leiðslustjóri Fróns.
MYND/VALLI
Framleiðsla Marels fer fram í 16 framleiðslueiningum sem staðsettar eru í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Asíu. Þær eru jafn ólíkar og þær eru margar þegar kemur
að fjölda starfsmanna og uppbyggingu en eiga allar sameig-
inlegt að framleiða endavörur fyrir viðskiptavini Marel. Af
ríflega 4.000 starfsmönnum Marels starfa um 1.400 manns
í framleiðslueiningum Marels og þar af um 200 í einingunni
á Íslandi.
Undanfarin ár hefur sameiginleg hugsun fyrir allar fram-
leiðslueiningar og framtíðarsýn Marels verið mótuð. Sýnin
byggir á traustum grunni og áratuga reynslu í framleiðslu fyrir
matvælaiðnaðinn. Stefna Marels er að innleiða MMS (Marel
Manufacturing System) sem hefur til hliðsjónar straumlínu-
stjórnun (e. lean), nýsköpun í ferlum og stöðugar umbætur.
Leiðarljósið er skjótari ferlar sem skila viðskiptavinum meiri
gæðum og lægri kostnaði.
Innleiðing á sellufyrirkomulagi er ein stærsta breyting-
in sem gerð hefur verið í framleiðslueiningum Marels. Það
þýðir að framleiðsluferlið er brotið upp og komið er á flæði
með þverfaglegum teymum sem búa til endavörur fyrir við-
skiptavini. Marel hyggst ganga enn lengra og mynda lið sem
sjá um framleiðsluferlið sjálf, allt frá hráefni til lokavöru. Það
er áskorun sem mun taka tíma að hrinda í framkvæmd en
framtíðarsýnin er skýr og stýrir ákvörðunum sem teknar eru
frá degi til dags.
Á Íslandi hefur Marel unnið með teymi og sellur í mörg ár.
Stöðugar umbætur og aukið flæði hafa einnig verið í fókus en
markmiðið er alltaf að gera aðeins betur. Bakgrunnur starfs-
manna er fjölbreyttur og þar starfa t.d. rafvirkjar, vélvirkjar,
stálsmiðir, málmsuðumenn, rennismiðir, rafeindavirkjar, vél-
stjórar, trésmiðir, ófaglærðir, nemar og tæknifræðingar.
Það er áskorun fyrir Marel og atvinnulífið í heild að byggja
upp öflugt iðn- og tæknimenntað fólk til framtíðar. Til að
leggja sitt af mörkum hefur Marel sett á laggirnar Framleiðslu-
skóla Marels til að hvetja og styrkja starfsmenn sína til frekara
náms og gefa þeim færi á að efla starfshæfni sína.
Stöðugar umbætur í framleiðslu
Marel er í dag markaðsleiðtogi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi.
Af ríflega 4.000 starfsmönnum Marels starfa um 1.400 manns í fram-
leiðslueiningum Marels og þar af um 200 í einingunni á Íslandi.
Bakgrunnur starfsmanna er fjölbreyttur og þar starfa t.d. rafvirkjar, vél-
virkjar, stálsmiðir, málmsuðumenn, rennismiðir, rafeindavirkjar, vélstjórar,
trésmiðir, ófaglærðir, nemar og tæknifræðingar.