Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGÍslensk framleiðsla LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 20132 Kexverksmiðjan Frón fór ótroðnar slóðir þegar hún setti nýja kextegund sína á markað. Nýja kexið ber nafnið Bitinn og fæst í þremur ljúffengum bragðtegundum. Jóhannes Baldursson, framleiðslustjóri Fróns, segir nýju af- urðirnar þrjár vera afrakstur vöruþróunarstarfs síðustu mán- uði. „Við munum bjóða upp á þrjár nýjar og spennandi bragð- tegundir undir nafninu Bitinn. Um er að ræða súkkulaðibita- kökur með salthnetum, súkkulaðibitakökur með döðlum og súkku laðibitakökur með trönuberjum.“ Bragðtegundirnar eru vissulega óvenjulegar hér á landi að sögn Jóhannesar en ekki hefur áður verið boðið upp á kex með döðlum, salthnetum og trönuberjum hérlendis. „Þetta kex hefur komið mjög vel út í prófunum hjá okkur og er íslenskt gæðakex sem er algjört sælgæti og ætti að höfða til allra ald- urshópa, jafnt yngri sem eldri. Við leggjum ávallt áherslu á að nota aðeins fyrsta flokks hráefni í vörur okkar og má meðal annars nefna að við erum með ekta súkkulaðidropa í Bitanum og að sjálfsögðu fyrsta flokks döðlur, trönuber og salthnetur.“ Stöðug vöruþróun er í gangi hjá Frón að sögn Jóhannesar og munu enn fleiri nýjungar líta dagsins ljós seinna á árinu sem fyrirtækið hlakkar til að kynna fyrir Íslendingum. Rótgróið fyrirtæki Kexverksmiðjan Frón var stofnuð 12. júní árið 1926. Fyrstu húsakynni verksmiðjunnar voru í húsi Betaníu við Laufásveg. Nokkrum árum eftir að starfsemin hófst var verksmiðjan flutt að Grettisgötu 16. Árið 1936 flutti verksmiðjan í eigið húsnæði að Skúlagötu 28 og með flutningunum urðu töluverð þáttaskil í rekstrinum. Upp frá því ári var framleiðslan að jafnaði alltaf yfir 100 tonn af kexi á ári. „Kexið frá Frón á sér marga dygga aðdáendur hérlendis. Ár- lega renna um 700 tonn af ljúffengu kexi úr ofnum okkar ofan í maga landsmanna. Matarkexið á þar heiðurssæti þar sem það hefur verið með frá upphafi og var fyrsta íslenska kextegund- in á sínum tíma. Þá hefur Mjólkurkexið átt sinn sess á borð- um Íslendinga í yfir fimmtíu ár. Íslendingar neyta árlega um 260 tonna af þessu ljúffenga kexi eða tæpra 22 þúsund kílóa á mánuði! Það á sér greinilega stað í hjarta Íslendinga því enn eykst árleg sala á Mjólkurkexinu.“ Frón hefur nánast eingöngu framleitt fyrir heimamarkað en undanfarin ár hefur verið framleitt Skipskeks (Skipskex) fyrir Færeyinga sem er þeirra Mjólkurkex. Nýtt og ljúffengt gæðakex í sumar Landsmenn geta gætt sér á nýju gæðakexi frá Frón í sumar. Nýja kexið ber nafnið Bitinn og fæst með þremur gómsætum bragðtegundum. Kexin frá Frón hafa fylgt landsmönnum í tæplega 90 ár. „Við leggjum ávallt áherslu á að nota aðeins fyrsta flokks hráefni í vörur,“ segir Jóhannes Baldursson, fram- leiðslustjóri Fróns. MYND/VALLI Framleiðsla Marels fer fram í 16 framleiðslueiningum sem staðsettar eru í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Asíu. Þær eru jafn ólíkar og þær eru margar þegar kemur að fjölda starfsmanna og uppbyggingu en eiga allar sameig- inlegt að framleiða endavörur fyrir viðskiptavini Marel. Af ríflega 4.000 starfsmönnum Marels starfa um 1.400 manns í framleiðslueiningum Marels og þar af um 200 í einingunni á Íslandi. Undanfarin ár hefur sameiginleg hugsun fyrir allar fram- leiðslueiningar og framtíðarsýn Marels verið mótuð. Sýnin byggir á traustum grunni og áratuga reynslu í framleiðslu fyrir matvælaiðnaðinn. Stefna Marels er að innleiða MMS (Marel Manufacturing System) sem hefur til hliðsjónar straumlínu- stjórnun (e. lean), nýsköpun í ferlum og stöðugar umbætur. Leiðarljósið er skjótari ferlar sem skila viðskiptavinum meiri gæðum og lægri kostnaði. Innleiðing á sellufyrirkomulagi er ein stærsta breyting- in sem gerð hefur verið í framleiðslueiningum Marels. Það þýðir að framleiðsluferlið er brotið upp og komið er á flæði með þverfaglegum teymum sem búa til endavörur fyrir við- skiptavini. Marel hyggst ganga enn lengra og mynda lið sem sjá um framleiðsluferlið sjálf, allt frá hráefni til lokavöru. Það er áskorun sem mun taka tíma að hrinda í framkvæmd en framtíðarsýnin er skýr og stýrir ákvörðunum sem teknar eru frá degi til dags. Á Íslandi hefur Marel unnið með teymi og sellur í mörg ár. Stöðugar umbætur og aukið flæði hafa einnig verið í fókus en markmiðið er alltaf að gera aðeins betur. Bakgrunnur starfs- manna er fjölbreyttur og þar starfa t.d. rafvirkjar, vélvirkjar, stálsmiðir, málmsuðumenn, rennismiðir, rafeindavirkjar, vél- stjórar, trésmiðir, ófaglærðir, nemar og tæknifræðingar. Það er áskorun fyrir Marel og atvinnulífið í heild að byggja upp öflugt iðn- og tæknimenntað fólk til framtíðar. Til að leggja sitt af mörkum hefur Marel sett á laggirnar Framleiðslu- skóla Marels til að hvetja og styrkja starfsmenn sína til frekara náms og gefa þeim færi á að efla starfshæfni sína. Stöðugar umbætur í framleiðslu Marel er í dag markaðsleiðtogi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Af ríflega 4.000 starfsmönnum Marels starfa um 1.400 manns í fram- leiðslueiningum Marels og þar af um 200 í einingunni á Íslandi. Bakgrunnur starfsmanna er fjölbreyttur og þar starfa t.d. rafvirkjar, vél- virkjar, stálsmiðir, málmsuðumenn, rennismiðir, rafeindavirkjar, vélstjórar, trésmiðir, ófaglærðir, nemar og tæknifræðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.