Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 30

Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 30
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Systkinin taka á móti mér á heimili Sólveigar á rign-ingarsíðdegi í vikunni. Óhjákvæmilega beinist umræðan fyrst að afhend-ingu Grímuverðlaunanna sem fram fór kvöldið áður en við hittumst. Á meðan Sólveig fer að mala og laga kaffi spyr ég Þor- leif hvort verðlaunadreifingin hafi komið honum á óvart. „Margir urðu verulega undrandi á því hverjir hlutu verðlaun þarna í gær,“ segir hann. „Og ekki bara hvað varðar Engla alheimsins. Hvernig getur sýning orðið sýning ársins án þess að leikstjórinn sé tilnefndur, án þess að leikmyndin sé tilnefnd og án þess að aðalleikarinn sem verk- ið er nefnt eftir sé tilnefndur? Á hverju byggir þá ákvarðanatakan? Ég hefði orðið mjög svekktur ef sýn- ing eftir mig hefði verið valin sýn- ing ársins en starf mitt, aðalleikar- ans og leikmyndahönnuðarins, sem er minn nánasti listræni samstarfs- maður, verið virt að vettugi. Það er ekki hægt að slíta þetta í sundur. Val ferlið hefur reyndar lengi verið gagnrýnt. Það veit enginn hverjir eru í Grímunefndinni og þetta virð- ist fara eftir einhverju stigakerfi en samt hafa ekki allir séð allar sýn- ingar. Með þessu lagi verður til ein- hvers konar tölfræðilegt misræmi sem birtist mjög skýrt í gær. Þetta bar sterkan svip af málamiðlun.“ Nú er Sólveig komin með kaffið og blandar sér í umræðuna. „Það verður samt að koma skýrt fram að við erum ekki að tala um þetta bara í sambandi við Englana, það voru þarna margar mjög furðuleg- ar verðlaunaveitingar, sem erfitt er að skilja hvað liggur á bak við.“ „Já,“ grípur Þorleifur fram í. „Þá erum við komin að grundvallar- spurningum um verðlaunaveiting- ar í listum almennt. En varðandi Grímuna þá væri mun heiðarlegra að það væri bara opinber dómnefnd og valið endurspeglaði smekk henn- ar. Reyndar halda flestir að þann- ig sé staðið að Grímunni, en það er misskilningur, þetta er allt eitthvert allsherjar leyndarmál.“ Þetta hljómar dálítið eins og þú hafir orðið fyrir vonbrigðum. „Já, ég viðurkenni það alveg, miðað við viðbrögðin við sýningunni átti ég von á meiru. En, hvað, maður er fúll í einn dag en gleymir því svo bara og heldur áfram að gera góða list.“ Skortur á ímyndunarafli Viðtalið átti reyndar ekki að snúast um Grímuna og komið að því að yfir- heyra þau systkinin um goggunar- röðina innan fjölskyldunnar. Hvað er langt á milli ykkar? „Ha? Ætl- arðu ekkert að spyrja hvort okkar sé eldra,“ segir Sólveig og þyk- ist móðguð. „Það eru fimm ár á milli okkar. Guðrún var elst okkar systkinanna, níu árum eldri en ég. Við vorum tvær í fimm ár og síðan kemur þarna óskilgreind hrúga af börnum. Þorleifur er elstur í þeirri hrúgu. Af einhverjum ástæðum þá tilheyrði ég alltaf eldri systrunum, þótt það væri lengra á milli mín og Guðrúnar en mín og yngsta bróður okkar, Jóns.“ „Þannig að ég er miðjubarn en samt líka elsti bróðir í yngra holl- inu,“ segir Þorleifur. „Sólveig var alltaf eldri systir okkar og passaði okkur mikið, kenndi mér að hlusta á rokkmúsík og svona, en Guðrún var óumdeild stóra systir, enda var hún nánast orðin fullorðin kona þegar ég man eftir mér.“ Og það hefur aldrei komið annað til greina en að leggja leiklistina fyrir sig? „Nei, þetta er alveg óskap- legur skortur á ímyndunar afli,“ segir Þorleifur og hlær. „Ég ætlaði nú lengi vel að verða bóndi,“ segir Sólveig. „Ég ætti kannski að fara að skoða það. Hefði kannski getað sótt um styrk til Evrópusambandsins til að fara út í grænmetisrækt, en nú er búið að loka því, þannig að ég er sennilega búin að missa af lest- inni.“ Hér fara þau systkin á flug og umræðan spinnst í kringum mis- lukkaða sveitardvöl Þorleifs sem barns. „Það sáu allir eftir því þegar ég var sendur í sveit,“ segir hann. „Bæði foreldrar mínir og bændurn- ir sem tóku á móti mér. Pabbi og mamma þurftu að koma keyrandi og sækja mig eftir nokkra daga.“ „Ég hins vegar fór ekki úr gúmmí- skónum og lopapeysunni fyrr en ég var komin í menntaskóla,“ segir Sólveig. „Þannig að kannski spannst bóndadraumurinn bara út frá því hvar ég gæti nýtt gúmmískóna best. En svona í alvöru þá var það nokk- uð fyrirséð hjá okkur báðum að leik- listin yrði fyrir valinu.“ Hamletsblæti Þú fórst í leikaranám, Þorleifur. Hvað breyttist? „Ég bara komst fljótlega að því að ég hafði ekkert að gera þeim megin. Ég á heima hinum megin, enda frumsýndi ég mitt fyrsta verk sem leikstjóri þremur vikum eftir að ég útskrif- aðist sem leikari.“ „Það er svolítið leiðinlegt því þú ert svo myndar- legur,“ segir systir hans og glottir. „Ef þú gætir nú bara þagað. Þögul hlutverk mundu fara þér vel.“ Þor- leifur upplýsir að reyndar hafi leik- hússtjóri í Wiesbaden farið þess á leit að hann léki Hamlet, systur hans til mikillar hneykslunar. Enn og aftur fer umræðan um víðan völl og á svipstundu er búið að hanna sýningu á Hamlet þar sem Þorleifur léki aðalhlutverkið, Sól- veig Geirþrúði móður hans og jafn- vel kæmi til greina að faðir þeirra léki Kládíus kóng. Þau fara á flug, grípa orðið hvort frá öðru, spinna og kasta hugmyndum á milli sín, þótt alvaran að baki hugmynd- inni risti ekki djúpt. „En samt,“ segir Þorleifur. „Ef maður myndi bara leika eina rullu á lífsleiðinni yrði það að vera Hamlet.“ „Iss, segir Sólveig. „Þetta er bara eitt- hvert blæti í þér gagnvart Hamlet. Örugglega bara af því að það er frægasta rulla leikbókmenntanna.“ Yfir 40 hlutverk Þótt það sé óskaplega skemmti- legt að fylgjast með orðaskylming- um systkinanna rennur mér blóðið til blaðamannsskyldunnar. Ég geri mitt besta til að beina umræðunni aftur í „réttan“ farveg og spyr Sól- veigu um ástæðu þess að hún hélt til leiklistarnáms í Berlín. „Ég var búin að vera svo mikið í leikhúsunum hérna heima og langaði ekki að fara í námið hér. Fannst Austur-Evrópa mjög spennandi, var eitthvað að hugsa um Rússland, en þegar ég kveikti á Berlín og frétti af þessum leiklistarskóla, Ernst Busch sem er gamli austur-þýski leiklistarháskól- inn, varð ekkert aftur snúið. Þetta var strax eftir fall múrsins og þótt Berlín þyki æðislega smart og töff í dag þykir mér hún orðin gríðar lega leiðinleg og „mainstream“ miðað við það sem hún var frá sirka ´93 til 2000. Þetta var svo mikill suðu- pottur. Borgin að reyna að vaxa aftur saman og finna eitthvert sjálf og allir árekstrarnir sem því fylgdu. Það er á þessum árum sem „þýska leikhúsið“ verður til, þótt sú skil- greining eigi reyndar aðallega við um tvö, þrjú svið í Berlín. Þetta var algjör flugeldasýning og ekki síst í pólitíkinni. Það kom til dæmis í ljós að fjórir af prófessorunum við skólann höfðu verið njósnarar fyrir Stasi, en það gerðist nú nánast á hverjum einasta vinnustað.“ Sólveig var tekin inn af annarri af stærstu umboðsskrifstofum Þýska- lands meðan hún var enn í námi, fékk vinnu strax eftir útskrift sem leikkona og starfaði og bjó í Berlín í tíu ár. Í dag hefur hún leikið í rúm- lega 40 sjónvarps- og kvikmyndum, aðallega í Þýskalandi. Féll fyrir Ernst Busch Í einni af heimsóknum Þorleifs til hennar fór hann að skoða Ernst Busch og féll kylliflatur. „Ég sótti ekki einu sinni um leikstjóranám í neinum öðrum skóla. Þetta var bara staðurinn. Bæði öflugasti skóli Þýskalands og í öflugustu borg Þýskalands. Það var aldrei spurning.“ Þorleifur naut álíka velgengni og systir hans og var farinn að leik- stýra sýningum hjá virtum leikhús- um áður en hann útskrifaðist sem leikstjóri. Hver er galdurinn við að komast inn í þýska leikhúsheiminn? „Bara að vera nógu góður,“ segir Sólveig snögg upp á lagið. „Auð- vitað þarf einhver að veðja á mann til að byrja með,“ segir Þorleifur. „Skólinn okkar er samt auðvitað þannig að hann gefur þér stökk- pall. Þarna kemur fullt af fólki og skoðar það sem þú ert að gera. Með því að vera þar kemurðu í raun fæt- inum í dyrnar. En þú færð ekkert marga sénsa. Ef þú klúðrar upp- setningu ertu nánast búinn að vera. En ef sýningum þínum er vel tekið eru tiltölulega miklar líkur á að þú haldir áfram að fá nóg að gera.“ Þorleifur veit um hvað hann er að tala en sýningar hans hafa upp til hópa notið mikillar vel- gengni, fengið verðlaun og aðdáun, enda hefur hann meira en nóg að gera. Meðal leiksýninga sem hann hefur sett upp í hinum þýskumæl- andi heimi eru Psychosis 4.48 í borgar leikhúsinu í Karlsruhe, Lér konungur og Mutter Courage í borgarleikhúsinu í Konstanz, Meist- arinn og Margaríta í Landestheater Tübingen, A Clockwork Orange í borgar leikhúsinu í Schwerin, Pétur Gautur og Grimm í Luzerner-leik- húsinu, Rómeó og Júlía, Othello og Die Kontrakte des Kaufmanns í St. Gallen leikhúsinu, Leðurblakan og La Bohème í óperuhúsinu í Augs- burg og Guðdómlegi gleðileikurinn í Stadttheater Mainz. Aftur til Þýskalands Fyrir tveimur árum flutti hann heim og flaug út til að leikstýra en nú er aftur komið að tímamótum og það sem meira er þá ætlar hann í þetta sinn að taka systur sína með sér. „Hún er sko miklu þekktari en ég í Þýskalandi,“ segir hann. „Og nú erum við bæði að flytja út aftur,“ segir Sólveig. „Þorleifur hefur verið ráðinn leiðandi leikstjóri við óperu- og leikhúsið í Wiesbaden frá og með næsta hausti og ég er komin þar á fastan samning sem leikkona.“ Þótt Íslendingar þekki kannski ekki leikhúsið í Wiesbaden þá er það ekk- ert smáræðisbatterí. „Það eru sex hundruð fastráðnir starfsmenn við húsið,“ útskýrir Þorleifur. „Og fjármunirnir sem það veltir eru meira en tvöfalt meiri en saman- lagt framlag ríkisins til Þjóðleik- hússins, Borgarleikhússins, Sin- fóníuhljómsveitarinnar og Íslenska dansflokksins. Þrjúhundruð þúsund áhorfendur á ári. Það verður mjög spennandi að starfa þarna og mikið tilhlökkunar efni að hafa alla fjöl- skylduna hjá sér, í stað þess að vera eins og sjómaður sem alltaf er að fara á vertíð og vera langdvölum í burtu.“ Það er ekki alveg komið að þessu en næsta vor munu fjöl skyldur beggja taka sig upp og flytja búferl- um til Þýskalands. Þangað til hafa þau bæði meira en nóg að gera. Þorleifur er á leið út til að leik- stýra Rómeó og Júlíu í Borgarleik- húsinu í Mainz, og síðan Niflunga- kvæðinu í borgarleikhúsinu í Bonn og óperunni Lohengrin eftir Rich- ard Wagner í óperuhúsinu í Augs- burg. „Og Sólveig verður auð vitað að leika í Englum alheimsins næstu tíu árin,“ segir hann glottandi. „Svo er ég í höfundateyminu fyrir Rétt 3 og reyndar fleiri umræður í gangi um verkefni hér heima, en það er ekki tímabært að tala um það.“ „Ég er búin að vera að skrifa sjónvarps- handrit með Margréti Örnólfs- dóttur,“ segir Sólveig. „Við erum einmitt að klára það og það fer vonandi í framleiðslu. Svo er stórt kvikmyndaverkefni í spilunum hér heima og annað verkefni úti, en það er svolítið öðruvísi ferli en hjá Þor- leifi sem er með allt niðurneglt. Það getur heldur enginn lifað af því að vera leikari á Íslandi þannig að í sumar mun ég vera leiðsögumaður í Þríhnjúkagíg og sýna útlending- um það ótrúlega náttúruundur. Það verður meira en nóg að gera.“ Þarf bara að vera nógu góður Systkinin Sólveig og Þorleifur Örn Arnarsbörn hafa verið í sviðsljósinu frá blautu barnsbeini og unnið hvern sigurinn á fætur öðrum, bæði hér heima og í Þýskalandi. Nú síðast vakti sýningin Englar alheimsins, sem hann leikstýrir og skrifaði leikgerð að og hún leikur í, einróma hrifningu. Þau eru nú bæði á förum til Þýskalands þar sem nýir sigrar bíða. SYSTKININ „Ef þú gætir nú bara þagað. Þögul hlutverk mundu fara þér vel,“ stríðir leikkonan leikstjóranum. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /A N TO N Ef þú klúðrar uppsetningu ertu nánast búinn að vera. En ef sýningum þínum er vel tekið eru tiltölulega miklar líkur á að þú haldir áfram að fá nóg að gera.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.