Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 46
FÓLK|TÍSKA
UPPRUNINN Í
BRETLANDI
HARÐKÚLUHATTAR, rykfrakkar og tvíd eru upphaflega
frá Bretlandi. Þetta var staðfest í nýlegri rannsókn.
Ótrúlegt en satt þá ganga 85% kvenna
í rangri stærð af brjóstahaldara. Þetta
getur valdið eymslum í baki, hálsi, höfði
og fleiri stöðum. Annað þekkt vanda-
mál er að brjóstahaldarastærðir geta
verið mismunandi eftir vörumerkjum
og sniðum en konur fara yfirleitt ekki
í brjóstamælingu fyrir hver einustu
brjóstahaldarakaup.
Undirfatarisinn Jockey hefur fundið
lausnina en eftir átta ára þróun á nýju
stærðarkerfi hefur fyrirtækið þróað
hina fullkomnu lausn.
Um er að ræða 55 brjóstahaldara-
stærðir sem hægt er að velja um.
Stærðirnar eru hannaðar út frá lögun
brjóstsins og stærð. Til þess að finna
út sína stærð í þessu nýja kerfi þarf að
panta byrjunarsett sem sent er heim að
dyrum. Settið inniheldur tíu mismun-
andi stærðir af skálum sem eru mátaðar
heima og einnig fylgir málband með til
þess að mæla um-
málið undir brjóst-
unum. Með þessu
móti er hægt að
fá réttu brjósta-
haldarastærðina og
kaupandinn sleppur
við að fara í mælingu í
undirfatabúðum. Eftir að hafa fundið
út rétta stærð sem hentar bæði stærð
og lögun brjóstanna er hægt að panta
brjóstahaldara á heimasíðu fyrirtækis-
ins.
Þetta þykir stórt stökk í rétta átt og
munu vonandi fleiri fyrirtæki fylgja í fót-
spor Jockey, enda skipta brjóstahald-
arar gríðarlega miklu máli fyrir heilsu
kvenna. A-, B-, C- og D-stærðarkerfið hef-
ur verið í notkun síðustu 80 ár en nú er
loksins hægt að fá brjóstahaldara sem
passar eins og hann sé sérsaumaður á
viðskiptavininn. ■ gunnhildur@365.is
NÝ TÆKNI TIL AÐ FINNA
RÉTTA BRJÓSTAHALDARANN
JOCKEY
Fyrirtækið hefur fundið
upp nýjung fyrir kon-
ur sem vilja vera í réttri
stærð af brjóstahaldara.
Um 85% kvenna ganga í
rangri stærð.
Rannsóknin var framkvæmd af Victoria og Albert safn-inu að beiðni breska tísku-
ráðsins, British Fashion Council.
Almennt hefur verið vitað að
Bretar hafa átt stóran þátt í að
móta karlfatatísku heimsins en
í niðurstöðu rannsóknarinn-
ar er þetta staðfest.
Nefndir eru nokkrir
hlutir sem sannarlega eru
breskir inn að beini. Þetta
eru harðkúluhatturinn,
leðurskór með mynstri,
rykfrakkinn, tvíd- og
tartan-mynstur, skyrtur og
bindi með blómamynstri,
þrískipt jakkaföt, reið-
frakkinn, svartar buxur
með ólum, sem kallast
upp á ensku „bondage“-
buxur, og Wellington-
stígvélin. Þá má
einnig rekja klæði
spjátrungsins, eða
„dandy“ eins og fatastíllinn
kallast upp á ensku, til
Bretlands.
LEÐURSKÓR Svokallaðir
„brogues“-skór eru með sér-
stöku mynstri.
TARTAN-MYNSTUR
Leikarinn Alan Cumm-
ing í jakkafötum með
afar líflegu tartan-
mynstri.
BUXUR MEÐ
ÓLUM
Svokallaðar
„bondage“-
buxur komu
fyrst fram á
Englandi.
WELLING-
TON-STÍG-
VÉL Þau gerast
varla breskari
en þessi.
HARÐKÚLU-
HATTUR
Klassísk þrískipt
jakkaföt eru enn
vinsæl. Hér eru þau
á tískusýningu The
Hackett í London í
janúar.
RYKFRAKKI
Hönnuðurinn Zac
Posen í klassískum
rykfrakka.
JAKKI ÚR
TVÍDEFNI
Tvídefnið
er sér-
staklega
breskt.
DANDY Klæði spjátrungsins,
eða „dandy“ eins og fatastíll-
inn kallast upp á ensku, má
rekja til Bretlands.
Byrjaðu strax að spara. Skráðu kortin ykkar
núna á www.stod2.is/vild
ENN MEIRA
FYRIR
ÁSKRIFENDUR
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
50% afsláttur af fjölskyldu-
kortum Skemmtigarðsins.
Þú borgar 3.000 kr.
en færð 6.000 kr. inneign.
O
N
/
S
ÍA
AFSLÁTTUR
50
40% afsláttur af þriggja
mánaða korti í
baðstofu og heilsurækt.
AFSLÁTTUR40
LANGAR ÞIG
Á TÓNLEIKA?
Það er sama hvað er að gerast - við seljum miðana.
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA