Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 40

Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 40
KYNNING − AUGLÝSINGÍslensk framleiðsla LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 20134 Vörurnar frá Ora hafa fylgt Íslendingum í rúm 60 ár og eru fyrir löngu orðn- ar órjúfanlegur hluti af matar- hefð landsmanna. Þótt fyrir- tækið framleiði margar klass- ískar matvörur heldur það sífellt áfram að þróa nýjar og spenn- andi vörur. Um helgina koma á markað fjórir nýir og ljúffeng- ir fiskréttir sem Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að eigi vafalaust eftir að falla landsmönnum vel í geð. „Um er að ræða frosna fiskrétti. Bakkan- um er einungis stungið inn í ofn í 25-30 mínútur og bragðmikill og góður réttur er tilbúinn. Þetta er einföld, þægileg og gómsæt lausn fyrir landann.“ Réttirnir fjórir eru ýsa í karríi, karfi í lime-kór- íander, þorskur í hvítlaukspipar og silungur í kryddblöndu. Þrem- ur réttanna fylgja svo grjón og grænmeti. „Þessi réttir munu fást í öllum betri matvöruverslunum hérlendis.“ Nýju fiskréttirnir eru markaðssettir undir vörumerk- inu Iceland ś Finest en Ora hyggst markaðssetja réttina og selja er- lendis í ár. Leifur segir fyrirtækið ekki hafa einblínt á sölu tilbúinna rétta áður, en stefnan sé tekin á að vaxa mjög á því sviði næstu árin, ekki síst með útflutningi. Nýjar súpur og sósur Ora hefur líka sett á markað tvær nýjar súpur, fiskisúpu og humar- súpu. Um er að ræða frosna vöru og inniheldur hver pakki tvo 200 gramma poka. „Pokinn er tekinn úr frysti og settur í sjóðandi vatn í 10-12 mínútur. Fiski súpan inni- heldur rækjur og fisk en humar- súpan inniheldur dýrindis hum- arsoð sem við framleiðum sjálf úr humri, hvítvíni, koníaki, rjóma og smjöri, alveg eins og á fínasta veitingastað. Við stefnum svo að því að setja fleiri súpur á mark- að síðar á árinu.“ Fyrr í vetur hóf Ora sölu á þremur tegundum af súpum í dós sem hafa að sögn Leifs hefur verið vel tekið. Súp- urnar sem um ræðir eru gúllas- súpa, mexíkósk kjúklinga- súpa og íslensk kjötsúpa. Í sumar geta lands- menn einnig gætt sér á nýrri vörulínu frá Ora sem inniheldur þrjár tegundir af paté. „Við seljum þrjár teg- undir af paté undir merkj- um Iceland ś Finest en þær eru einnig hugsaðar til útflutn- ings. Um er að ræða laxapaté, silungapaté og sjávarréttapaté. Þau innihalda engin bindiefni eða viðbætt vatn og koma í 100 gramma glösum.“ Af öðrum nýlegum og spenn- andi vörum frá Ora nefnir Leif- ur köldu grillsósurnar frá Hrefnu Sætran sem fást í fjórum skemmti- legum bragðtegundum. Ora mun auk þess setja fljótlega á markað piparostasósu og kjúklingasósu sem fara vel með ýmsu kjötmeti. „Við settum einnig nýlega á mark- að þrjár tegundir af þurrkrafti og einnig röstí-kartöflur en þær koma átta saman frosnar í pakka. Svo eru tilbúnu réttirnar okkar sívinsælir, til dæmis Ora kjöt- bollur í brúnni sósu, fiskiboll- ur í karrísósu og kjúklingaboll- ur í drekasósu og súrsætri sósu.“ Leifur segir útf lutning skipa æ stærri sess í rekstri Ora, þá helst á hrogn- og fiskafurðum. „Erlendi markaðurinn er ekki síður mikil- vægur en sá innlendi. Íslending- ar fá þó alltaf að njóta fyrst þeirra nýjunga sem við setjum á mark- að og þeir munu áfram fá að njóta spennandi nýjunga frá okkur næstu árin.“ Bragðgóðar nýjungar í sumar Ora kynnir um þessar mundir fjölmargar nýjar og spennandi vörur. Ný lína af ljúffengum fiskréttum er komin í verslanir sem fyrirtækið ætlar einnig að markaðssetja erlendis. Nýjar súpur og paté verða einnig á boðstólum í sumar auk eldri og vinsælli rétta. Útflutningur skipar æ stærri sess í rekstri fyrirtækisins. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ora, og Sigurður Halldórsson framleiðslustjóri með nokkrar af nýju vörum Ora. MYND/GVA Við köllum þetta góðgresi því við vilj-um hafa áhrif á hugarfar fólks sem kallar þessar jurtir vanalega illgresi. Þær eru nefnilega bráðhollar og bragðgóð- ar matjurtir og eru því réttnefnt góðgresi,“ segir Viktor Pétur Hannesson, sem í vik- unni lagði upp í ferð til Stöðvarfjarðar í fé- lagi við Bjarka Þór Sólmundsson. Þeir vinir kynntust í Listaháskólanum og ákváðu að ferðast um Ísland, ganga á milli fjalls og fjöru og gera tilraunir með íslensk- ar jurtir í myndlist og matargerð. „Matargerð er ein af æðstu listgreinunum því sá sem matreiðir skapar eitthvað góm- sætt og setur andann í efnið. Þeir sem eru tilfinninganæmir skynja svo greinilega ef þeim sem matreiðir líður vel því þá verður maturinn gómsætur en líði honum illa er hægt að skynja sorg og að ást vantar í mat- inn,“ segir Viktor sem með Bjarka verður með bækistöð í húsi sínu á Stöðvarfirði sem hann nefndi Gígjukot eftir unnustu sinni. „Við Bjarki erum báðir listamenn með mataráhuga en Bjarki er lærður kokkur og vanur alls kyns galdrabrögðum í eldhúsinu. Í sumar verðum við á ferðalagi til að safna jurtum í ljúffenga matvöru og verðum fyrir innblæstri frá gömlum uppskriftum sem við setjum í okkar búning.“ Þeir félagar hyggjast einnig nálgast ís- lenskt góðgresi á myndlistarlegan hátt, taka jurtir til hliðar og safna í sarpinn til að eiga kjarngóðan efnivið í bók. Þeir stefna einnig á myndlistarsýningu með markaði og veislu í haust og leita nú að hentugu galleríi sem vill hýsa hana. „Við söfnum gömlum uppskriftum og fróðleik frá fólki sem við hittum á ferðalagi því það er nauðsynlegt að miðla honum áfram. Kynslóðin sem áður bjó við krapp- ari kjör og þurfi að nýta það sem landið gaf er smám saman að hverfa svo það er nú eða aldrei að safna saman visku þeirra á einn stað,“ segir Viktor. Hann segir margt hafa komið þeim Bjarka á óvart á ferðalaginu. „Ísland er matarkista og nóg að bíta og brenna í náttúrunni. Mýmargt er forvitni- legt, eins og hvernig bóndi nokkur notaði hvönn sem rotvörn í bjúgnagerð og annar slæddi vatn til að fá úr því lítinn silung sem nýtist ekki til sölu en er góður og mik- ill matur,“ nefnir Viktor sem dæmi. Góðgresi byggir verkefni sitt að mestu á frjálsum framlögum, hvort sem þau eru í peningum, vöruskiptum eða vinnu. Tekið er á móti frjálsum framlögum á www.god- gresi.is og ef einhver lumar á uppskrift í anda Góðgresis er fólk hvatt til að senda þær í gegnum heimasíðuna þar sem þær verða birtar undir nafni höfundar. „Við Bjarki erum ekki matvandir held- ur miklir sælkerar og forvitnir að prófa og smakka á nýjum jurtum. Allt sem við höfum framleitt úr íslensku góðgresi smakkast dásamlega og við notum ekki jurtir til mat- argerðar nema þær séu ljúffengar. Það er ótrúlegt hvað hægt er að matreiða úr jurt- um og þegar ástin er sett í verkið gerast allt- af góðir hlutir.“ Hægt er að komast í tæri við Góðgresi á bæjarhátíðum eystra í sumar og velkomið að hafa samband og panta á godgresi.is. Matargerð ein æðsta listgreinin Kokkur og ferðalangur hittust í Listaháskóla Íslands. Saman ákváðu þeir að ferðast um Ísland, ganga milli fjalls og fjöru, éta það sem úti frýs og lepja dauðann úr skel. Afraksturinn varð lostæt matvara úr náttúru Íslands og dýrmætur fróðleikur sem nýtast mun kynslóðum framtíðar um aldir alda. Fardagamauk er gott ofan á brauð, sem meðlæti og ofan á pitsu. Maukið byggir á gamalli hefð þegar vinnufólk fluttist búferlum á fardögum í sjöundu viku sumars. Um svipað leyti byrjar njólinn að spretta en áður var hann kallaður fardagakál og fluttur inn sem bjargvættur gegn skyrbjúg. MYND/BJARKI ÞÓR SÓLMUNDSSON Bjarki og Viktor á Fardagafögnuði sem þeir héldu á nýliðnum fardögum. Í sumar skipuleggur Viktor hátíðina Polar í samstarfi við Maður er manns gaman á Stöðvarfirði helgina 12.-14. júlí. Þeir félagar munu svo ferðast um Austfirði og halda markaði á bæjarhátíðum. MYND/GÍGJA SARA H. BJÖRNSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.