Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 100
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 Ég hef alltaf unnið allt á síðustu stundu. Ég hef skammað mig talsvert fyrir það enda glatað að vera lífsins ómögulegt að gera handtak nema í tímahraki. Svo kynnt- ist ég lögmáli herra Parkinson, nýs vinar míns. LÖGMÁLIÐ gengur út á að hvert verk- efni sem unnið er mun taka allan þann tíma sem því er úthlutað. Parkinson þessi skrifaði um þetta í The Economist árið 1955 eftir að hafa kynnt sér verklag breskrar skriffinnsku. Hann komst sum sé að því að ef þrír dagar eru í skil tekur verkið þrjá daga en séu fjórir dagar í skil tekur sama verk fjóra daga. Í greininni pirraði hann sig á því að stjórnmálamenn og skattgreiðendur gerðu líka ráð fyrir að eftir því sem opinberum starfsmönnum fjölgaði myndu afköstin aukast – en svo væri aldeilis ekki. Hér er því tækifæri til að minna á nauðsyn þess að minnka íslenska ríkisbáknið. Þá er það frá. ÉG man hvernig ég féll í stafi þegar ég heyrði upphæðina sem áætlað var að breska ríkið hefði tapað á tveimur klukku- tímum morguninn þegar breska þjóðin fylgdist með útsláttarleik Breta á HM í knattspyrnu karla í Japan. Það var glás af peningum. Ég setti þá fyrst almennilega í samhengi að hver vinnandi hönd væri víst mikilvæg fyrir þjóðarbúið – og það á hverri einustu mínútu. Ég hef síðan rétt- lætt helgarferðir mínar til London með því að ég skulda breska ríkinu nokkrar krónur eftir að hafa mætt nokkrum sinnum of seint í vinnuna þar um árið. EINHVERJIR mölduðu þó í móinn og sögðu einföldun að meta áætlað tap af fótboltaglápinu án þess að taka með í reikninginn hversu margir hefðu svo ein- faldlega unnið verkin sín hraðar þann daginn. Það er áhugavert þar sem flest- ir vita eflaust upp á sig skömmina þegar þeir taka saman hve margar mínútur fóru í Facebook- og kaffispjall á vinnu- tíma. Kannski er því óþarfi fyrir okkur slórarana að vera með samviskubit því samkvæmt Parkinson vini mínum klárast verkið hvort eð er ekki fyrr en á tilsettum tíma. OG ef svo er, af hverju ekki að stytta þá bara vinnuvikuna? Slóri til varnar BAKÞANKAR Hildar Sverrisdóttur SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS THE INTERNSHIP KL. 1 (TILBOÐ) 3.15 - 5.25 - 8 - 10.35 7 THE INTERNSHIP LÚXUS KL. 2.50 - 5.25 - 8 - 10.35 7 AFTER EARTH KL. 5.45 - 8 - 10.15 12 EPIC 2D ÍSL.TAL KL. 1 (TILBOÐ) KL. 3.15 - 5.45 L EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 1 (TILBOÐ) KL. 3.15- 5.50 L FAST & FURIOUS 6 KL. 8 - 10.45 12 STAR TREK 3D KL. 8 - 10.45 12 THE CROODS 2D ÍSL. TAL KL. 1 (TILBOÐ) 12 THE INTERNSHIP KL. 3 (TILBOÐ) 5.30 - 8 - 10.35 7 AFTER EARTH KL. 5.45 - 8 - 10.15 12 EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 (TILBOÐ) KL. 6 L EPIC 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 (TILBOÐ) L FAST & FURIOUS 6 KL. 9 12 THE GREAT GATSBY KL. 6 - 9 12 THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 (TILBOÐ) 12 EPIC 2D / EPIC 3D KL. 3.30 (SPARBÍÓ) L THE INTERNSHIP KL. 5.40 - 8 - 10.20 7 FAST & FURIOUS 6 KL. 5.40 12 / AFTER EARTH KL. 8 - 10.20 12 EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI NEW YORK POST T.V. - BÍÓVEFURINN NEW YORK DAILY NEWS MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ THE INTERNSHIP 2 - 5.30 - 8 - 10.30 AFTER EARTH 8 EPIC 2D 2 - 5 EPIC 3D 2 - 5 HANGOVER lll 8 - 10.10 FAST & FURIOUS 10.10 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. New York Daily News H.K. - Monitor 5% KL. 1 SMÁRABÍÓI MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 3.30 HÁSKÓLABÍÓ KL. 1 SMÁRABÍÓ MEÐ ÍSLENSKU TALI 2D 2D 3D KL. 3.30 Í HÁSKÓLABÍÓI Í 3D OG 2D - KL. 1 SMÁRABÍÓI Í 2D OG 3D KL. 3 HÁSKÓLABÍÓI DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS FORSALA HAFIN! ÞÚ GETUR NÁLGAST MIÐA Á SAMBIO.IS EÐA MIÐASÖLU SAMBÍÓANA FORSÝND 18. JÚNÍ FRUMSÝND 19. JÚNÍ Steven Tyler og Joe Perry úr rokksveitinni Aerosmith voru vígðir inn í Frægðarhöll laga- höfunda við hátíðlega athöfn í New York. Mick Jones og Lou Gramm úr hljómsveitinni For- eigner voru einnig á meðal þeirra sem voru vígðir inn. „Mér finnst frábært að við Joe séum vígðir inn því við leggjum okkur alltaf mikið fram,“ sagði Tyler. Perry bætti við: „Þetta þýðir að fólk er að hlusta á það sem við erum að gera.“ Sir Elton John og Bernie Taupin hlutu við sömu athöfn Johnny Mercer-verðlaunin fyrir sitt framlag til tónlistarinnar. Tyler og Perry í Frægðarhöll VÍGÐIR INN Steven Tyler og Joe Perry voru vígðir inn í Frægðarhöll lagahöfunda. NORDICPHOTOS/GETTY Liam Gallagher úr hljómsveit- inni Beady Eye, fyrrum söngv- ari Oasis, segir rapparann Kanye West trúð og hálfvita í nýlegu viðtali við tímaritið GQ. „Hafið þið séð þegar hann rak hausinn í skilt- ið. Hann er að labba úr ræktinni með kærust- unni sinni og þarna eru náungar að taka myndir. Þú verður að halda höfðinu uppi og ganga áfram,“ sagði Gallagher, sem er vanur að hafa sterkar skoðanir. Gerir grín að Kanye West LIAM GALLAGHER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.