Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 96
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 56
BÆKUR ★ ★★★★
Elskhuginn
Karl Fransson
VAKA HELGAFELL
Ung kona er í basli með líf sitt,
blönk, fráskilin, upp á kant við
fyrrverandi, fær lítið að umgang-
ast barnið sitt, druslast áfram einn
dag í einu; tilveran er grá. Birtist
þá ekki óforvarindis goðum líkur
karl, ríkur, örlátur og sexí og hríf-
ur hana með sér inn í veröld alls-
nægtanna. Þau borða á dýrum
stöðum, fara í sumarhús, njóta ásta
við hafið undir fullu tungli, hitta
frægt fólk í veislum, lifa í vellyst-
ingum og unga konan tapar áttum,
álítur sig komna í örugga höfn.
Hún er reyndar líka dálítið svag
fyrir góða gæjanum sem kennir
henni, en hann er ekki til í alvar-
legt samband svo það þýðir ekki
að hugsa um það. Ríki goðumlíki
karlinn virðist reyndar ekki allur
þar sem hann er séður og konan
rýkur á dyr í fússi eftir að hafa
verið höfð að fífli. Karlinn er þó
ekki af baki dottinn, stormar inn í
kennslustofuna þar sem hún situr
með tárvot augu, hrífur hana með
sér út í glæsilega sportbílinn og
saman keyra þau inn í sólarlagið.
The End.
Þessi söguþráður er ansi kunn-
uglegur, ekki satt? Allavega hjá
þeim sem lesið hafa eitthvað af
rauðum ástarsögum um dagana.
Ástæða þess að hann er rakinn
hér er þó ekki sú að undirrituð hafi
dottið í Rauðu seríuna heldur er
þetta frá a til ö söguþráður nýrrar
erótískrar íslenskrar skáldsögu
sem gefin er út undir dulnefninu
Karl Fransson. Eina frávikið frá
hinum hefðbundna ástarsöguþræði
er að hér eru samfarasenurnar
aðeins fleiri en í venjulegri ástar-
sögu, þar sem yfirleitt er bara eina
slíka að finna, og að ungu konunni
er hér skipt út fyrir ungan karl.
Nánar tiltekið arkitektúrnem-
ann Patrice, sem raunar heitir Pat-
rekur og er af íslenskum ættum,
sem býr og stúderar í París. Hann
drýgir rýrar tekjur með því að
vinna á glæsihóteli þar sem á vegi
hans verður hin forríka Mirabelle
sem heillar hann upp úr skónum.
Ekki sakar að hún launar honum
greiðana með óunnum demönt-
um, svo hann fær fullnægt bæði
kynferðislegum og fjárhags-
legum þörfum. Réttlætir það að
taka við demöntunum með því að
hann þurfi að koma sér þaki yfir
höfuð ið til að fá forræði yfir dótt-
ur sinni til helminga við móðurina.
Kennar inn heillandi, eða réttara
sagt kennslukonan, er þarna líka,
auðvitað, og lýst sem engli í kven-
mynd til mótvægis við tálkvendið.
Femínískir bókmenntafræðingar
gætu notað þessa bók til kennslu í
kúrsum um staðalímyndir kvenna
í bókmenntunum.
Bókin er grimmt auglýst sem 50
gráir skuggar út frá reynsluheimi
karlmannsins en það er ansi vel í
lagt. Þær kynlífssenur sem hér er
að finna eru ósköp blátt áfram og
ekkert „kinky“ í gangi, nema auð-
vitað demantagreiðslan, sem verð-
ur þó aldrei að neinu stórmáli þar
sem blessaður drengurinn þarf
svo sárlega á aurunum að halda.
Ást á grænu ljósi
LAUGARDAGUR
15. JÚNÍ
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Fræðsla
16.00 Fuglavernd í samvinnu við Nor-
ræna húsið býður upp á fuglaskoðun í
friðlandinu í Vatnsmýrinni og í kringum
Tjörnina. Hjálmar Jónsson leiðir göng-
una. Lagt verður af stað frá anddyri
Norræna hússins en gangan tekur um
klukkutíma.
Uppákomur
14.00 Minningar- og örnefnaskilti í
minningu Einars Benediktssonar verður
afhjúpað í Herdísarvík. Nemendafélagið
Grimmhildur og félagið Ferlir sem
gefa skiltin. Leiðsögn um staðinn og
kaffihressing í húsi skáldsins og Hlínar
Johnson.
Tónlist
15.00 Tríó saxófónleikarans Sigurðar
Flosasonar leikur á þriðju tónleikum
sumarjazztónleikarðar veitingastaðarins
Jómfrúarinnar við Lækjargötu, laugar-
daginn. Auk hans skipa hljómsveitina
þeir Gunnar Hrafnsson á kontrabassa
og Einar Scheving á trommur. Sér-
stakur leynigestur frá Danmörku mun
leika með þeim félögum. Tónleikarnir
fara fram utandyra á Jómfrúartorginu.
Aðgangur er ókeypis.
22.00 Skúli mennski og Þung byrði
halda tónleika á Café Rosenberg.
23.00 Hljómsveitin Span leikur á
skemmtistaðnum Kaffi 59 Grundarfirði.
Miðaverð er kr. 1.500 kr.
23.00 Sváfnir Sigurðarson skemmtir á
Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8.
Myndlist
14.00 Guðrún Nielsen ræðir um skúlp-
túr sinn Borrowed View við verkið sem
staðsett er framan við Tækniskólann á
Skólavörðuholtinu.
14.00 Sýningu myndlistarkonunnar
Soffíu Sæmundsdóttur á Kleine Welt II/
documenti í sal félagsins Íslensk grafík
við Tryggvagötu 17 lýkur um helgina.
Opið er frá klukkan 14 til 18 en á 17.
júní sem er síðasti sýningardagur eins
lengi og veður leyfir.
14.00 Sigrún Guðmundsdóttir verður
við verk sitt Brot til klukkan 16. Lista-
verkið er að finna í garði STEF að
Laufásvegi 40. Verk Sigrúnar er hluti af
sýningunni Undir berum himni - list í
Þingholtunum og á Skólavörðuholtinu.
14.00 Myndlistarkonan Helga Óskars-
dótttir verður við verk sitt Púls sem
finna má að Bragagötu 30. Af óviðráðna-
legum ástæðum er þetta í síðast sinn
sem hægt verður að hlusta á verkið
en það er hluti af útisýningunni Undir
berum himni - list í Þingholtunum og á
Skólavöruholtinu.
15.00 Ósk Vilhjálmsdóttir verður til
klukkan 16 við hljóðverk sitt Gróðurhús
í garði við heimili sitt að Baldursgötu
10. Þar ræðir hún við sýningargesti á
útisýningunni Undir berum himni um
verkið sem segja má gefi innsýn inn í
hversdagslíf fjölskyldu í 101 Reykjavík.
15.30 Sigrún Eldjárn verður við Fjölnis-
veg 12 milli til klukkan 16.30 að ræða
um verk sitt Músarindill, Maríuerla
- munið að gefa smáfuglunum. Verkið
er hluti af samsýningunni Undir berum
himni.
Upplýsingar um viðburði
sendist á hvar@frettabladid.is
1.490kr.
790kr.
Vnr. 89436375-94
PINOTEX pallaolía, glær,
græn, brún eða fura, 5 l.
*Gildir aðeins um helgina.
Vnr. 89819950
SADOLIN BIO pallahreinsir, 5 l.
5 LÍTRAR
10 LÍTRAR
Almennt verð 13.290 kr.
9.990kr.KLÚBB verð
Almennt verð 4.980 kr.
3.990kr.*KLÚBB verð
Almennt verð 3.980 kr.
2.990kr.*KLÚBB verð
Vnr. 86647583-8083
KÓPAL STEINTEX múrmálning, hvít,
marmarahvít, h rímhvít og s ilkigrá, 1 0 l.
Vnr. 83037548
HARRIS pensill fyrir
skaft, 120 mm.
Vnr. 42377529
Háþrýstidæla,
125 bör, 1600W.
Vnr. 42301947
EFFEKT
grænsápa, 4 l.
Almennt verð 24.990 kr.
18.990kr.*KLÚBB verð
facebook.com/BYKO.is
Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is.
Öl
l v
er
ð
er
u
bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r o
g/
e
ða
m
yn
da
br
en
gl
. A
lla
r v
ör
ur
fá
st
í
BY
KO
B
re
id
d
en
m
in
na
fr
am
bo
ð
ge
tu
r v
er
ið
í
öð
ru
m
v
er
sl
un
um
.
FRÁBÆR SÁPA TIL
AÐ HREINSA ÖSKU
UNDIR BERUM HIMNI Listamenn sem taka þátt í útisýningunni Undir berum
himni verða við verk sín víðs vegar um Þingholtin og Skólavörðuholtið í dag.