Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 96
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 56 BÆKUR ★ ★★★★ Elskhuginn Karl Fransson VAKA HELGAFELL Ung kona er í basli með líf sitt, blönk, fráskilin, upp á kant við fyrrverandi, fær lítið að umgang- ast barnið sitt, druslast áfram einn dag í einu; tilveran er grá. Birtist þá ekki óforvarindis goðum líkur karl, ríkur, örlátur og sexí og hríf- ur hana með sér inn í veröld alls- nægtanna. Þau borða á dýrum stöðum, fara í sumarhús, njóta ásta við hafið undir fullu tungli, hitta frægt fólk í veislum, lifa í vellyst- ingum og unga konan tapar áttum, álítur sig komna í örugga höfn. Hún er reyndar líka dálítið svag fyrir góða gæjanum sem kennir henni, en hann er ekki til í alvar- legt samband svo það þýðir ekki að hugsa um það. Ríki goðumlíki karlinn virðist reyndar ekki allur þar sem hann er séður og konan rýkur á dyr í fússi eftir að hafa verið höfð að fífli. Karlinn er þó ekki af baki dottinn, stormar inn í kennslustofuna þar sem hún situr með tárvot augu, hrífur hana með sér út í glæsilega sportbílinn og saman keyra þau inn í sólarlagið. The End. Þessi söguþráður er ansi kunn- uglegur, ekki satt? Allavega hjá þeim sem lesið hafa eitthvað af rauðum ástarsögum um dagana. Ástæða þess að hann er rakinn hér er þó ekki sú að undirrituð hafi dottið í Rauðu seríuna heldur er þetta frá a til ö söguþráður nýrrar erótískrar íslenskrar skáldsögu sem gefin er út undir dulnefninu Karl Fransson. Eina frávikið frá hinum hefðbundna ástarsöguþræði er að hér eru samfarasenurnar aðeins fleiri en í venjulegri ástar- sögu, þar sem yfirleitt er bara eina slíka að finna, og að ungu konunni er hér skipt út fyrir ungan karl. Nánar tiltekið arkitektúrnem- ann Patrice, sem raunar heitir Pat- rekur og er af íslenskum ættum, sem býr og stúderar í París. Hann drýgir rýrar tekjur með því að vinna á glæsihóteli þar sem á vegi hans verður hin forríka Mirabelle sem heillar hann upp úr skónum. Ekki sakar að hún launar honum greiðana með óunnum demönt- um, svo hann fær fullnægt bæði kynferðislegum og fjárhags- legum þörfum. Réttlætir það að taka við demöntunum með því að hann þurfi að koma sér þaki yfir höfuð ið til að fá forræði yfir dótt- ur sinni til helminga við móðurina. Kennar inn heillandi, eða réttara sagt kennslukonan, er þarna líka, auðvitað, og lýst sem engli í kven- mynd til mótvægis við tálkvendið. Femínískir bókmenntafræðingar gætu notað þessa bók til kennslu í kúrsum um staðalímyndir kvenna í bókmenntunum. Bókin er grimmt auglýst sem 50 gráir skuggar út frá reynsluheimi karlmannsins en það er ansi vel í lagt. Þær kynlífssenur sem hér er að finna eru ósköp blátt áfram og ekkert „kinky“ í gangi, nema auð- vitað demantagreiðslan, sem verð- ur þó aldrei að neinu stórmáli þar sem blessaður drengurinn þarf svo sárlega á aurunum að halda. Ást á grænu ljósi LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fræðsla 16.00 Fuglavernd í samvinnu við Nor- ræna húsið býður upp á fuglaskoðun í friðlandinu í Vatnsmýrinni og í kringum Tjörnina. Hjálmar Jónsson leiðir göng- una. Lagt verður af stað frá anddyri Norræna hússins en gangan tekur um klukkutíma. Uppákomur 14.00 Minningar- og örnefnaskilti í minningu Einars Benediktssonar verður afhjúpað í Herdísarvík. Nemendafélagið Grimmhildur og félagið Ferlir sem gefa skiltin. Leiðsögn um staðinn og kaffihressing í húsi skáldsins og Hlínar Johnson. Tónlist 15.00 Tríó saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar leikur á þriðju tónleikum sumarjazztónleikarðar veitingastaðarins Jómfrúarinnar við Lækjargötu, laugar- daginn. Auk hans skipa hljómsveitina þeir Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Sér- stakur leynigestur frá Danmörku mun leika með þeim félögum. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Skúli mennski og Þung byrði halda tónleika á Café Rosenberg. 23.00 Hljómsveitin Span leikur á skemmtistaðnum Kaffi 59 Grundarfirði. Miðaverð er kr. 1.500 kr. 23.00 Sváfnir Sigurðarson skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8. Myndlist 14.00 Guðrún Nielsen ræðir um skúlp- túr sinn Borrowed View við verkið sem staðsett er framan við Tækniskólann á Skólavörðuholtinu. 14.00 Sýningu myndlistarkonunnar Soffíu Sæmundsdóttur á Kleine Welt II/ documenti í sal félagsins Íslensk grafík við Tryggvagötu 17 lýkur um helgina. Opið er frá klukkan 14 til 18 en á 17. júní sem er síðasti sýningardagur eins lengi og veður leyfir. 14.00 Sigrún Guðmundsdóttir verður við verk sitt Brot til klukkan 16. Lista- verkið er að finna í garði STEF að Laufásvegi 40. Verk Sigrúnar er hluti af sýningunni Undir berum himni - list í Þingholtunum og á Skólavörðuholtinu. 14.00 Myndlistarkonan Helga Óskars- dótttir verður við verk sitt Púls sem finna má að Bragagötu 30. Af óviðráðna- legum ástæðum er þetta í síðast sinn sem hægt verður að hlusta á verkið en það er hluti af útisýningunni Undir berum himni - list í Þingholtunum og á Skólavöruholtinu. 15.00 Ósk Vilhjálmsdóttir verður til klukkan 16 við hljóðverk sitt Gróðurhús í garði við heimili sitt að Baldursgötu 10. Þar ræðir hún við sýningargesti á útisýningunni Undir berum himni um verkið sem segja má gefi innsýn inn í hversdagslíf fjölskyldu í 101 Reykjavík. 15.30 Sigrún Eldjárn verður við Fjölnis- veg 12 milli til klukkan 16.30 að ræða um verk sitt Músarindill, Maríuerla - munið að gefa smáfuglunum. Verkið er hluti af samsýningunni Undir berum himni. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is 1.490kr. 790kr. Vnr. 89436375-94 PINOTEX pallaolía, glær, græn, brún eða fura, 5 l. *Gildir aðeins um helgina. Vnr. 89819950 SADOLIN BIO pallahreinsir, 5 l. 5 LÍTRAR 10 LÍTRAR Almennt verð 13.290 kr. 9.990kr.KLÚBB verð Almennt verð 4.980 kr. 3.990kr.*KLÚBB verð Almennt verð 3.980 kr. 2.990kr.*KLÚBB verð Vnr. 86647583-8083 KÓPAL STEINTEX múrmálning, hvít, marmarahvít, h rímhvít og s ilkigrá, 1 0 l. Vnr. 83037548 HARRIS pensill fyrir skaft, 120 mm. Vnr. 42377529 Háþrýstidæla, 125 bör, 1600W. Vnr. 42301947 EFFEKT grænsápa, 4 l. Almennt verð 24.990 kr. 18.990kr.*KLÚBB verð facebook.com/BYKO.is Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is. Öl l v er ð er u bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ e ða m yn da br en gl . A lla r v ör ur fá st í BY KO B re id d en m in na fr am bo ð ge tu r v er ið í öð ru m v er sl un um . FRÁBÆR SÁPA TIL AÐ HREINSA ÖSKU UNDIR BERUM HIMNI Listamenn sem taka þátt í útisýningunni Undir berum himni verða við verk sín víðs vegar um Þingholtin og Skólavörðuholtið í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.