Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 104
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 64 Hann er besti handboltamaður allra tíma og það segi ég ekki aðeins vegna þess að ég er Íslendingur. Snorri Steinn Guðjónsson SPORT Sunnudag 16. júní kl. 20:00 STJARNAN – KEFLAVÍK Allir á völlinn! – Ársmiðar seldir í Stjörnuheimilinu fyrir leik – PEPSIDEILDIN HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik mætir því rúm- enska annað kvöld í lokaleik liðs- ins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar í Danmörku. Ísland hefur nú þegar tryggt sér sæti í keppninni og liðinu nægir jafntefli gegn Rúmenum til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mannskapinn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsmaður. „Við hlökkum allir mikið til, þetta verður bara rosaleg hátíð og án efa frábær stemmning í höll- inni. Gildi leiksins og mikilvægi hans er kannski ekki aðalatriðið. Ég held bara að við sem lið viljum kveðja Ólaf eins og menn.“ Verðum gríðarlega einbeittir Uppselt varð á leikinn á fimmtu- daginn og því ljóst að bekkurinn verður þétt setinn. Í síðasta skipti fá landsmenn að fylgjast með fremsta handknattleiksmanni Íslandssögunnar á fjölum Laugar- dalshallar. Ísland tapaði illa 29-23 fyrir Hvít-Rússum á miðvikudaginn og sá liðið aldrei til sólar í leiknum. Meiðsli lykilmanna þýðir að aðrir þurfa að axla ábyrgð. Þeir fengu tækifæri til að sanna sig í Minsk en fæstir nýttu sér það. „Við ætlum að sýna okkar rétta andlit á sunnudaginn og eitthvað allt annað en í Hvíta-Rússlandi. Við erum allir gríðarlega ein- beittir fyrir þessum leik og menn ætla bara að njóta þess að taka þátt í honum. Það er mikill heiður.“ Áhrif Ólafs ólýsanleg Ólafur Stefánsson hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félags- liðum sínum. Hann hefur verið leiðtogi íslenska landsliðsins í meira en áratug og unnið með því silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlaun á Evrópu- mótinu í Austurríki árið 2010. „Ég þyrfti langan tíma til að skýra út hversu mikla þýðingu Ólafur hefur haft fyrir landsliðið og íslenskan handknattleik. Það er í raun ólýsanlegt hversu mikil áhrif hann hefur haft á okkur alla í landsliðinu. Hann hafði alltaf trú á okkur öllum og var aldrei í nein- um vafa um okkar getu. Það lyft- ir manni upp á annað stig þegar maður eins og Ólafur Stefánsson hefur trú á manni,“ segir Snorri. „Ég persónulega var það hepp- inn að fá að spila tvö tímabil með honum erlendis og hann hefur hjálpað mér á fleiri vígstöðvum en bara inni á handboltavellinum.“ Sá besti frá upphafi Þótt Ólafur hafi aldrei unnið til gullverðlauna með landsliðinu hefur hann unnið til stærstu verð- launa í evrópskum handbolta með félagsliðum sínum. Fjórum sinn- um varð hann Evrópu meistari auk þess að verða lands meistari í Þýskalandi, Spáni og Dan- mörku auk Íslands. Þá varð hann katarskur meistari með liði sínu á dögunum. „Fólk kannski gerir sér ekki almennilega grein fyrir því hvað hann hefur afrekað sem leik maður á sínum ferli og þá hversu lengi hann var í algjörum heimsklassa. Hann er besti handknattleiks- maður allra tíma og það segi ég ekki aðeins vegna þess að ég er Íslendingur. Samherjar mínir erlendis eru á sama máli,“ segir Snorri. Þegar leikstjórnandinn er beðinn um að setja örvhentu skyttuna á stall með fremstu íþróttamönnum sögunnar í öðrum íþróttagreinum segir Snorri: „Ólaf- ur Stefánsson er Michael Jordan handboltans og það verður líklega aldrei neinn annar eins og hann.“ Leikur Íslands og Rúmeníu hefst á sunnudagskvöldið klukkan 19.45. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi. stefanp@frettabladid.is Óli er Jordan handboltans Ólafur Stefánsson verður kvaddur í Laugardalshöllinni annað kvöld þegar Ísland mætir Rúmenum í loka- leik undankeppni Evrópumótsins. Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, segir Ólaf einstakan persónuleika sem hafi hjálpað sér bæði innan sem utan vallarins. Enginn feti í fótspor hans. KVEÐJUSTUND Ólafur Stefánsson hefur spilað 328 sinnum fyrir hönd Íslands og skorað 1.559 mörk. Hann er markahæsti leik- maður í sögu landsliðsins og sá þriðji leikjahæsti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Manchester City staðfesti í gær ráðningu Manuels Pellegrini í starf knattspyrnustjóra. Hann tekur við af Roberto Mancini, sem var sagt upp í síðasta mánuði. „Ég er hæstánægður með að fá þetta frábæra tækifæri,“ sagði hinn 59 ára Pellegrini, sem er frá Síle. „Það er skýr fram- tíðarsýn í þessu félagi bæði innan sem utan vallarins og ég ætla mér að leggja mitt af mörkum svo að félagið nái sínum markmiðum.“ Brian Kidd verður áfram í þjálfaraliði félagsins en annars tekur verður Pellegrini með sitt teymi sem starfaði með honum hjá spænska liðinu Malaga. Pellegrini náði þar frábærum árangri en undir hans stjórn var liðið hársbreidd frá því að komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann hóf þjálfaraferilinn sinn í Suður-Ameríku áður en hann tók við Villarreal á Spáni árið 2004. Fimm árum síðar tók hann við Real Madrid en var rekinn eftir aðeins eitt tímabil. - esá Pellegrini gerði þriggja ára samning HANDBOLTI Ísland mætir heims- og Ólympíumeisturum Noregs í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni á sunnudag klukkan 16.00. Selfyss- ingurinn Þórir Hergeirsson þjálfar norska liðið en það hefur dvalið hér á landi við æfingar í rúma viku. „Aðalatriðið hjá okkur verður að hafa gaman af því að spila gegn besta landsliði heims. Við munum gera okkar besta og sjá hvernig við stöndum gagnvart þeim,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari ís- lenska liðsins. Bæði lið verða með flesta sína bestu menn í leiknum en Ísland verður án þeirra Rutar Jónsdóttur, Elísabetar Gunnarsdóttur og Guðnýjar Jennýjar Ásmundsdóttur. „Við mætum afslöppuð til leiks og munum reyna að veita þeim einhverja keppni. En að sama skapi munum við lítið hugsa um úrslit leiksins og þá frekar um frammistöðuna. Við mun- um gefa fleiri leikmönnum tækifæri en í venjulegum leik og líklegt að ein- hver fái að spila sinn fyrsta landsleik,“ segir Ágúst, sem hvetur áhugasama um að koma á leikinn. „Það verður frábært að fá að sjá þetta magnaða norska lið spila í Höll- inni.“ - esá Njóta þess að spila gegn besta landsliði heims MARGFALDUR MEISTARI Þórir Her- geirsson, þjálfari Noregs. FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason er í hópi tíu markahæstu leikmanna Evrópu á nýliðnu tímabili samkvæmt úttekt hollenska blaðsins Voetbal International. Hann skoraði alls 38 mörk með Heeren veen í Hollandi, Helsingborg í Svíþjóð og íslenska landsliðinu. Þessi árangur fleytir honum í 8.-9. sæti listans þar sem hann er við hlið Pólverj- ans Roberts Lew- andowski hjá Dort- mund, sem hefur verið einn eftirsóttasti fram- herji heims og verið orðað- ur við Bayern München og Manchester United. Það kemur fáum á óvart að efstu þrír menn á listan- um eru þeir Lionel Messi (66 mörk), Crist- iano Ronaldo (59) og Zlatan Ibra- himovic (43). Meðal annarra á listanum má nefna Rada- mel Falcao (40) og Robin va n Persie (36.). - esá Í hópi tíu markahæstu Alfreð Finnbogason skoraði 38 mörk á tímabilinu. ÚRSLIT PEPSI-DEILD KVENNA BREIÐABLIK - ÍBV 3-1 0-1 Shaneka Gordon (22.), 1-1 sjálfsmark (35.), 1-2 Rakel Hönnud. (40.), 3-1 Berglind Þorvaldsd. (83.). ÞRÓTTUR - HK/VÍKINGUR 0-2 VALUR - FH 5-3 0-1 Heiða Dröfn Antonsdóttir (20.), 0-2 Guðrún Björg Eggertsdóttir (30.), 1-2 Dóra María Lárus- dóttir (31.), 2-2 Elín Metta Jensen (35.), 3-2 Svava Rós Guðmundsdóttir (46.), 4-2 Elín Metta, víti (53.), 3-4 Ashlee Hincks (62.), 5-3 Svava Rós (91.). SELFOSS - STJARNAN 0-2 0-1 sjálfsmark (64.), 0-2 Harpa Þorsteinsd. (75.). STAÐAN Stjarnan 7 7 0 0 25-1 21 Breiðablik 7 6 0 1 19-8 18 ÍBV 7 4 1 2 22-12 13 Valur 7 3 2 2 20-11 11 Selfoss 7 3 1 3 9-10 10 Þór/KA 6 2 2 2 13-10 8 FH 7 2 2 3 14-19 8 HK/Víkingur 7 1 1 5 10-26 4 Afturelding 6 1 1 4 3-19 4 Þróttur 7 0 0 7 1-20 0 1. DEILD KARLA HAUKAR - KA 4-2 0-1 Atli Sveinn Þórarinsson (33.), 1-1 Hafsteinn Briem (56.), 2-1 Andri Steinn Birgisson (61.), 2-2 Hallgrímur Már Steingrímsson (72.), 3-2 Hilmar Trausti Arnarsson, víti (82.), 4-2 Hafsteinn (90.). TINDASTÓLL - FJÖLNIR 0-1 0-1 Guðmundur Pétursson (45.). STAÐAN Grindavík 6 5 0 1 19-6 15 Haukar 6 4 1 1 11-7 13 Leiknir 6 3 3 0 10-5 12 BÍ/Bolungarvík 5 4 0 1 12-12 12 Víkingur 6 3 2 1 12-8 11 Fjölnir 6 2 1 3 8-12 7 KF 5 1 3 1 8-6 6 Selfoss 5 2 0 3 8-9 6 Tindastóll 6 1 2 3 5-9 5 KA 6 1 1 4 6-12 4 Þróttur 6 1 0 5 6-11 3 Völsungur 5 0 1 4 4-12 1 BARIST Fjolla Shala og Sigríður Lára Garðarsdóttir í baráttunni á Kópavogs- velli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.